Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 16
gerði, af Einari SveinbjÖrnssyni, og skiptu henni á milli sín. Einar fluttist til Reykjavíkur og átti þar heima til banadægurs. Árið 1920 keypti Haraldur Böðvarsson hjá- leiguna Tjarnarkot, og sameinaði þá landspildu aðaljörðinni. Við það varð olnbogarými meira og aðstaða betri til hvers konar framkvæmda. Rak Haraldur útgerðina í Sandgerði alla stund af fyrirhyggju og dugnaði, enda græddist hon- FiskaðgcrS. um brátt fé. Tók nú smám saman að vaxa upp þorp nokkurt í Sandgerði, utan um útgerð þá, sem þaðan var rekin. Þó hefur sá háttur jafnan haldizt, að mikill hluti þess liðsafla, sem starfar í Sandgerði á vertíðinni er aðkominn. Haraldur Böðvarsson er kvæntur Ingunni Sveinsdóttur frá Mörk. Þau giftust árið 1915, og settust þá að í Reykjavík. Þar bjuggu þau til ársins 1924, að þau fluttu búferlum til Akra- ness. Hafa þau átt heima á Akranesi síðan. Aflagarpar. Útgerðarmenn í Sandgerði voru svo lánsam- ir, að þangað völdust ýmsir dugandi og afla- sælir formenn, þegar á hinum fyrri árum vél- bátaútgerðarinnar. Sýndu þeir og sönnuðu það svo glögglega, að ekki varð um villzt, hversu auðug fiskimið þau voru, sem róið varð til frá Sandgerði. Eiga margir þessir garpar það fylli- lega skilið, að minningu þeirra sé á lofti haldið. Og þótt varla tjái að þylja nöfnin tóm, verður nokkurra þeirra hér lítið eitt getið. Hákon Haraldsson frá Akranesi var sægarp- ur mikill og harðvítugur. Hann var skipstjóri á Svani I frá Akranesi, en tók síðar við Svani II’, og sótti jafnan sjó af hörku mikilli. — Krist- jón Pálsson var höfðings- og dugnaðarmaður, og einhver hin mesta aflakló, sem um getur. Hann hafði um skeið forystu fyrir öðrum skip- stjórum er reru frá Sandgerði. Fyrstur manna suður þar hætti hann algerlega við þorskanot og veiddi eingöngu á iínu alla vertíðina. Áður hafði 212 það verið föst og ófrávíkjanleg regla, að allir köstuðu frá sér lír.unni og tóku upp þorskanet þegar sílið (loðnan) kom, en það var oftast í marzmánuði. Höfðu menn þá trú, að ekki þyadi hið minnsta að leggja línu eftir að loðnan var komin. Kristján sýndi fram á að þessi skoðun var röng. Hélt hann áfram línuveiðum þó að loðna kæmi, og fiskaði allra manna bezt. Tóku þá flestir þann hátt eftir honum, og lagðist netaveiði að verulegu leyti niður hjá Sandgerð- isbátunum. Bátur sá, er Kristjón stýrði, hét Njáll. Áttu þeir hann í sameiningu Kristjón og Loftur Loftsson. Njáll fórst 11. febrúar 1922, og drukknaði Kristjón þar ásamt hásetum sín- um öllum. Þetta var í afskaplegu útsynnings- roki, og skeði slysið lítið eitt innan við Garðs- skaga. Annar vélbátur, Björg að nafni, hafði orðið að mestu leyti samhliða Njáli, og var að lensa inn fyrir Skaga eins og hann. Sáu skip- verjar á Björgu að upp reis ofsaleg holskefla, stærri öllum öðrum. Lenti Björg í útjaðri brots- ins og var mjög hætt komin, en Njáll var í miðju hvolfi þessarar himinglæfu og stakkst á endann þráðbeint niður í djúpið. Kristjón var enn ungur maður er hann fórst, og þótti að honum rnikill mannskaði, sem og skipvei'jum hans. Jóhann Björnsson frá Svarfhóli var góður fiskimaður og traustur skipstjóri. Hann var með vélbátinn Óðinn og farnaðist vel. Jón Sigurðsson frá Akranesi var með Sigur- fara og gekk vel. Fiskíiðgerðarhús Haraldár Böðvarssonar. Valdemar Eyjólfsson stýrði Agli Skallagríms- syni um skeið. Hann var einnig Akurnesingur, heppinn formaður. Með Svan II var í tímabili Árni Þorkelsson, aflamaður góður. Halldór Þorsteinsson í Vörum í Garði, sonur Þorsteins Gíslasonar útgerðarmanns á Meiða- stöðum, var aflasæll mjög og garpur hinn mesti. Stýrði hann Gunnari Hámundarsyni. Halidór VlKlNGVR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.