Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 30
liirgir Thoroddsen: UTLAGAR Lauslega þýtt úr: Strange adventures of the sea. Mergð af sögum er til um það, frá fyrri tím- um, hvernig menn voru skildir eftir á eyðieyj- um, hingað og þangað í hafinu. Ef svo vildi nú til, að á skip þitt hefði ráðizt maður, sem á allan hátt lítilsvirti skipsaga. og væri stöðugt valdandi vandræðum, svo að öryggi ferðarinnar væri undir því komið að þú gætir losnað við hann, hvað væri þá til ráða? Að fleygja honum fyrir borð einhverntíma um dimma nótt væri óyndisúrræði. En væri nú al- veg ómögulegt að hafa manninn innanborðs, mundir þú heldur grípa til þess ráðs, undir slíkum kringumstæðum, að setja hann á iand á einhverri hentugri eyju, þar sem ef til vill væri nægilegt vatn, temprað loftslag og nátt- úrugæði, svo að hjálplegt væri til bjargráða, þú mundir og velja eyju, sem ekki væri líkur til að skip kæmu til fyrst um sinn. Þetta mundir þú líklegast gjöra, og tryggja þér þannig, að svona maður yrði ekki, fyrst um sinn, þér til hindrunar. Þetta ráð var algengast hjá sjóræn- ingjum, og hefur sennilega afstýrt mörgum blóðsúthellingum, þegar útkljá þurfti deilur um foringjaval eða skiptingu á ránsfeng og fjár- sjóðum. Við höfum öll heyrt söguna af Ben Gunn, sjó- manninum, sem getið er um í Treasure Island (Gullevjan), og skilinn hafði verið eftir á eyj- unni. Á ýmsum tímum hefur áreiðanlega marga slíka menn verið að finna, sem landsettir hafa verið hingað og þangað á Karabiu-eyjum. í raun og veru var þessi aðferð ekki venjuleg refsing á menn, heldur eins oft leið, Sem valin var til að komast hjá vandræðum, og hjá sjó- ræningjum, sem engum lögum voru háðir, nema þeim, sem þeir settu sjálfir, má kalla slíkt bragð hina mestu miskunnsemi, jafnvel meiri en þeg- ar dauðadómi, á okkar dögum, er breytt í ævi- langt fangelsi, eins og mjög er algengt. En nú eru allir sjóræningjar búnir að vera, og íerð- irnar svo fljótar og fjarlægðirnar svo stuttar, að það er ekki ómaksins vert að tefja sig á að fleygja manni upp á eyju, og svo var áhættan, hvernig dómstólarnir litu á það mál, ef útlag- inn næði frelsi sínu og ákærði slíka meðferð. Frægastur af öllum þessum útlögum er Alex- ander Selkirk. Þó mun hann hafa hlotið frægð sína, fram yfir aðra slíka, fyrir það aðallega, að Daníel Defoe byggði söguna Robinson Crusoe á þessari staðreynd. Selkirk er því talinn hinn raunverulegi Robinson Crusoe. Þeir fá alltaf vanþakklæti að launum, er ráð- ast á sagnir, sem rótgrónar eru hjá þjóðunum. Bennet Copplestone hefur t. d. bent á, að sam- bandið milli Selkirk og Crusoe sé meira en lítið vafasamt. Selkirk var settur á land sem útlagi, og var sjálfur samþykkur því fram til síðustu stundar. Crusoe var algjörlega skipbrotsmaður. Selkirk var settur á land á Juan Fernandez undan strönd Chile. Crusoe rak upp á eyju við Brasil- íuströndina, sem var að öllu leyti ókunn eyðiey. Selkirk líaus af hendingu eyju, sár til dvalar, sem var algengur viðkomustaður sjóræningja, stundum kornu Spánverjar þar líka, og áður höfðu þeir jafnvel haft þar aðsetur. Vegna þessa má álíta, þegar veruleikinn og skáldsagan eru borin saman, að mögulegt gæti verið að þegar Defoe skrifaði Robinson Crusoe, hafi saga Sel- kirks alls ekki verið í huga hans. Alexander Selkirk er fæddur í Largo í Skot- landi árið 1703. Hann sigldi með Capt..Wiliiam Dampier, hinum nafnkunna sjóræningja, sem fór þá með leyfi lands síns í víking til La Plata fljótsins, þar sem hann vonaðist eftir að kom- ast í færi við spánsk skip. Þessu fyrirtæki var ekki alls kostar vel stjórnað, og það var i'or- ustu Dampiers að kenna og seinlæti hans, að Spánverjum höfðu borist njósnir um komu hans. Þess vegna var Dampier tilneyddur að hætta við áform sín. Dampier sigldi því skipi sínu fyrir Cape Horn og áleiðis til.Juan Fern- andez. Sú eyja var óbyggð. Spánverjar kröfð- ust eignarréttar á henni, en þeir voru ekki fær- ir um, eða vildu ekki hafa varnarlið þar, og létu sér nægja að fara þangað eftirlitsferðir af og til. Eyjan var víkingunum kunn, og fyrir nokkrum árum höfðu þeir fundió að þar var nauðsynlegt að geta leitað hafnar eftir sigling- una fyrir Cape Horn. Þar voru þeir vissir um 226 VlKINGUH

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.