Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 36
leit viS, rétt nógu snemma til að sjá skósóla nr. 46 snúa í þá átt er til himins vissi. Jœja, bæði káetudrengurinn og Bergur náöust aftur upp á þiljur og „Mary“ hélt áfram för sinni yfir hafið. En löngu áður en menn voru hættir að tala um þennan atburð, lirukku allir í kuðung. Það var sama öskrið og áður. Aftur var það káetudrengurinn, sem hrokkið hafði fyrir borð. Bergur matrós varð að stinga sér eftir lion- um í annað sinn. „Heyröu, piltur minn“, sagði hann. „Gerðu þetta ekki að ávana. Atlanzhafið er eklii neitt baðker, mundu það“. Það gerði storm. Stormurilin óx, Skipstjóri hrukuaði ennið og klóraði sér í hnakkanum. Iíann þekkti „Mary“ gömlu. Ifún var ekki lengur sama prýðisskipið og þegar hún sigldi jómfrúferð sína fyrir mörgum, mörgum árum, — gnð einn mátti vita hve langt var síðan. Að vísu hafði sú gamla marga viðgerðina fengið um dag- ana og átti að heita sjófær, en . . . . Skipstjóri gaut hornauga til mannsins, sem stóð þessa stundina við stýrið og brosti liinu ljúfásta sældarbrosi. Það var Bergur. „Jæja, Bergur. Hefur þú heimþrá?" „íig hef nú verið að heiman í heilt ár. Eg hafði ákveð- i'ð að vera tvö ár í siglingum, en konan skrifar mér að Gréta litla tárist stundum af því hvað hún þráir pabba. Eg var búin að heita því að gefa henni stóra og fullega brúðu þegar ég kæmi heim aftur“. „Já, bamungar og brúður. Er nokkuð kynlegra en að sjá unga telputátu leika sér við stirða og lífvana brúðu- ómynd“. „Stirða og lífvana, skipstjóri. Nei og aftur nei. Hver einasta brúða er lífi gædd. Þú æt.tir bara að sitja og hlustá á Jitla telpu kika sér við brúðu. Hún gælir við brúðuna og me'ðhöndlar hana eins og hvítvoðmig. I hennar augum er brúðan engu síður lifandi en fólkið á heimilinu. Telpan er meira að segja móðir brúðunnar, —- sönnun þess, að móðurhvötin er ein af eðlishvötum konunnar. Og sú telpa, sem lætur sér þykja vænt um brúðumar sínar, verSur góð móðir þegar hún eldist og eignast börn sjálf“. Skipstjórinn ætlaði að svara, en úr því varð ekki. Brotsjór mikill reis á bakborða, rétt viS skipið. Hann hækkaði óðfluga. Síðan slengdist ölduskaflinn inn á bátaþilfarið fyrir aftan brúna. ÞaS brakaði og gnast í skipinu. Það hallaðist ákaflega, og andartak var ekki öðru líkara en að því myndi hvolfa. Brothljóö hevrðist, eins og þegar tré malast í sundur. Svo fór skipið að rétta sig aftur, hægt og seint. „Nú munaSi það víst mjóu“, tautaði skipstjóri. „Það var og“, sagði maðurinn við stýrið. „Hann er sjaldan skemmtilegur þeg'ar hann er við þetta heygarSs- hornið.“ Nú kom maður hlaupandi. Það var arniar stýrimaður. Skipstjóri leit naumast við honum. Hann starSi opnum sjónum á bátaþilfarið, þar sem eftir var einn björgun,- arbátur af fjórum, sem þar höfðu verið. „Lestarlileri nr. 3 er farinn!“ Stýrimaðurinn setti hendurnar eins og liátalara fyrir munninn og kallaði. „KallaSu upp frívaktina og neglið þið margfaldan striga fyrir opið. Hann ætlar að versna með kvöidinu, það lítur ekki út fyrir annað“. Skipstjórinn leit á loftþyngdarmælinn. Nálin skaif og titraði nokkrum strikum handan viS „stomi“. Stýrimaður hentist niður úr brúnni. Eftir örskamma stund komu liásetar með stóra segldúka og byrgðu cpið. „Tveggja feta sjór í lestinni!“, hrópa'ði stýrimaður. Skipstjóra hnykkti við. „Heldur þú að það hafi komið upp mikill leki?“ kallaði iiann til stýrimanns. „Mældu aftur“. Hann beið úrskurðarins með óþreyju. „Hálft þriöja fet, skipstjóri. Skipið míglekur“. Stefnu skipsins var breytt. Skipstjóri ætlaði að reyna að ná Skotlandi. Dælurnar voru settar í fullan gang, og' um nokkurt skeið leit út í'yrir að hægt yrði að lialda kollunni á floti. En þegar grána tók fyrir deg’ uin morguninn bárust þær fréttir að sjórinn hækkaði óðum í lestinni. Stundu síðar kom annar meistari upp í brú og sagði að eldarnir væru dauðir. Þar niðri væri allt komið á flot. Skipstjóri andvarpaði mæðulega. Síðan gaf hann þá fyrirskipun, sem þyngst er fyrir hvern skipstjóra. „Allir í bátana!“ Það var þögull hópur, sem stóð á bátaþilfarinu og losaði eina bátinn sem eftir var. Stonninn var tekið að lægja. Oldumar voru ekki eins VlKlHGUR 232

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.