Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 28
Sigurður var dóttursonur Sighvats Grímsson- ar Borgfirðings, hins góðkunna fræðimanns, að Höfða. Pétur var elztur af 6 sonum þeirra hjóna og mesta stoð móður sinnar eftir það, að hún missti mann sinn. Alls áttu þau hjón 10 börn og er það yngsta 11 ára. Pétur Sigurðsson. Pétur var nærgætinn og umhyggjusamur son- ur. Fylginn sér og fjölhæfur. Vinsæll og hjarta- hlýr. Réttindi hafði hann til að færa skip frá 6— 15 rúmlesta stærð. Var handgenginn vélum og átti og hélt úti um skeið mótorbótnum „Auði djúpúðgu". Að móður hans er harmur kveðinn við frá- fall hans. I !, i í Líklega er enginn prófsteinn sannari á mann- lund manna og þrek, en sá, hvernig þeir bregð- ast við ástvinamissi. Þá reynir á fyllsta dug og dáðrekki, og þá stillingu og jafnvægi, er ekkert mótlæti megnar að buga. Og mér virðist, að sorgaratburðir undanfarinna ára hafi fært oss heim sanninn um það, að jafnt í sveitum og bæjum þessa lands búi „hetjur á hverjum bæ“. Svo mjög kunna börn þessa lands, karlar og konur, glímuna við guð sinn — eins og Jakob forðum — að þau sleppa honum ekki fyrr en hann blessar þau. Viðhorf og reynsla þjóðarinnar til óvæntra og válegra viðburða stríðsáranna er næsta eftir- tektarverð og lærdómrík. Engir eru kveinstaf- irnir, háreysti né heyranleg harmkvæli. Allt er ró, hryggð að vísu, en þögn — djúp mann- dómsveðvitund. Og á hinn veginn: einlæg, ónær- göngul samhryggð og hluttekning. Það er eins og íslendingar verði sannastir menn, þegar sorgin drepur að dyrum. Skilningurinn á vísu- orðum Steingríms verði þó ljósastur: „Á sorgarhafsbotni sannleiksperlan skín, þann sjóinn máttu kafa. ef hún skal verða þín“. Og um hljóðlætið leggi þeir sér í munn orð Ólafar frá Hlöðum: „Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra máli ei talar tunga tárin eru beggja orð“. „Þeir, sem guðirnir elska deyja ungir“, mun vera grískt spakmæli. „Til frægðar skal konung hafa, en ei til langlífs“, norrænt. Hvorttveggja raunverulega hið sama: Þá hetjudáð er drýgð, er bezt að deyja. Slíks hlut- skiptis unna guðirnir þeim einum, sem tignir eru og drengir góðir. íslenzk sjómaiinastétt hefur oft og víða reist sér bautasteina „nið af nið“, svo sem Hávamál leggja ráð á. En enga varanlegri né veglegri en í síðustu heimsstyrjöld. Meðan íslenzk þjóð á slíkum hei-mönnum á að skipa eru vígi hennar og vörn um frelsi og sjálfstæði landsins, traust. Og ekki þarf hún þá heldur að reisa minnis- merki neinum óþekktum hermanni. Á sjómannadaginn 1945. Ólafur Ólafsson, Þingeyri. Magnús Jóhannesson Flutt við minningarathöfn í F’ingeyrarkirkju. M ó ð u r k v e S j a . Ég lyfti hug í hœðir til þín drottinn, sem lijartað þelckir bezt og sárin mín; m'm andvörp sár, þau eru hjá mér sprottin af ást til hans, scm nú er hórfinn sýn. Minn elsku sonur! farinn ertu frá mér, œ, farinn — dáinn — lífs á blómatíð. — hg veit, aS guð minn verið hefur hjá þér og veitt þér styrk að heyja dauðans stríð. Mér firnist sem brostinn sé í sál mér strengur og sorgin lami von og trú og þrótt. — Ég vildi, að þú vœrir lijá mér lengur að verma’ og lilúa mömmu, blítt og rótt. Er þú varst barn, ég þráði’ að vera hjá þér og þ'm í augun horfa — djiíp og blá; — mér fannst þau mættu aldrei fara frá mér, þar fegurð, líf — og guð — ég speglast sá. — Því sárar’ er að sjá nú beðinn auða, — þar sonur indcell hvíldi vært og rótt. Nú byrjar döpur hugsun harms og dauða það hjartaljós, er skein mér dag og nótt. 224 VlKlNGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.