Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 5
Nýlega er út komin Ijóðabók eftir Guðmund Inga Kristjánsson, skáld á Kirkjubðli í Bjarn- ardal. Þegar fyrsta Ijóðabók hans, Sólstafir, kom út fynr r.okkruin árum, vakti hún all- mikla athygli. Mun marga Ijóðavini fýsa að kynnast hinni nýju bólc Guðmundar Inga; er hann nefnir S ólb r á ð.. Sjómannablaðið Víkingur liefur fengið leyfi skáldsins til að birta tvö kvœði úr bókinni. GuQmundur Incji:. TVÖ KVÆÐl BJARMALAND. Þeir létu í haf úr höfnum draums og kyrrðar, af hvítum skipum felldu leguband. Þeir völdu skáld og hetjur sér til hirðar að herja á Bjarmaland. 1 fjarskans clulri, fagurskyggðri móðu þeim frjálsir vinclar bentu á Austurheim. í fjöru hópar hversdagsbúnir stóðu og horfðu á eftir þeim. Þá gerði storm. Þeir stýrðu traustum greipum og stefndu í rok og drif í Austurveg. Um Hvítahaf, er særinn sauð á keipum, var sigling frækileg. Þeir vissu skil á veðrum, átt og degi, því varð ei fár, þótt stormur reyndi band. þeir skyldu finna í f jarskans Austurvegi sitt fyrirheitna land. Þá bar að strönd. Þcir stigu fótum djörfum til strandhöggs þar, og föngin urðu góð. Með Gusisnautum, hæfnum ættarörvum, þeir unnu land og þjóð. Þeir sigldu heim á hvítum sigurskipum með hlut og gleði viturs afreksmanns, sem hleður skip sitt auði og úrvalsgripum síns ævintýralands. Er heimaþjóð leit segl af sigrum stafa og silfurbjarmann leika um stafn og skut, þá vildu miklu fleiri farið hafa og fengið slíkan hlut. Þá ortu skáldin óð með háttum dýrum um undralandsins gidl og töframögn. Og frægðin hljómar enn í ævintýrum og ódauðlegri sögn. SILKISIF. Vísur Örvar-Odds. Eftir víðförullt líf mitt milli landa kom ég loks í þá sólroðnu borg, þar sem ungmær í yndisleik sínum hefur orðið mín gleði og sorg. Því að undrunarverð eru hjartans hrif. Hvar sem geng ég og fer, aldrei gleymi ég þér, drottning æskunnar, Silkisif. Þótt ég sniðbeiti langt fjarri löndum og í löðrandi brimhnútum sé, yfir stafninum svipur þinn stendur, og hann stafar á unnir í hlé. 1 Gegnum rjúkandi hrannir og drafnar drif hef ég fundið þann yl, sem er fegurstur til, voryl hjarta þíns, Silkisif. Ég hef unnið mér hetjunnar hróður, þannig handlék ég örvar og svérð. Og með Ijóðfrægð og loggyllta bauga icom ég lofsæll úr Bjarmalandsferð. Því er gullblær um nafn mitt og sagna svif. En ég léti þá frægð og þá fjármuna gnægð fyrir hönd þína, Silikisif. Þó er lán mitt við haf og við hernaö'. Þar á heimurinn fidlkominn svip. Engin ró, engin borg, engin brúður getur bundið mitt víkingaskip. Og hin leitandi sál er sem bárubif. Því er ástin til þín bæði ógæfa mín og mín hamingja, Silkisif. VlKlNGUK 201

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.