Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 14
nauðsynjar hjá verzluninni. Hún keypti aftur af þeim fislcafurðirnar og lét í té svefnskála fyrir skipverja, beitingaskúra, fiskaðgcrða- svæði og' þar frarn eftir götunum. Þá var og mikill fjöldi svonefndra útilegubáta, sem sótt- ist eftir að skjótast inn á Sandgerðishöfn. Gerðu þeir oft og einatt samninga við annan hvorn út- gerðarmanninn á staðnum, Harald eða Loft, um að fá hjá þeim kost, veiðarfæri, salt og beitu, en seldu þeim aftur lifrina úr fiskinum eða lýs- ið. Voru oft mikil viðskipti við þessa báta, enda komu þeir sömu oft ár eftir ár. Mátti stundum sjá vænan hóp vélbáta liggja á Sandgerðishöfn, þegar gerði frátök og útileguskipin leituðu í var. Hafði nú hróður Sandgerðis sem útgerðarstöðv- ar vaxið svo mjög, að bátaeigendur víða um land gerðust æ ákafari að fá þar viðlegu fyrir fleytur sínar. Þessi mikli vöxtur vélbátaútgerðar frá Sand- gerði hafði þau áhrif, að róðrar á opnum bátum lögðust að mestu niður í Garði og á Miðnesi, en netaveiðar höfðu löngum verið mjög mikið stundaðar í Garðsjó og víðar. Garðmenn hófu nú að koma sér upp vélbátum til viðlegu í Sand- gerði, því að hafnleysi bannar þeim heimaróðra á öllum meiri háttar fleytum. Frumherji Garð- manna í þessum efnum mun hafa verið Þor- steinn bóndi og útgerðarmaður Gíslason á Meiðastöðum. Síðan líom Guðmundur Þórðarson í Gerðum og þá hver af öðrum.1) Þegar flestir voru vélbátarnir í Sandgerði, munu hafa hafzt þar við nálega 40 landróðra- bátar, — um 20 frá hvorri útgerðarstöð, — en auk þess hafði þar bækistoð mikill fjöldi úti- legubáta, og munu þeir jafnvel hafa komizt upp í 80 eða meira. Bátanöfn ári'ö 1919. Hér fer á eftir listi yfir báta þá, sem skipt hafa við útgerðarstöð Haraldar Böðvarssonar & Co í Sandgerði árið 1919. Er hann einkum birt- ur til að sýna það. hve bátarnir voru víðsvegar að af landinu. Þess ber vel að gæta, að hér eru einungis nefndir þeir bátar, sem skipti höfðu við aðra stöðina. Álíka margir hafa verið á vegum Lofts Loftssonar þessa sömu vertíð (Þó e. t. v. eitthvað af sömu bátunum) . Að sjálfsögðu oru viðskiptareikningar þess- 1) Garðurinn á sína útgerðarsögu, og hana raerkilega. Vonandi getur Sjómannablaðið Víkingur flutt ágrip þeirrar sögu síðar, c t. v. áður en langt um líður. VlKINGVR 210

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.