Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 26
og trega það sem verða skyldi en aldrei varð. Ágætlega eru Skáld-Helgarímur kveðnar. Þær hefjast á þessum vísum: Fyrrnum átti ég fræða brunn, fékk ég af skemmtan ljósa, þann hefur næsta niður í grunn náð með angri að frjósa. Svellur jiað með sorgum kól, svo mun hljóta að bíða, hvorki náði liiti né sól þann hrvggðar jökul að þíða. Kvað ég þá fyrr með kátri lurni kvittur af allri pínu, ber ég nú ei svo blíða stund að brosi ég í hjarta mínu. Ljúfar meyjar lystug orð lokka af skáldum ungum. Eg mun segja af seima skorð sögu með raunum þungum. Jafnan hafa menn eigi lítt unnað menja skorðum. Sú var eigi af angri kvítt öld að hér bjó forðum. I Bósarímum má finna vísur slíkar sem þessar: Skáldin eru þar skyldug til, er skemmtan hljóta af sprundum, mjúkt að færa mansöngs spil mektugum silkihrundum. Fer ég rétt sem fiskur í sjá, fugl með vængi skerða, mig vill engin nlenja-guá, mun svo standa verða. ; '-Ti \ livað skal þeim að hugsa til hreinna elsku funda, ( er ekki kunna amors spil t og eigi fljóðin stunda. ' íí 'f Veit ég enga verri þrá fyrir væna hringa brjóta, en mætri að unna menja-gná og mega hennar ekki njóta. Jafnvel þótt gömlu rímnaskáldin kveði stund- um um „holdsins fýsnir“, er eins og allt verði fallegt og saklaust er þau minnast á: Þykist margur svella sá í sínu hjarta landi, sem aldrei kemur við auðar-gná upp að sokkabandi. Eða: Séð lief ég marga seima t)il sitja á bekknum þaðra. Af kynning okkar kemur það til ég kýs þig heldur en aðra. Þá er ekki síður fegurð og ynnileik að finna í þjóðvísum og stefjum: Bíddu mín við Bóndaból, bauga lofnin svinna. þar er skjól, og þai vi! ég þig finna. Svo er hún íögur sem sól í lieiði renni; augun voru sem baldinbrá, bar þar ekki skuggann á, og er sá sæll, er sofa náir hjá henni. Ástin mörgum eykur neyð, er einni játast kunna. Þó er mannlegt meyjunum að unna. Annar kveður af biturri reynslu: Sú er ástin lieitust, sein bundin er meinum, er því bezt að unna ekki neinum. Þó verður því ekki neitað, að kona er manns gaman: Hýr gleður hug minn hringa gátt, þegar ég þig finn þá er mér kátt. | Geðsamleg gulls lín, t gott ætla’ ég þér. h Gerðu svo vel, góðin mln, gakktu með inér. 222 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.