Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 13
hafnar á hverjum dcgi, en beittu og gerðu að fiskinum um borð. Strax og Loftur kom til Sandgerðis, fjölgaði þar einnig aðkomubátum, sem keyptu sér við- leguleyfi og aðstöðu til róðra á vertíðinni. í fyrstu voru bátar þessir einkum frá Akranesi, en brátt kom þar, að til Sandgerðis streymdu bátar víðs vegar að. Má óhætt segja, að með komu Lofts hófst mikið athafnalíf í Sandgerði. Stækkaði Loftur allmikið hús þau sem fyrir voru, þar á meðal íshúsið. Rak hann stöðina af dugnaði og myndarskap. Margir höfðu góða at- vinnu í landi á vertíðinni, auk þess sem sjó- menn báru oftast mikið úr býtum, þegar miðað er við það sem annars staðar var. Fiskvinna var mikil að sumrinu. Kvenfólk kom fjölmargt úr Garði, af Miðnesi og víðar að, vaskaði fisk- inn og þurrkaði hann. Síldveiðar voru hins veg- ar sáralítið stundaðar í Faxaflóa á þessum ár- um, og var mikil beitusíld fengin frá Norður- landi. Haraldur Böðvarsson. Þegar er Loftur hafði dvalizt árlangt í Sand- gerði og gert þaðan út eina vertíð, þótti sýnt, að þar væru ágæt skilyrði til vélbátaúrgerðar. Einkum var þessi skoðun ofarlega í hugum manna á Akranesi, því að þaðan var Loftur. og þar var, af eðlilegum ástæðum, einna mest tal- að um framkvæmdir hans. Á Akranesi óx upp um þessar mundir mann- val mikið svo sem síöar hefur komið greinilega í ljós. Einna fremstur í þeim hópi er sá maður- inn, sem um langan aldur hefur borið höfuð og herðar yfir aðra atvinnurekendur á Akranesi, og þótt víðar væri leitað. Sá hinn sami maður var og um nær þrjá tugi ára annar helzti mátt- arstólpinn í Sandgerði, og átti meginþáttín í því, ásamt Lofti Loftssyni, að gera þann stað að einu stærsta útgerðarþorpi landsins. Mað- urinn var Haraldar Böðvarsson. Haraldur Böðvarsson er fæddur árið 1889 á Akranesi. Foreldrar hans voru Böðvar kaup- maður Þorvaldsson og kona hans Helga Guð- brandsdóttir bónda í Hvítadal Sturlusonar. Löngu áður en Haraldur varð lögaldra, tók hann að fást við útgerð á eigin spýtur, þótt í smá- um stíl væri til að byrja með. Átján ára gamall keypti hann, ásamt öðrum manni, gamlan sex- æring og gerði hann út um skeið. Næsta ár festi hann kaup á litlum vélbát, er Höfrungur hét. Annaðist Haraldur af hinni mestu fyrir- hyggju um þessar fleytur sínar. Árið 1913 lét Haraldur ásamt öðrum manni, smíða vélbátinn Víking, er var 10 smálesta stór. Vetrarvertíð- ina 1914 var Víkingur í viðlegu hjá Lofti Loft- syni í Sandgerði, og tókst vel til um útgerð- hans. Haraldur sá það glögglega, þegar er hann VÍKINGUR kynntist Sandgerði, að þar var um mikinn framtíðarstað að ræða. Þetta hið sama ár, 1914, leigði hann allstóra lóðaspildu af landi Einars bónda Sveinbjörnssonar í Sandgerði, og hóf þegar að reisa þar nýja útgerðarstöð frá grunni. Naut hann við þetta hjálpar föður síns og tókst með framsýni mikilli og dugnaði að sigra allar torfærur. Lét hann smíða állstór verzlunar- og vörugeymsluhús, salthús, sjóbúðir og bræðs'lu- skúr. Haraldur Böðvarsson. Næsta ár lét Haraldur gera bryggju og íshús. Hélt hann svo áfram að fjölga byggingum eða stækka þær, sem fyrir voru, unz upp hafði risið mikil þyrping húsa, og taka mátti til fastrar viðlegu um 20 báta á stöðina. Voru byggingar flestar af miklum myndarskap gerðar, eftir því sem þá var talið hæfa; að langmestu leyti úr steini og vel vandaoar. Jafnhliða þessum framkvæmdum í Sandgorði, liélt Haraldur áfram að auka bátaflota sinn. Árið 1914 lét hann ásamt fleiri mönnum smíða vélbátinn Egil Skallagrímsson, er hann keypti síðar allan. Árið 1916 festi Haraldur kaup á vélbátnum Stíganda. Upp frá því jók hann báta- eign sína svo að segja á ári hverju. Eignaðist hann þá m. a. vélskipið Skalla, 41 smál. að stærð, einnig bátana Þorstein Egilsson, Geir goða, Reyni og Skírni. Sá var jafnan háttur Haraldar Böðvarssorar, að hann hafði báta sína í Sandgerði blómann úr vetrarvertíðinni, en flutti þá til Akraness og gerði út þaðan er honum þótti það vænlegra til árangurs eða hentugra. Auk sinna eigin báta, hafði hann á sínum snærum í Sandgerði mikinn hóp viðlegubáta víðs vegar að af landinu. Voru þeir jöfnum höndum af Akranesi, úr Hafnar- firði, Reykjavík, Vestmannaeyjum, Isafirði eða Eyrarbakka. Bátar þessir fengu allar sínar 209

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.