Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 6
Isfiiðingar eru framlakssamir og sfórnuga Viðtal við jón Guðjónsson, bæjarstjóra á Isaíirði Ritstjóri Víking's var fyrir nokkru staddur á Vestfjörðum. I þeirri för kom hann til ísafjarð- ar og hitti þar menn að máli. Þótt meginhluti ísfirzkra sjómanr.a væri á síldarvertíð fyrir Norðurlandi, og þaðan bærust aoeins hinar verstu fréttir um aflaleysi, mátti heita að hvar- vetna sæist líf og fjör og starf í höfuðborg Vestfjarða. Slík tíðindi, sem misheppnuð síld- arvertíð, eru að vísu mikil og ill fyrir annan eins útgerðarbæ og ísafjörður er. En menn létu það ekki um of á sig festa. Á ísafirði ríkti þrátt fyrir allt bjartsýni og stórhugur. — Jú, síldar- leysið var áfall. Því neitaði enginn. Það hlaut að gera erfiðara fyrir um framkvæmdir aliar. En menn vissu fyrr að síldin er kenjótt og keipótt. Ekki þýddi að missa móðinn íyrir það. — Meðan ritstjóri Víkings dvaldi á ísafirði naði hann tali af bæjarstjóranum, Jóni Guðjónssyni, og spurði frétta um helztu framkvæmdir í út- gerðarmálum, sem þar væru á döfinni. Bæjar- stjóri leysti vel og greiðlega úr spurningum öllum. — Er ekki hugur í ykkur Isfirðingum að auka bátaflotann? — Jú, hér hafa verið gerðar ýmsar ráðstaf- anir til eflingar skipastólsins. Hingað eru vænt- anlegir fimm eða jafnvel sex bátar frá Svíþjóð, 80 smál. hver. Tvo þessara báta á Samvinnu- félag ísfirðinga og tvo á H.f. Njörður. Fimmti báturinn verður eign H.f. Valur, er átti togar- ann Skutul. Loks mun sjötti Svíþjóðarbáturinn einnig vera á döfinni, en ekki hafði verið geng- ið frá kaupum á honum þegar ég vissi síðast. — Hefur bærinn engin afskipti af þessum bátakaupum? — ísafjarðarbær hefur stutt kaupin með því að lofa vaxtalausu láni, sem nemur 37.500 kr. á hvert skip. — Hvað getur þú sagt mér fleira um vænt- anlegar útgerðarframkvæmdir í bænum? Bæjarstjóri þrífur heljarmikinn prótókoll, opnar hann á tilteknum stað, leggur fyrir fram- an mig og segir: — í ársbyrjun 1943 kaus bæjarstjórn ísa- fjarðar svonefnda Atvinnumálanefnd, eins og þú getur séð hér í fundargerðarbókinni. Ég les: 22. janúar 1943. „Bæjarstjórn samþykkir að kjósa 5 manna nefnd, til að athuga og gera tillögur um, hvað sé hægt að gera til þess að forðast það, að hér komi atvinnuleysi að stríðinu loknu, hvaða at- vinnutæki væfi nauðsynlegt að reisa, með hvaða fyrirkomulagi væri heppilegast að reka þau og á hvaða hátt yröi mögulegt að afla fjár til þeirra“. — Nefnd, segi ég, og er kannske ekki allt of mikill lotningarhreimur í röddinni. Hefur þessi nefnd ekki sofið svefni hinna réttlátu, líkt og helzt til oft er háttur slíkra nefnda? — Ekki allskostar, segir bæjarstjóri og sýnir mér fundargerðabók uefndarinnar. — Atvinnu- málanefnd hefur leyst af höndum gott starf, og er þess að vænta, að árangurinn verði brátt sýnilegur hverjum manni er hingað kemur. Höfuðverkefni net'ndarinnar hefur verið í því fólgið, að athuga möguleika á smíð og rekstri fiskiðnaðarfyrirtækis, þar sem sameinaðar væru í eina heild ýmsar tegundir fiskiðnaðar. — Og hversu langt hefur því máli þokað f ram ? — Sumarið 1943 sneri nefndin sér til dr. Þórðar Þorbjarnarsonar og bað hann að vera til aðstoðar og ráðuneytis í þessum efnum. Tók dr. Þórður að sér að gera tillögur um fyrir- komulag og rekstur hins væntanlega fyrirtækis. Vann hann fyrst að málinu hér heima, en á síðastliðnu ári fór hann til Ameríku á vegum ísafjarðarbæjai' til að kynna sér sem gerst nýj- ungar allar á sviði fiskiðnaðarmála, svo og fyrirkomulag slíkra verksmiðjuheilda, sem þarna voru áætlaðar. Eftir að dr. Þórður kom út utanförinni vann hann að áætlunum sínum 202 VlKINGVa

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.