Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 32
umbreytti honum. Meðal þeirra bóka, sem hann hafði með sér, var biblían, og lestur hennar varð honum til mikillar afþreyingar á hinum löngu og leiðu stundum, sem útlegðin færði hon- um. Hann fann út hvenær helgidagar voru, og það kostaði hann mikil heilabrot, en hin skozka þrautseigja var honum í blóð borin. Hann gerði bæn sína að kvöldi og morgni hvers dags, og hann meira að segja smíðaði handa sér kap- ellu til bænagerða. Að vísu var líf Selkirks óbrotið og tilbreyt- ingalítið, en hugsjónir hans voru alveg sér- stakar. Hann kaus þetta líf miklu frekar en að vera fangi Spánverjanna. Tvisvar sinnum með- an hann var á Juan Fernandez komu þeir til eyjarinnar, og í bæði skiptin hljóp Selkirk í felur þar til þeir voru farnir. Aldrei missti hann samt löngun til þess að komast í samfélag við menn, svo framarlega sem hann fengi færi á að komast til réttra aðila, og hann var stöðugt á verði ef hann kæmi auga á ensk skip. Ein- kennilegt var það, að sú hugmynd þjáði hann mjög og gekk sjúkleika næst, að hann mundi deyja þarna á eyjunni, og mundu kettirnir hans leggjast á náinn og éta iíkama hans, vegna þess að þá var enginn til að fæða þá. Selkirk hafði dvalið 4 ár og 4 mánuði á Juan Fernandez, þegar honum var loks bjargað það- an. Þeir, sem björguðu honum, voru víkingarn- ir, fyrrverandi félagar hans. Það var árið 1709, sem Selkirk sá dag nokkurn tvö skip skammt frá eyjunni, og nálguðust þau. Skipin voru „Duke“ og „Duchess“. Þau voru undir stjórn Capt. Woodes Rogers, en í för með honum var fyrrverandi yfirmaður Selkirks, William Dam- pier. Þegar víkingarnir gengu á land, mættu þeir þarna villimanni, klæddum í geitarskinns- föt, og áttu þeir fyrst í stað erfitt með að átta sig fullkomlega á slíku. Dampier þekkti samt manninn, og var hann þá tekinn um borð í skipið. Áður en hann yfirgaf eyjuna, lofaði hann víkingunum að sjá leikni sína í geitaveið- unum. Honum veittist auðvelt að hlaupa harð- ara en skipshundurinn af „Duchess“, og hann greip bráðina og vann dýrið af svo mikilli leikni, að áhorfendurnir voru alveg undrandi. Selkirk vandist fljótt menningunni aftur. Það tók þó nokkurn tíma fyrir hann að venjast því að borða saltaða fæðu, en jafnvel lengur var hann að venjast við að nota skó, svo að honum fyndist það þægilegt, eftir að vera búinn að ganga berfættur í rúmlega fjögur ár. En þetta voru allt smávægileg aukaatriði. Útlegðinm var lokið, og nokkrum mánuðum síðar kom hann til Englands. Þótt Selkirk hafi að vísu ýmislegt reynt á útlagatímabili sínu, má þó næstum segja að hann hafi lifað í allsnægtum. Það er vafasamt, hvort honum hefði farnast svo vel, og jafnvel haldið lífi, ef kringumstæðurnar hefðu ekki æf- inlega verið honum hliðhollar. Tökum t. d. frá- söguna u.m Peter Ferrano, sem hafði engin tæki sér til hjálpar. Það er haft fyrir satt, að Peter hafi ekki verið settur á land af mannavöldum, heldur var hann skipbrotsmaður, sem skolaði á land.. Hann hafði því bókstaflega ekkert annað en fötin, sem hann stóð í. Staðurinn, þar sem hann rak að landi, var ,sker við strönd Perú. Það var lítið stærra en stór hlein. Þarna hafðist hann við í 7 löng ár, en hvernig hann hefur getað haldið líkams- og sálarkröftum heilbrigð- um er kraftaverk. Til fæðu hafði hann ekki annað en skelfisk og sjóskjaldbökur. Drykkjar- vatn fannst af mjög skornum skammti í fáein- um óhreinum pollum á skerinu, en af því að hann var hagur maður, gat hann útbúið eins- konar safnbró fyrir regnvatn, úr skeljum utan af skjaldbökum og skelfiski. Þegar nefndur hef- ur verið skelfiskurinn, skjaldbökurnar, sandur- inn og nokkrir plankar, sem skolað höfðu að þessari smáeyju, er allt talið, sem hann hafði sér til bjargræðis. Þegar hann var búinn að vera þrjú ár á þessum eyðistað, bar þar annan mann að iandi á sama hátt og Peter. Þegar Peter, ógreiddur og úfinn, mætti hinum nýkomna félaga smum ömurlega útleiknum, varð sá afsakanlegi mis- skilningur hjá báðum, að hvor í sínu lagi hélt að hann hefði mætt andskotanum. Peter sneri undan á flótta og hrópaði. „Góði guð, frelsaðu mig frá djöflinum“. Og ekki vildi Peter koma nærri þessum nýkomna manni, fyrr en hann hafði þulið trúarjátninguna í hæfilegri fjar- lægð. Sem dæmi um sorglega mynd af mannlegri skapgerð, má geta þess, að þessir tveir nauð- stöddu menn höfðu ekki búið lengi saman, áður en svo mikið ósamlyndi varð á milli þeirra, að nærri slagsmálum lá. Þeir ákváðu því að skilja og lifa livor í sínu lagi, en eftir stuttan tíma varð einvera þeirra þess valdandi, að ágrein- ingsefnin jöfnuðust svo að þeir komu saman aftur. Þarna á eyjunni lifðu þeir svo í 4 ár, þar til þeir fundust og var bjargað. Ég vil geta þess í sambandi við þessa sögu, að sönnunargögnin eru ekki fullnægjandi til að byggja á, og er það leitt, því að ef sagan er sönn, er hér að finna mjög merkilegt dæmi um mann- legt þolgæði. — Frh. 228 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.