Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 31
að geta náð í vatn og v istir, og þar var síður en svo staður til að bíða og sitja eftir tæki- færi til að gera strandhögg í nýlendum Spán- verja á vesturströnd Suður-Ameríku. Selkirk var í þetta sinn siglingafi’æðingur á „Cinque Ports“, sem var annað skip Dampiers, en sá sem því sigldi var Capt. Pickering. Hann andaðist á leiðinni, en í stað hans tók Capt. Strandling við stjórninni. Þessi umskipti voru óhliðholl Selkirk. Á meðan dvalið var við Juan Fernandez kom uþp heiftarleg rimma á rnilli Strandlings og manna hans, og þó hún væri út- kljáð, hefur sennilega undir niðri lifað í haturs- glæðum hjá mörgum skipverjum. Eftir því sem fram kemur síðar, má álíta að Selkirk hafi ver- ið riðinn við þetta uppþot. Þarna úti fyrir Juan Fernandez háðu víking- arnir orustu við franskt skip, og báru hvorugir sigur úr býtum. Skömmu síðar heppnaðist þeim að taka spánskt skip herfangi. Öll þessi fyrir- höfn og ferðalag hafði valdið mestu vonbrigð- u.m. Fengurinn hafði orðið nær enginn, í sam- anburði við jafn dýran leiðangur. Skuldin féll á Dampier, vegna þess hve hann var reikull í ráði, og þrátt fyrir hinn góða orðstír, sem hann naut, var hann elcki heppinn fararstjóri. Að endingu magnaðist andúðin til hans svo mik- ið, að þeir slitu félagsskap, og tók hver sitt skip með það fyrir augum að starfa óháðir í framtíðinni. Meðan þessu fór fram, hafði Selkirk fengið al- veg nóg af Strandling og þegar „Cinque Ports“ kom nokkru síðar til Juan Fernandez, kom upp mögnuð deila milli þessara fyrrnefndu manna, sem endaði með því að Selkirk heimtaði að vera látinn í land. Strandling samþykkti það með gleði, og Selkirk fór. Á síðasta augnabliki gugn- aði hann þegar hann sá örlög sín framundan. Þegar hann stóð á ströndinni og báturinn hélt til skipsins aftur, bað hann um að taka sig um borð í skipið. Strandling vildi ekki ljá þeirri bæn eyru. Maðurinn hafði óskað eftir útlegðinni, út- lagi skyldi hann verða, og útlagi var hann orð- inn. Þótt einkennilegt megi virðast, atvikaðist allt svo, að Selkirk hefði mátt þakka Strandling fyr- ir hörkuna. Þegar „Cinque Ports“ sigldi frá Juan Fernandez, féll skipið í hendur Spánvoi ja, og áhöfn þess var flutt til Lima, þar sem skip- verjar voru fangar í eynid og volæöi í U ár. Það var því Selkirk, sem varð hinn heppni. Eyði- eyjan hans var miklu unaðslegri staður heldur en fangasetur Spánverjanna. Loftslag eyjarmn- ar var ágætt, þar var góður skógur, vatn nægi- legt, ávextir og grænmeti var þar í ríkum mæli. Jafnvel mjólk og nýtt kjöt var þar fáanlegt, því að einhver, sem áður hafði heimsótt eyjuna, hafði flutt þangað geitur, sem nú höfðu marg- VtKINGVR faldast að tölu. Síðar er haft fyrir satt, að Spán- verjar hafi flutt hunda og ketti þangað til að eyða aftur dýrunum, svo að víkingar fæddu ekki lið sitt þaðan. Kettirnir höfðu mikið betri lyst á rottunum, sem voru þar óteljandi, en hundarnir náðu ekki geitunum; þær forðuðu sér í klif og snarbratta hamra, þar sem þeir gátu ekki veitt eftirför. Þegar allt er athugað, voru engar líkur tii að Selkirk mundi svelta, því að eyjan var nægta- brunnur mesti. Auk þess hafði hann fengið að taka með sér nokkur áhöld frá skipinu. Hann hafði klæðnað, sængurfatnað, eldfæri, dálítið af púðri, kúlur, tóbak öxi, hníf og nokkrar bækur. Fyrir ungan og ötulan mann mundi ekki vera mjög erfitt að lifa undir slíkum kringumstæð- um, eða í slíku umliverfi. Vissulega var Sel- kiric ekki sá fyrsti, sem hafðist við sem einbúi þarna. Árið 1680 höfðu sjóræningjar sett þarna á land Moskito-Indíána, William að nafni. Hann lifði mjög góðu lífi á eyjunni í þrjú ár. Það virtist sem hann hafi hagnýtt sér eyðiland- ið mun betur, en Selkirk, að minnsta kosti fyrst í stað, því að fyrstu mánuðina lét Selkirk sér nægja að lifa á því, sem hendinni var næst, eins og á sel og skelfiski, sem hann náði í við strönd- ina. Síðar jókst framtakssemi hans. Þá byggði hann sér hreysi úr ýmsum viðartegundum og batt saman með stráum. Við stöðuga æfingu varð hann brátt leikinn í að hlaupa geiturnar uppi, og gat á þann hátt aflað sér forða án þess að eyða púðri eða kúlum. Rottu-vaðallinn sótti mjög að honum, en þá tókst honum að ná í og temja nokkra ketti, sem síðar urðu honum til mestu ánægju. Stundum á kvöldin gældi Sel- kirk við dýrin, bæði ketti og tamdar geitur, og lét þau leika fyrir sig. Hann veiddi mikið af dýrum, ekki aðeins í pottinn, heldur þótti hon- um það sport. Þegar hann veiddi fleiri geitur en hann þurfti með til fæðu, sleppti hann þeim aftur, en markaði þær með varúð á eyrunum til að sýna eignarrétt sinn á þeim. Einu sinni var hann næstum búinn að týna lífinu við þennan veiðiskap. Veiðidýrið hljóp með hann á brún þverhnýptra kletta, áður en hann gat numið staðar, og bæði geitin og Sel- kirk féllu niður fyrir snarbratta hamra. Geitin varð undir í fallinu, og hafði bana af. Það bjarg- aði Selkirk. Hann lá fleiri klukkustundir með- vitundarlaus undir berginu áður en hann gat dregizt til kofa síns. Þegar Selkirk var ekki að veiðum eða leikj- um við kettina, sem hann hafði tamið, lagði hann í frístundum sínum mikla stund á trúar- vísindi. Áður fyrr hafði hann verið harðvítug- ur víkingur, sennilega hvorki betri eða verri en starfsbræður hans, en einvera hans á eyjunni hafði gjöi’samlega gagnstæð áhrif á hann og 227

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.