Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 23
þeirra, er áður voru kunn. Annars þykir rétt að birta hér þegar nokkuð af því, er segir í skýrslu til nefndarinnar um þessa leit að karfamiðum, því að þar er bending um það, hvers raunveru- lega mátti vænta af karfaveiðunum: „Það er auðsætt, að karfi er einhver algengasti fiskur hér við land, og má víða veiða mikið af honum. En því miður virðast óvíða vera þvílík ódæmi af karfa, að það borgi sig að veiða hann til bræðslu jafn ódýr og hann er. Sterkar líkur virðast benda á það, að helzt hópist karfinn saman í hundruðum þúsunda eða jafnvel milljónum, þar sem eru sterk straumamót. Úti fyrir Vestfjörð- um, meðfram austurströnd Grænlands, rennur hinn kaldi Austur-Grænlandsstraumur í sterkri kvísl til suðurs. Þegar Golfstraumurinn (Irm- inger-straumurinn) rennur norður með Vest- fjörðum, mæðir vinstri hlið hans (vesturhliðin) á vinstri hlið (austurhlið) Austur-Grænlands- straumsins. Kvísl af Golfstraumnum beygir þá til suðurs með Austur-Grænlandsstraumnum, en á takmörkunum verða þó sterk straumamót. Þessi straumamót cru einmitt á Halanum og lengra suður.1) Svipuð straumamót eru einnig við norðausturhorn íslands, þar sem Golf- straumurinn „tekur iand", en Pólstraumurinn kemur að norðan suður með Austfjörðum, og mætti því einmitt búast við, að þar væru karfa- mið“. En löngu áður en árangurinn af þessari leit að karfamiðum var fram kominn, voru karfa- veiðarnar og karfavinnslan komin af stað. Út- gerðarfélagið Ó. Jóhannesson & Co. hafði brugðið svo hart við að reisa karfavinnslustöð á Patreksfirði, að stöðin var tilbúin til starfa í júnímánuði 1936. Síldarverksmiðjur ríkisins öfluðu sér einnig tækja til að bræða karfalifur, og voru þær tilbúnar að hefja karfavinnslu þeg- ar í malmánuði. Neskaupstaður keypti karfa- vinnslutæki í síldarbræðslu sína, og lánaði Fiskimálanefnd 15.000 kr. til þess. Mikill aflabrestur varð á vetrarvertíðinni 1936. Varð það enn til þess að ýta undir karfa- útgerðina. Sex togarar hófu karfaveiðar í maí og júní. Tveir þeirra lögðu afla sinn upp í hina nýreistu vinnslustöð á Patreksfirði, en fjórir á Flateyri, í Síldarbræðslustöð ríkisins á Sól- bakka. Einn þessara togara hætti karfaveiðum í júlí, en hinir héldu áfram veiðinni óslitið til septemberloka. Auk þessa stunduðu togarar karfaveiðar stuttan tíma, áður en síldveiði hófst. Þegar þraut herpinótaveiði á síldfiski, tóku enn nokkrir togarar upp karfaveiði, svo að alls urðu 18 togarar til þess að stunda þá veiði á árinu. Úthaldstími þeirra allra varð 1180 dagar og heildarafli 31.596 tonn af karfa auk 1) Þar sem karfinn haföi aðallega veiðzt 1935 og fyrr. 1660 tonna af öðrum fiski, er tekinn var í salt. Af þessum karfaafla fóru 20,6% til vinnslu á Patreksfirði, 39,5% á Sólbakka, 14,6% til síld- arvinnslustöðvar Kveldúlfs á Hesteyri, 7,1% til síldarvinnslustöðvarinnar á Djúpuvík, 16,9% til síldarvinnslustöðva ríkisins á Siglufirði, 0,1% til síldarvinnslustöðvarinnar á Seyðisfirði og 1,2% til síldarbræðslustöðvarinnar á Norðfirði. Sést af þessu, að margir voru fúsir til þátttök- unnar, þó að sumstaðar væri skammtað smátt. Úr karfanum voru unnin um 5600 tonn af mjöli, 1400 tonn af búklýsi og 50 tonn af lifrarlýsi. Allt seldist þetta sæmilegu verði. Karfamjölið seldist á 18 aura. kr. fob., þar sem eigi fékkst nema 16 aurar fyrir hvert kg. af síldarmjöli, karfabúklýsið seldist á 38 aura hvert kg., en síldarlýsið á 34 aura, en karfalifrarlýsið seldist á 5,69 kr. hvert kg. eða meira en sexföldu verði við meðallýsi úr þorsklifur, sem seldist á sama tíma á 93 aura hvert kg. Forgöngumenn karfaveiðanna og karfa- vinnslunnar gátu því horft mcð ánægju á árang- urinn af þessari litgerð sinni 1936. Hún "nafði bæði fært atvinnuaukningu og auð í land. Síld- arbræðslustöðvar ríkisins höfðu einar saman greitt 300 þús. kr. í vinnulaun við karfavinnslu og hátt á 6. hundrað þús. kr; til veiðiskipa fyrir karfa, og þó höfðu þær ekki tekið móti nema 56,4% af karfaaflanum. Selt hafði verið úr landi karfamjöl, karfabúklýsi og karfalifrar- lýsi fyrir 1650 þús. kr. og birgðir, sem eftir voru, a. m. k. 400 þús. kr. virði. Karfaveiðainar að hausti og vori sýndust til þess kjörnar að veita togaraflotanum verkefni, þegar annars var oftast lítið fyrir hann að gera, og ef síld- veiðin brygðist, sýndist leið að snúa flotanum að karfaveiðum. Karfinn hafði reynzt fremur auðunninn og salan sæmilega greið á þeirri vöru, er úr honum var unnin. Ókostur þótti það að vísu, að langt var að flytja veiðina til stærstu síldarvinnslustöðvanna. En menn höfðu ekki svo miklar áhyggjur af því. Þeim þótti sem fiskimálanefnd gæti bætt togurunum þá vega- lengd upp með styrk, því að það gerði hún 1936, þá með 50 aurum hvert mál, sem flutt var til Siglufjarðar. Veiði hnignar og vinnsla þverr. Eitt var þó áhyggjuefni. Menn gátu ekki lát- ið vera að spyrja: Getur slíkur uppgrípaafli og var 1936 haldizt, ef tekið yrði að stunda veið- arnar af kappi? f skýrslunni að leitinni að karfamiðunum hafði verið sagt: „En því rniður virðist óvíða vera þvílík ódæmi af karfa, að það borgi sig að veiða hann í bræðslu“. Við athugun á karfakvörnum kom í ljós, að karfinn varð yf- irleitt gamall móts við aðra fiska, jafnvel með y ! hlNCl'R 219

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.