Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 3
Henry Hálfdansson: Fleetwood og íslenzku fiskimennirnir Tvisvar í tveimur heimsstyrjöldum, hafa ís- lenzku fiskiskipin gert Fleetwood að höfuð- bækistöð við sölu á afla sínum erlendis. í bæði skiftin hafa íslenzku fiskimennirnir fært borg- arbúum rífandi atvinnu ásamt kærkomnum matvælum og sjálfum sér og þjoð sinni aro af þeim viðskiptum. Nú, þegar hinni síðari heimsstyrjöld er lokið, hvað tekur þá við fyrir íslenzka fiskiflotann, með öllum þeim lífsvenjubreytingum, sem stríðslokin hljóta að liafa í för með sér? Munu íslenzku fiskiskipin aftur snúa baki við Fleet- wood eins og þau gerðu eftir fyrri heimsstyrj- öld og munu þau halda sér eingöngu að austur- ströndinni eins og þau liafa gert? Eða munu ís- lenzku sjómennirnir og útgerðarmennirnir liafa lært bað af biturri reynslu millistríðsáranna, er amast vár við skipunum og þau landrekin lrá Hull, að það er óskynsamt að brenna brýrnar að baki sér. Miklu viturlegra er að ætla sér sem lestar útgöngu- eða inngöngudyr fyrir afla smn, og gera ekkert til að hrinda þe'im frá sér, sem fúsir vilja við taka og liðsinni veita. Láta einsk- is ófreistað til að festa sig í sessi og gera sig velkomnastan þar sem vel er tekið á móti manni. Blöðin í Fleetwood ræða nú mjög hið breytta viðhorf og hvað við muni taka í fiskverzlun bæjarins að styrjöldinni lokinni. Hin fjölmörgu og aðkomnu fiskiskip, sem gert hafa Fleetwood að bækistöð sinni ófriðaráriii, eru nú sem óðast að hverfa heim til áttiiaga sinna. Af 22 belgiskum togurum sem höfðu að- setur í Fleetwood, eru nú aðeins tveir eftir og munu þeir alveg á förum. Dönsku skipin höfðu uppsátur hjá mörgum félögum. Hjá The Iago Company lönduðu tveir togarar og 13 smærri vélbátar; annar togarinn og allir vélbátarnir eru farnir. Hollenzku togararnir sem lönduðu í Fleetwood voru 18 talsins, þeir eru nú allir farn- ir að einum undanteknum. Af 15 frönskum tog- urum er aðeins einn eftir. í staðinn hafa svo komið heimaskipin, sem hernaðaryfirvöldin hafa leyst úr þjónustu sinni. Iago félagið hefur nú aftur fengið til umráða 7 af 11 togurum sínum. Hina er verið að iáta lausa. Clifton Trawlers Ltd. hafa einnig fengið 7 af sínum togurum. J. Marr & Son er að láta umbreyta 6 af sínum togurum. Þannig koma gömlu togararnir smátt og smátt í gagnið til að fylla upp rúm þeirra erlendu skipa sem nú eru farin. Ef til vill má segja að þessi umskipti hafi ekki valdið neinni fiskvöntun, því að meiri fisk- ur hefur borizt að en hægt hefur verið að gera mat úr. En það hefur meira verið að kenna flutningaerfiðleikum og vöntun á verkafólki en of miklum fiski. Hitt er sönnu nær, að af þeim ástæðum og af ógreiðu skipulagi, hefur ckki tckizt að svara eftirspurninni eftir fiskin- um. Meðan hundruðum líitta af góðum íslands- fiski er fleygt eða ekið í fiskimjölsverksmiðjur, kvarta þúsundir manna inni í landinu undan því að geta ekki fengið neinn fisk, hvernig sem þeir bera sig eftir honum. Landsmenn hafa því meiri áhyggjur af fiskleysi en því að of mikið berist af honum. Fleetwood-búar kvíða líka því að minni fiskur muni koma þangað hér eftir en áður hefur verið. Þeir óttast að þeirra eigin út- gerðarmenn verði ekki nógu framsýnir og stór- huga til að fá sér betri skip til'að standast hina fyrirsjáanlegu hörðu samkeppni frá öðrum út- gerðarbæjum, þeir draga. enga dul á það í blöð- um sínum að þeir eru fegnir því að íslending- arnir eru ekki hættir að koma og að þeir halda áfram að flytja inn hina miklu veiði sína og færa íbúunum með því vinnu og peninga. fslenzku sjómennirnir og útgerðarmennirnir mega ekki bregðast Fleetwood, þótt aðrar leiðir virðist opnar um stundarsakir. Heldur eiga þeir að lialda áfram að gera Fleetwood að þeirri fiskimiðstöð, sem íbúana dreymir um. En þá verður líka að vinna að því að gera Fleetwood að öðru heimili fyrir sjómennina. Sú skömm má ekki viðgangast, að þeir hafi ekki í aðra staði að venda en „Stóra-Helvíti“ í Grimsby og „Rörið“ í Fleetwood, þegar þeir koma til þessara staða með afla sinn. Það þarf að skapa þeim viðun- andi samastað á þessum stöðurn, heimili, sem VÍKINGUR 199

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.