Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 21
KTINNI „Eg lield ]íeir skilji kann, Strandhreppingnr, þó Jiann tali ekki vi'S þá latínu þegar hann fer að bctla". ★ _4r«i prófastur Helgason í Görðum á Alftanesi var gáfumaður mikill, orðheppinn mjög og meinfyndmn. Einhverju sinni sem oftar, fór Arni til Bessastaðakirkju á sunnudegi, og ætlaði að messa þar. Veður var hið bezta og stóð vetrarvertíð sem hæst. Bar nú svo til, eins og oftar vildi við brenna, að engir komu til kirkju. Höf öu menn róið alskipa um nóttina. Þegar Arni var að tygja sig til farar, varð lionum að orði: „Þeir ]>urfa prest, sem getur prédikað úr stafni“. ★ Þegar Árni ITelgason heyrði, að Sveinbjörn rektor Egilsson hefði haldið lofræðu pereats-veturinn yfir Jóni Þorleifssyni, er þá var nemandi í skóla, sagði hann: „Mikið, að hann hélt ekki ræðu yfir bakinu á honum“. —• Jón var krypplingur. ★ Kristján Kristjánsson amtmaður var einhverju sinni staddur við messu hjá séra Árna Helgasyni. Um þær mundir var einhver samblástur móti séra Árna í sókn- um hans, og lék það orð á, að Kristján mundi róa þar undir. Þegar prófastur var að fara í hempu sína fyrir guðsþjónustu, vék Kristján til hans í skyndingu, og l)auðst af mikilli kurteisi til að hjálpa honum. „Þakka yður fyrir“, sagði séra Árni. „Þér eruð líka manna vís- astur til að hjálpa mér úr henni aftur“. ★ Benedikt Gröndal jýsir séra Áma Helgasyni vsl og skemmtilega, eins og við var að búast úr þeirri átt. Séra Árni fermdi Gröndal og mundi Gröndal því vel eftir honum. Hann segir: „Séra Ámi var einhver hinn tignarlegasti maður sem ég hef séð, og mynd hans er mér ógleymanleg. Hann var alltaf jnfnrólegur, aldrei daufur, hann var í því jafn- vægi lífsins, sem mjög fáir ná; hann drakk stundum, en aldrei svo mikið að nokkuð yrði að fundið. Hann var einhver hinn fullkomnasti maður, sem hugsast get- ur, stór og liöfðinglegur. Stundum var hann meinyrtur og glettinn i orðum, einkum ef hann var lítið kenndur. Einhverju sinni komu þeir til har.s Jón Þorleifsson og Steingrímur Thorsteinsson; þeir voru þá í skóla og voru vinir. Þeir komu að Görðum um sunnudag, en ekki fyrr en messa var úti. Jón Þorleifsson fór því að biðja próf- astinn fyrirgefningar á að þeir kæmu svo seint. Þá sagði séra Árni: „Það er fyrirgefið, og þó þið hefðuð aldrei komið“. — Séra Matthías Jochumsson kom þangað og fór að tala um þýzka hennspeki, en séra Árna mun ekki hafa þótt mikið til koma. Séra Matthías var þá prestur í Móum á Kjalarnesi. Eftir að hann hafði látið heim- spekisdæluna ganga, þá þeglr séra Árni um stund og segir loksins „Fiskast mikið af hrokkelsum á Kjaiar- nesi núna ?“ “ ★ „Hvar er allt fólkið ?“ sagði bóndi. — Hjákonan var ekki á pallinum. ★ „Gott eiga fiskamir“, sagði drykkjurúturinn, „að mega drekka þegar þeir vilja“. ★ I leikhúsinu. Maðurinn: Þú notar ekkert kíkinn, kona góð. Hvað kemur til? ITefur þú gleymt honum? Konan: Nei, en ég gleymdi gull-armbandinu mínu. ★ Ungur rithöfundur í Ameríku sendi hinu fræga kýmni- skáldi Mark Twain, handrit eftir sig og skrifaði bréf með. í brefinu spuvði hann meðal annars að ]>ví, hvort alls konar sjómeti hefði ekki góð áhrif á gáfur manna og skáldlega hæfileika. Jafnframt spurði liann hvað liæfilegt mundi að neyta af slíku á dag. Mark Twain svaraði á þá leið, að sízt væri fyrir það að synja, að fiskur örvaði heilastarfsemina, en cftir handritinu að dæma, veitti honum víst ekki af að éta iival á dag. ★ Sjiiklingurinn: Eg fór fyrst til hans Sigurbjörns hómópata, og hann gaf mér eitt ráð. Lœknirinn: Ekki spyr ég að ráðunum hans Sigur- björns. Þau hafa mörgum komið í rúmið og jafnvel inn í eilífðina. Hvað var ]iað sem liann ráðlagði yður? Sjúlclingurinn: Að leita iil yðar. . ★ I veitingaliúsi. A. Má ég biðja yður að rétta mér blaðið þarna á borðinu hjá yður? B. (Snúðugur). Hvað er þetta! Þér haldið ])ó ekki að ég sé hér veitingaþjónn ? B. Nei, mikil ósköp, en ég hélt að þér væruð kurteis maður, og bið yður auðmjúklega afsökunar fyrir það. VlKINGUR 217

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.