Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 33
Þrjátíu togarar Hinn 23. ágúst kunngjörði ríkisstjórn Is- lands þau tíðindi, að tilboð væru fengin frá skipasmíðastöðvum í Englandi um smíð á 30 togurum fyrir Islendinga. Tilboðin væru því skilyrði bundin, að einn aðiii sæi um kaupin öll fyrir Islendinga hönd. Brá ríkisstjórnin þegar við og gaf út bráðabirgðalög, sem heimiia henni að kaupa skipin og taka lán til þeirra kaupa. Greinargerð ríkisstjórnarinnar um rnáhð er á þessa leið: „Skömmu eftir að núverar.di ríkisstjórn tók við völdum, hófst hún handa um að reyna að tryggja íslendingum leyfi til að fá smíðaða tog- ara í viðskiptalöndum vorum, og þá fyrst og fremst í Bretlandi og Bandaríkjunum. Tókst fljótlega með aðstoð sendiráðsins í Washington að afla slíkrar heimildar þar í landi, en undir- tektirnar voru daufari í Bretlandi. Tilraunum þessum var haldið áfram í London með aðstoð nefndar þeirrar, er þangað fcr á öndverðu þessu ári á vegum ríkisstjórnarinnar til samninga við brezku stjórnina um verzlun og viðskipti landanna. Eigi heppnaðist þó að því sinni að afla endanlegrar heimildar til tog- arasmíðanna og eigi fyrr en í byrjun síðastlið- ins júlímánaðar. En þá var íslendingum heim- ilað fyrir milligöngu sendiráðsins í London, að láta smíða sex togara í Bretlandi. Þá var og útveguð heimild íslendingum til handa til bygg- ingar allmargra togara í Svíþjóð í sambandi við milliríkjasamninga, er gerðir voru í Stokk- hólmi af hálfu íslendinga og Svía á öndverðu þessu ári. Eftir að Nýbyggingarráð hóf störf sín, hefur það haft þessi mál með höndum, og notið þeirrar aðstoðar frá ríkisstjórninni, er með hefur þótt þurfa. I maí s. 1. fór nefnd manna til Bandaríkjanna á vegum ríkisstj órnarinnar til þess að kynna Glæsilegur, nýtízku togari. VlKINGUR 229

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.