Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 12
liggja úti á höfn, en síðan var saltið sótt um borð á árabátum, Frá árabátunum var hver einasti saltpoki síðan borinn á bakinu og kom- ið í hús. Þá var ekki smáræðis staut við fiskverkun- ina. Allan fisk burfti að bera og draga fram og til baka, milli húsa til vöskunar, söltunar og geymslu, út á kamb til þurrkunar, heim í hús aftur o. s. frv. Einn þeirra manna, sem átti í SandgerÖisflotinn við bryggju þessu stauti árum saman, hefur lýst því á þá leið, að í raun og veru hafi allt lífið veriö ein- lægur burSur og dráttur, sí og æ, aftur og fram. Stúlkur unnu mjög mikið að störfum þessum, og var ekki talið ofverkið þeirra að bera jafnvel hundrað punda pokana á bakinu klukkustund- um saman. Oft var það við uppskipun, að nauð- syn bar til að vaða. Vöknuðu þá margir, og það jafnvel allt upp til miðs. Einatt slampaðist kvenfólkið með karlmönnunum við slíkt vos, og þótti engum mikið. Matthíasi Þórðarsyni mun ekki hafa fundizt útgerðarstöðin bera sig nógu vel. Ákvað hann því að selja, og snúa sér að öðrum verkefnum. Urðu eigendaskipti að Sandgerði árið 1913. Eftir að Matthías hvarf frá Sandgerði, gerðist hann ráðsmaður hjá Fiskifélagi Islands, en hann hafði átt góðan hlut að stofnun þess. Starfi þessu hjá Fiskifélaginu gegndi Matthias þó ekki nema eitt ár. Árið 1914 fluttist hann til Danmerkur og hefur átt þar heima síðan. Matthías hefur fengizt mikið við ritstörf. Hann stofnaði og gaf út ritið „Nordisk Havfiskeri Tidsskrift", er út kom árin 1926—1932, og þótti fróðlegt. Síðan árið 1935 hefur hann gefið út „Aarbog for Fiskeri“, sem einnig hefur aflað sér nokkurra vinsælda. Tvær stórar bækur hef- ur hann samið. Hin fyrri, „Havets Rigdomme" er skrifuð á dönsku og kom út árið 1927. Síðari bókin er „Síldarsaga íslands", sem út var gefin árið 1930. Matthías er fróður mjög um fisk- veiðamálefni og allvel ritfær. Loftur Loftsson. Segja má, að nýr kafli hefjist í sögu Sand- gerðis þegar Akurnesingar „uppgötvuðu“ stað- inn og komu þangað með dugnað sinn, tæki og verkkunnáttu. Menn þeir, sem keyptu útgerðarstöðina af Matthíasi Þórðarsyni voru félagamir Loftur Loftsson og Þórður Ásmundsson á Akranesi. Þeir höfðu stofnað verzlun í sameiningu árið 1908, og hugðust nú að færa út kvíarnar. Varð það hlutskipti Lofts að sjá um rekstur Sand- gerðisstöðvarinnar, en Þórður stjórnaði fyrir- tæki þeirra félaga á Akranesi. Síðar gerðist Loftur einn eigandi stöðvarinnar í Sandgerði. Rak hann þar útgerð samfleytt í 22 ár. Loftur Loftsson er fæddur á Akranesi árið 1884, sonur Lofts Jónssonar sjómanns þar og konu hans, Valgerðar Eyjólfsdóttur verka- manns í Reykjavík Pálssonar. Loftur hóf verzl- unarstörf á unga aldri, en stofnaði sem áður segir verzlun á Akranesi, árið 1908 með Þórði Ásmundssyni. Áttu þeir verzlunina þar og Sandgerðisútgerðina í sameiningu til 1918, en þá slitu þeir sameigninni, og tók Loftur að öllu leyti við fyrirtækinu í Sandgerði. Loftur hefur jafnan verið búsettur í Reykjavík síðan útgerð hans hófst í Sandgerði. Kvæntur er hann Ing- veldi Ólafsdóttur læknis í Þjórsártúni Isleifs- sonar. Loftur Loftsson. Þegar Loftur hóf útgerðina í Sandgerði, keypti hann báta þá er Matthías Þórðarson hafði átt, Óðinn, Þór og Frey. Brátt tók hann að færa meira út kvíarnar og bætti við sig ýmsum bátum. Hétu þeir Ingölfur, Björgvin, Svanur II og Hera. Voru þessir bátar stærri miklu en áður hafði tíðkazt að gera út frá Sandgerði, eða um og yfir 30 smálestir. Þeir voru og svonefndir útilegubátar, komu ekki til VtKINGUR 208

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.