Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 24
1 Landsýn. Málverk eftir Jón Stefánsson. vissu yfir 40 ára, og þá gat verið hættara við að gengi á stofnmn við mikla veiði. Það kom enn í ljós, að veiðin fór þverrancli á næstu sumr- um, og voru þá flestir jafnfljótir til að hætta karfaveiðunum scm þeir höfðu verið fljótir að taka þær upp. Lengst hélt útgerðarfélagið Ó. Jóhannesson & Co. áfram karfaveiðum og karfavinnslu. Þróun þessarar veiði og hnignun má sjá nokk- urn veginn af útflutningsskýrslunum, þó að eitt- hvað af vörunum- væri oft flutt út næsta ár, eftir að þær voru unnar úr karfanum. Þær eru hér teknar fram yfir aflaskýrslur, af því að þær sýna líka verðið, sem fyrir karfann fékkst: Árið 1935 seldist úr landi: 930.000 kg. karfamjöl fyrir .... kr. 184.341 293.594 — karfabúldýsi fyrir . . — 118.033 Karfi seldist alls fyrir kr. 302.374 og auk þess fékkst eitthvað lítilsháttar fyrir karfalifur, en það er eigi greint frá verði ann- arrar lifrar. Á tímabilinu 1936—1941 seldist karfaafurðir sem hér greinir: 1936 5.488.800 kg karfamjöl kr. 1.001.201 21.001 — karfallifrarlýsi — 119.530 1.402.887 — karfabúklýsi — 527.677 Samtals kr. 1.648.408 1937 2.030.260 kg karfamjöl 35.392 — karfalifrarlýsi 526.550 — karfabúklýsi kr. 427.891 123.862 196.207 Samtals kr. 747.960 1938 1.728.000 kg karfamjöl 13.241 — karfalifrarlýsi 378.435 — kafabúklýsi kr 374.168 54.179 108.566 Samtals kr. 536.913 1939 859.900 kg karfamjöl 3.310 — karfabúklýsi kr. 305.204 1.167 Samtals kr. 306.371 1940 1941 ekkert. 1200 kg karfalifrarlýsi kr. 13.360 Þó að karfaveiðunum hafi þannig verið hætt í bráð, er ekki ólíklegt, að þær verði aftur upp teknar í einhverri mynd, og þá er reynsla ár- anna 1935—1940 ekki ónýt, auk þess sem það var ekki einskis virði, er fyrir karfann fékkst þau ár. Það sem einkum bendir til þess, að þess- ar veiðar séu ekki úr sögunni fyrir fullt og allt, er verðmæti karfalifrarlýsis, sem er meira en nokkurs annars lýsis úr sjófangi, og vaxandi sala á honum flökuðum og frystum, eftir að neytendur hafa kynnzt því, hve góður matur hann er. 220 Y1KIN G V R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.