Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 25
LJOSABALKUR Til er mikill sægur siglinga- og sjóferðavísna frá ýmsum tímum. Hafa menn stytt sér stundir við að kasta þeim fram bæði að fornu og nýju. Harla misjafn er sá kveðskapur, og fer það að vonum. Margar eru dægurflugurnar, sem skortir allt lífsgildi og detta því andvana niður óðar en þær fæðast á vörum höfundar. Aðrar eru hagleikssmíðar, sem standast oft og einatt tönn tímans. Glæsileg er myndin, sem dregin er upp af siglingum fornra herskipa í Völsungakviðu: Varð ára ymur og járna glymur, brast rönd við rönd, reru víkingar; eisandi gekk und öðlingum lofðungs floti löndum fjarri. Svo var að heyra er saman komu kólgu fvstir og kilir langir, sem björg eða brim i brotna mundi. Snúast hér að sandi snævgir kjólar, rakka hirtir og ráar langar, skildir margir, skafnar árar, göfugt lið gylfa glaðir Ylfingar. Allvíða er vikið að síglingum og sæförum í kvæðum dróttskáldanna.. Margt af þeim kveð- skap er þunglamalegt og lífvana, hugsanir. og líkingar múlbundnar af þrautskorðuðu fórmi. Þó eru þar undantekningar ýmsar, eins og þessi ágæta vísa Hallfreðar vandræðaskálds: Hnauð við hjartasíðu lireggblásin, mér ási, mjög hefur unnur að öðru aflað báni skafli MaiT skotar mínum knerri ' mjög er eg votur, af rökkvi munat úrþvegin eira i alda sínu skaldi. Þegar kemur fram undir aldamótin 1300 er kveðskapur tekinn að iosna úr fjötrum hinna dróttkvæðu hátta. Um þær mundir verða til siglingavísur á borð við þessa: Eigi sér lil Alda, eriun veslur í haf komnir, allur ]>ykir mér Ægir sem í eimyrju sæi; hrynja háar bárur, haug verpa svanflaugar, nú er Elliði orpinn í örðugri báru. Flestir kannast við þessa snilldarvísu úr Víg- lundarsögu. Hún er talin vera frá 14. öld. Eigi má ég á ægi ógrátandi líta síðan málvinir mínir fyrir marbakka sukku. Leiður er mér sjóar sorti og súgandi bára, heldur gerði mér harðan harm, í unna faðmi. Fallegar eru siglingavísurnar margar í ýms- um hinum elztu rímum, þar sem er eins og saman renni dynur rímnahátta og angan þjóð- kvæða og stefja. Sigurður blindur kvað um Svoldarbardaga, í upphafi 16. aldar: Hef ég þar óð, sem út af Nið Ólafs rekkar halda, flaustum renndi frækið lið fram á æginn kalda. Svifu þar út á síldar jörð sextigi löndungs skeiða Stormi þrunginn Þrándheims fjörð þreyttu segl með rei'Sa. Svo frá ég út um Agðanes Orminn langa skríða, höfuðin gyld á flóð og fles fleyg'Su geislum víða. Bárur snúðu um snekkjur þvert, og snökuðu suður með landi, segl var hvert við síma hert, söng í hverju bandi. Þó eru gömlu rímnaskáldin fyrst í essinu sínu, er þau kveða munklöklct um ástarharma, VlKINGUR 221

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.