Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 17
Fiskur á bryggju í SandgerÖi. .fæst enn við útgerð, og er nú Gísli sonur hans einn fremsti aflamaðurinn í Sandgerði. Stjórn- ar hann Gunnari Hámundarsyni hinum nýja. Er því líkast sem heppni og aflasæld erfist stundum mann fram af manni, og má færa mörg dæmi því lil sönnunar, þótt ekki verði það gert hér. Þorbergur Guðmundsson á Jaðri í Garði, var lengi meö Óðinn frá Gerðum. Síðustu formanns- ár sín stjórnaði hann nýjum bát, Faxa að nafni. Þorbergur var frábærlega athugull og góður fiskimaður. Brást honum aldrei vertíð. Marga fleiri röskleikamenn mætti að sjálf- sögðu nefna, þótt ekki sé það gert að sinni. Síðar mun lítið eitt vikið að þeim skipstjórum, sem fram úr hafa skarað í Sandgerði ur.dan- farin ár. Hitt og þetta um útgerðina. Ekki var róið með langa línu hin fyrri ár vélbátaútgerðar í Sandgerði. Voru og landróðra- bátar miklum mun minni en síðar, fæstir meira en 12—18 smálestir, sumir jafnvel minni. Al- gengt var það allt fram yfir 1920, að hefja ver- tíð með því að beita ein tíu bjóð (50 lóðir). Á útmánuðum, þegar nótt tók að lengja, var línan jafnan aukin og farið með tólf bjóð í róður. Það var hámark. Að sjálfsögðu var til- kostnaður allur stórum minni en síðar varð, eftir að tekið var að róa með mjög langar dræs- ur. Nú er algengt að bátar fari með 40—45 bjóð í hvern róður þegar fram á kemur, enda fer obbinn af sólarhringnum í að leggja þessi feikn öll og draga. Til þess að fáist nokkur samanburður á línulengd og beitunotkun nú og fyrir 25—30 árum, skal eitt dæmi tekið. Á vetrarvertíðinni 1917 fór vélbáturinn Egill Skallagrímsson frá Akranesi með tæpar 40 tunnur síldar alla vertíðina. Ilann var þá afla- hæstur allra þeirra báta, sem réru frá útgerð- arstöð Haraldar Böðvarssonar. Nú er algengt að bátar fari með 400 tunnur síldar yfir vertíð- ina, og hefur beitunotkunin komist upp í 500 tunnur. Síðari hluta vertíðar þegar dag tekur að lengja, fara bátar með allt að sex tunnur síldar í róðri, enda róa þeir þá með yfir 40 bjóð. Þess ber að gæta, í tilefni af þeim saman- burði, sem hér hefur verið gerður, að róðra- fjöldi báta yfir vertíðina hefur vaxið mjög. Áður þótti skaplegt ef hægt var að fara 40 —45 róðra frá því snemma í janúar og fram undir miðjan maí, en nú fara flestir bátar 80 —90 róðra á sama tímabili. þetta stafar að verulegu leyti af bættum og stækkuðum skipa- kosti, en kann þó að liggja nokkuð í síharðnandi samkeppni um sjósókn og aflabrögð, sem ligg- ur við að sé orðin um skör fram. (Þriöja og isíðasta greinin um Sandgerði birtist í næsta blaði). VtKINGUR 213

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.