Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 22
Karfaveiðar og karfavinnsla Fyrir skömmu kom út bók um tíu ára störf Fiskimálaneindar. Bókina ritaði Amór Siejur- jónsson, og er hún 182 bls. að stærð. Þar er saman kominn allmikill fróðleikur um þróunina í fisksölu, fiskiðnaði og fiskveiðum síðustu tíu árin. Einkum er gerð rækileg grein fyrir hrað- frystihúsunum og störfum þeirra. Hér birtist einn kafli bókarinnar, sá er fjallar um karfa- veiðar og karfavinnslu. Karfavinnsla fer af stað. Karfi hefur frá fornu fari veiðzt lítilsháttar með öðrum fiski hér við land, og hefur sumum þótt hann góður í soðið. „Karfinn feitur ber fín- an smekk“, segir Hallgrímur Pétursson. Ekki var karfinn þó talinn meðal aðalnytjafiska, og lengi var það svo, að hann var ekki útflutnings- vara. Þegar togarar tóku að stunda veiðar á djúpmiðum fyrir Vestfjörðum, var það ekki ó- títt, að varpan fylltist af karfa. Urðu sjómenn- irnir að moka honum aftur í sjóinn, og var það ekki kirkjusöngur, er þeir sungu yfir honum. Kristján Torfason gerði eitt sinn tilraun til þess að bræða karfa með gamalli síld á Sól- bakka, en eklíi varð úr því arðvænn atvinnuveg- ur að sinni, og fer svo oft um fyrstu tilraun. Þegar togarar hófu ísfisksölu til Þýzkalands, reyndist karfinn verðmætur þar. Óx þá vegur hans nokkuð, þó að ekki væri enn mikill þokki á honum. Sumarið 1935 kom ungur fiskiðnfræðingur, dr. Þórður Þorbjarnarson, á fund Fiskimála- nefndar og skýrði henni frá rannsóknum, er hann hafði gert á fjörefnaauðgi karfalifrarlýs- is. Þessar rannsóknir sýndu, að í karfalýsi var tífalt meira af A-fjörefni og 50—70% meira af l)-f jörefni. en í þorskalýsi. Hér gat því verið um mjög mikilvægt verðmæti að ræða. Jafnframt því að dr. Þórður skýrði nefndinni frá þessum rannsóknum sínum, lagði hann fyrir hana tillög- ur um karfavinnslu í stórum stíl. Hann gerði nefndinni ljóst, að eðlilegt væri, að íslendingar hefðu forystu um karfaveiðar og karfavinnslu, og líldegt væri, að þeir gætu að miklu leyti setið að þcssu einir, þar sem mikill hluti þess karfa, sem þá fengist í Evrópu, væri veiddur hér við land, en þann karfa veiddu þá Þjóðverjar aðal- lega, en Norðmenn, Hollendingar og Belgar lít- ilsháttar. Árið 1933 höfðu 56,6% af öllum veidd- um karfa veiðzt hér við land. Fiskimálanefnd þótti þetta mál harla athygl- isvert og ákvað að koma af stað tilraunum um karfavinnslu. í ágústmánuði 1935 ákvað nefnd- in, að leita. samvinnu við Síldarverksmiðjur rík- isins um það, að verksmiðjurnar gerðu tilraun með karfavinnslu, en nefndin skyldi taka þátt í halla, ef einhver yrði á tilraununum, með allt að 50 aurum fyrir hvert mál, er í bræðslu veidd- ist. Stjórn Síldarverksmiðjanna tók þessu máli vel. Síldveiðin brást síðari hluta sumarsins 1935, og voru togaraeigendur fúsir til að senda nokkra togara á karfaveiðar. Fóru 6 togaranna til veiða á þau karfamið, er þá voru kunnust, Halamiðin, og fengu þar góðan afla. Veiadu þeir samtals fram til hausts 6126 tonn af karfa auk þorsks, sem var saltaður, og ufsa, sem ann- aðhvort var flakaður 1 salt eða hertur. Úr karfa- aflanum voru unnin 1060 tonn af karfamjöli og 346 tonn af karfabúklýsi. En úr karfalifr- inni, sem verðmætust var haldin, var ekki hægt að vinna lýsi að þessu sinni vegna skorts á vél- um. Var því reynt að senda lifrina saltaða og frysta á erlendan markað. Saltaða lifrin reynd- ist óseljanleg. Fyrir frystu lifrina fékkst að vísu sæmilegt verð, en kostnaður við frysting- una var svo mikill, að ljóst mátti vera, að það var enginn framtíðarlausn um meðferð þessarar vöru. Karfamjölið reyndist að efnasamsetningi og gæðum vera mitt á milli fiskmjöls og síidar- mjöls. Karfabúklýsið þótti og sæmileg vara. Karfamjöl og karfabúklýsi seldist sambæriiegu verði við síldarmjöl og síldarlýsi. Tilraunin þótti því hafa gefizt vel og lofa enn meiru, þeg- ar tækifæri fengjust til vinnslu lifrarinnar. Karfaárið mikla. Þetta varð til þess, að áhugi á karfaveiðum greip m.iög um sig, og hugðu það ýmsir, að þær mundu jafnvel verða arðvænastar allra fisk- veiða hér við land. Þótti þeim Fiskimálanefnd varla nógu vakandi í forystu sinni um þessi mál. En í því var forysta nefndarinnar einkum fólg- in, þegar hér var komið sögu, að hún gerði út mikla leiðangra í leit að nýjum miðum sumarið 1936, og var leit að nýjum karfamiðum eitt höf- uðverkefnið. Fundust í þeirri leit auðug karfa- mið út af Austfjörðum og reyndar víðar auk VlKlNCUR 218

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.