Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 8
mér virðist rnálið þess virði að við því se ýtt á opinberum vettvangi. Fæ ég þvi afrit af greinargerðinni, svo sem sjá má á öðrum stað hér í blaðinu. — Ég sé að hér er mikið um byggingar nýrra húsa í bænum, jafnvel stórhýsa. — Já, byggingar eru hér miklar. Auk þess sem allmargir einsta’klingar eru að koma þaki yfir höfuð sitt, stendur bærinn í ýmsum stór- ræðum hvað byggingar snertir. ísfirzki flotinn. — Bimirnir sjö. — Hvað er hið helzta? — Hér er verið að reisa mjög stóran og myndarlegan húsmæðraskóia, sem mun verða eitthvert mesta stórhýsið í bænum. Þá stendur og yfir stækkun gagnfræðaskólans um helmmg. Sundlaug og íþróttahús er og verið að gera, hvorttveggja stórt og vandað. Uppi á iofti íþróttahússins er bókasafni bæjarins ætlað á- gætt húsrúm. — Er svo ekki á ferðinni fjársöfnun til að koma upp sjómannaskóla sér á ísafirði? — Jú. Skipstjórafélagið Bylgjan ræddi sjó- mannaskólamálið á fundi í vetur, og ákvað að beita sér fyrir því að koma upp skóla. Raus félagið nefnd til imdirbúnings og fjársöfnunar. Nefndin tók til starfa af miklum dugnaði. Sendi hún ávarp til allra útgerðarfyrirtækja og flestra útgerðarmanna á Vestfjörðum og óskaði eftir fjárframlögum til skólans. Hafa svör komið frá ýmsum, og mun þegar vera fengið loforð fyrir 70—80 þús. kr. Verður fjársöfnun haldið áíram af krafti. Er mjög mikill hugur í sjómönnum hér og raunar öllum bæjarbúum að hrmda þessu máli í framkvæmd. Hér er tilfinnanlegur skortur á húsnæði þar sem kennsla getur far- ið fram í stýrimannafræði og vélfræði. Þótt ekki væri nema vegna námskeiða þeirra í þess- um fræðum, sem haldin eru hér á ísafirði annað hvort ár, er húsbygging nauðsynleg. Annars er lágmarkskrafa ísfirzkra sjómanna sú, að hér á staðnum verði hægt að fá þá undirstóðu- menntun, sem þarf undir síðari vetur í Stýri- mannaskólanum í Reykjavík. — Hér er þá um að ræða allsherjar-sókn í skólamáium og öðrum menningarmálum Isfirð- inga? — Ég vona að þetta sé upphaf sóknar, segir bæjarstjóri. Hér þar.f mikilla átaka við. Sann- leikurinn er sá, að auk þeirra menntastofnana, sem nú er hugmyndiu að koma þaki yfir, þurf- um við fleiri skóla. Við þurfum að efla iðn- skólann. Og satt að segja þurfum við mennta- skóla. Þetta er ekki fávísleg hreppapólitík og lítilsigldur metingur. Mér liggur við að segja að það sé lífsnauðsyn, ef hér vestra á að geta farið fram sú þróun sem mann dreymir um, ef allt á ekki að leggjast smám saman í auðn. Það er meira en blóðugt að sjá ýmsa beztu og dugmestu heimilisfeðurna taka sig upp með fjöl- skyldur sínar, oft hin eínilegustu börn, og hverfa til Reykjavíkur, þangað sem mennta- stofnanirnar eru. Sama er að segja um sjó- mennina. Ýmsir beztu og dugmestu piltarnir hverfa suður í sjómannaskólann og koma oft aldrei til Isafjarðar framar. Viðhof fólksins er skiljanlegt, og ekkert við þessu að gera, — nema að koma upp þeim menntastofnunum, sem þörf er á fyrir æskulýð kaupstaðarins. Akranesbœr liefur ákveðið að loita tilboða í smíð 10 i'iskibáta í Danmörku. Smíðalýsingar og teikningar tiafa þegar verið sendar utan. Er gert ráð fyrir að bátarnir verði 50'—60 smálesta stórir. Akumesingar gera sér vonir um að fá báta þessa smíðaða fyrir allmiklu lægra verð í Danmörku en hægt hefði verið í Svíþjóð. Hefur því verið horfið að því ráði að leita þnr fyrir sér. Ekki er ennjiá vitnð hvaö bátamir koma til með að kcsta, né hvenær megi væntíi þeirra hingað. Svo sem bátakaup þessi benda til, er ríkjandi mikill stórhugur á Akranési í útgerSarmálum. Bæjarfélagið þar hefur einnig bát í smíðum í skipasmíðastöð horgeirs Jósepssonar. Mun ákveðið að láta smíða þar unnan þegar smíð hins er lokið. IJá eiga tveir hinna nýju Svíþjóðarbáta að konm til Akraness, og er þeirra vænst fyrir vertíð. Stöðugt er unnið að hafnargerð á Akranesi og miSar starfinu vel áfrajn. —o—• Reykjavíkurbær gengst fvrir 20 þús. sterlingspunda fjársöfnun til bórgarinnar liull til endursmíði einhvers þeirra stórhýsa í borginni, sem eyðilögSust í ófriðnum. Aðrir þátttakendur eru þau bæjarféhig, serii mest fiski- viðskipti hafu haft við Hull. 204 VlKlNGVR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.