Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 38
Landhelgismál. 46. þing- og héraðsmálafundur Vestur-ísaf jarðarsýslu skorar á Alþingi: a. Að láta vinna að því, að landhelgislínan verði fær'ð út frá því sem nú er um eina sjómílu. b. Að taka upp þegar á næsta hausti sterka landhelgis- gæzlu við Vestfirði og jafnframt fela gæzluskipum að annast eftirlit með fiskibátum og björgunarstörf á gæzlusvæðinu. c. Að láta svo fljótt sem frekast er unnt byggja skip, sein annast björgunar- og landhelgisgæzlu fyrir Vestfjörðum. Fundurinn telur eðlilegt og æskilegt, að um þessi mál verði höfð samvinna við slysavarnadeildir á Vestfjörðum. Talstöðvar í fiskibátum. 46. þing- og- héraðsmálafundur Vestur-ísaf jarðarsýslu beinir þeirri ósk til Slysavarnafélags Islands að það beiti sér eindregið fyrir því, að allir þeir fiskibátar sem nú hafa rétt til talstöðva, séu skyldir að hafa þær, og sé þeim óheiuiilt að leggja úr hiifn, nema að þær séu í fullu- lagi. Jafnhliða sé þaö tryggt að Landssími Islands sjái um að í hverri vei'ðistöð sé maður, sem annist viðgerðir tækjanna, enda séu jafnan varatæki fyrir hendi þar. Mat á beitusíld. 46. þing- og héraðsmálafundur Vestur-Isafjarðarsýslu lítur svo á, að nauðsyn beri til að ti-vggt sé með mati, að aðeins ný og óskemmd síld sé fiyst til beitu, einnig að upp ver'ði tekið mat á allri frosinni beitusíld, sem seld er í heildsölu. Telur fundurinn að Fiskifélagi Islands beri að sjá um, að mál þetta komist til framkvæmda. Nýlega cr át kcmin skýrsla um rekslur Sjóinanna- og gestaheimilis Siglufjarðar árið 1944. Heimilið tók til starfa 11. jú'.í og starfaði til 30. september. Þá voru skip öll fariu frá Siglufirði og að- sókn orðin lítil. Stúkan Framsókn á Siglufirði annast rekstur gcsta- heimilisins eins og verið hefur. Naut. hún til þess fjár- hagslegs styrks ýmissa aðila. Ríkissjó'ður lagði fram 5000 kr., Sparisjóður Siglufjar’ðar 5000 kr., Bæjar- sjóður Siglufjarðar og Síldarverksmiðjur ríkisins 2000 kr. iivor. Auk þess hlaut heimilið miklar gjafir frá ein- staklingum. Sjómannaheimilið starfaði með líku sniði og áður. Á lesstofu lágu framini helztu blöð og tímarit landsins. I veitingasal voru veitingar framreiddar alla daga. Annast var um móttöku og sendingu bréfa, peninga og símskeyta. Goymd voru föt og munir fyrir marga sjómenn og rcynt að greiða fyrir þeim, sem ókunnugir voru í bænum. Bókasafn heimilisins er nú um 800 bindi. Var það mikið notað og bækurnar lánaðar á lestrarsal. Auk þess hefur heimilið sérstaka bókakassa, sem lánaðir eru í skip- in. Er þar skipt um bækur eftir þörfum. Alls voru lánuð í skip um 280 bindi bóka. Allir bókakassarnir komu með góðum skilum. SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR Útgefandi: Farmanna- og fiskimannasamband Islands. Ritstj. og ábyrgðarm.: Gils GuSmundsson. Ritnefnd: Hallgrímur Jónsson, Grímur Þorkelsson, Ilenry Hálfdánarson, Konráð Gíslason, Þorvarður Björnsson, Snæbjörn Ólafsson, Gissur Ó. Erlingsson. Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar árgangurinn 25 krónur. Ritst.iórn og afgreiðsla er á Bárugötu 2, Reykja- vík. Utanáskrift: „Víkingur", pósthólf 425, — Reykjavík. Sími 5653. Prentafi í Isafoldarprentsmiðju h.f. Trúlofunarhringar, BORÐBÚNAÐUR, TÆKIFÆRISGJAFIR t góðu úrv.ll, Guðm. Andrésson, gullsmiður, Laugaveg 50 — Slml 376 9 Aðsókn að heimilinu var á árinu 1944 meiri en nokkm sinni áður. Alls voru skráðir í dagbók 7404 gestir. Flestir gestir á einum degi voru 360. Þær umbætur höfðu verið gerðar á sjómannaheimiiinu, að komið hafði verið upp f jórum baðklefum fyrir steypi- böð og einum fyrir kerlaug. Böðin voru mikið notuð, bæði af sjómönnum, síldarfólki í landi og Siglfirðingum sjálfum. Uagleg slörf á heimilinu önnuðust frú Lára Jóhanns- dóttir, frú Guðlaug Steingrímsdóttir og frk. Anna Sig- mundsdóttir. Eiríkur Sigurðsson kennari frá Akureyri starfaði og við heimilið um tveggja mánaða skeið. Gesta- og Sjóinannaheimili Siglufjarðar er hin þarf- asta stofnun. Ber að þakka öllmn þeim, sem unnið hafa að því menningannáli eða lagt því lið á einhvern hátt. —o— I sumar hefur verið unnið að smiðum skipbrotsmanna- skýla á söndunum í Vestur-Skaftafellssýslu. Er svo ráð fyrir gert, að í haust verði komin upp 11 skipbrots- mannaskýli þar eystra. Slysavarnafélag Islands hefur beitt sér fyrir smíð 8 þeirra, en 3 eru rnist undir umsjá Vita inálas j óm a r. Þá hefur og verið komið upp skipbrotsmannaskýli norður í Þorgeirsfirði. Sá fjörður er, svo sem mörgum er kunnugt, milli Eyjafjarðar og Skjálfanda. —o— Um önnur störf Slysavarnafélagsins er það að segja, að síðan uin áramót hafa verið reistar fjórar nýjar björgunarstöðvar. Á tveimur stöðum eru björgunarbátar í stöðvunum, í Grindavík og á Stokkseyri. Hinar tvær stöðvarnar eru í Garði og Sandgerði. Unnið er að smíð björgunarstöðvar í Örfirisey, en því verki er ekki lokið. 234 VlKINGVR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.