Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 10
Hér á landi voru selveiðar mikill bjargræð- isvegur um margar aldir, og einkum á Vest- fjörðum var mjög mikið að því gert að veiða íshafssel, sem gekk í störum vöðum inn á firð- ina á vetrum. Var selveiðin, ásamt hákarlaveiði á áraskipum, ómetanleg búbót mörgum bændum hér í fjörðunum, þar sem hvor tveggja veiðin var stunduð einmitt á þeim tímum ársins, sem ekki var tiltækilegt, nema úr hinum yztu ver- stöðvum við ísafjarðardjúp, að leggja stund á aðrar veiðar. En selveiðar í þeirri mynd, sem þær hafa verið stundaðar í áðurnefndum lönd- um — af miklu kappi og oft með góðum hagn- aði — hafa íslendingar ekki tekið upp, þó að stundum hafi verið erfitt um afkomu og at- vinnu. Raunar réðst Pétur A. Ólafsson, konsúll á Geirseyri við Patreksfjörð, í tilraun með sel- veiðar í Norðurhöfum á árum hinnar fyrri heimsstyrjaldar, keypti skip og hélt því út um skeið. En áður en fengin væri nokkur veruleg reynsla á veiðarnar, vildi svo til, að selveiða- skip Péturs A. Ólafssonar, Kópur, söklc úti á rúrnsjó, og þar með var selveiðum íslendinga lokið að sinni. Fyrir nokkrum árum vaknaði áhugi hér vestra á selveiðum, og voru skrifaðar greinar um málið í blað, sem út kemur hér í bænum. f apríl 1942 var svo samþykkt á þingi Alþýðu- sambands Vestfjarða áskorun til Alþingis svip- uð og sú, sem nú hefur hlotið samþykki bæjar- stjórnar og atvinnumálanefndar fsafjarðar, en málið fékk engan byr á Alþingi. Þá hefur for- maður atvinnumálanefndar ísafjarðar tekið málið til nýrrar athugunar á þessum vetri og leitað upplýsinga um það hjá herra skipaverk- fræðingi Bárði G. Tómass., hvort nokkuð muni geta verið því til fyrirstöðu, að þau skip, sem hentug gætu talizt til selveiða, geti einnig stund- að síldveiðar, lúðuveiðar, veiðar með botnvörpu og ef til vill hákarlaveiðar. Hefur Bárður tjáð, að sömu skip megi vel nota til alls þess. Hann hefur ennfremur sagt, að reglur u.m styrkleika íslenzkra skipa séu það strangar, að skip sem séu smíðuð samkvæmt þeim, séu sízt veikavi en þau, sem notuð séu til selveiða í Norðurhöfum. Hins vegar þurfi að setja klæðning framan á venjuleg fiskiskip, ef þau eiga að fara til veiða norður í íshaf, en slíkum klæðning sé þannig hagað, að hann megi taka af án mikils kostn- aðar eða fyrirhafnar, þegar skipin hætta sel- veiðum og séu send á aðrar veiðar. Loks fluttu tveir bæjarfulltrúar hinn 4. þ. m. tillögu í bæj- arstjórn um athugun á möguleikum til selveiða, og hefur atvinnumálanefnd — og síðan bæjar- stjórn — rætt hana og samið og samþykkt þá áskorun, sem þessi gremargerð fylgir. Hafísinn á svæðinu vestur og norðvestur af Islandi, milli þess og Grænlands, kalla Norð- 206 menn Strætisís, en ísbreiðurnar norðaustur frá íslandi nefna þeir Vesturís. Nú er það svo, að í Strætisísinn og Vesturísinn er ekki lengi farið á vélskipum, sem ganga t. d. 9—10 mílur. Er talið, að frá ísafirði sé tæplega sólarhrmgs ferð á slíku skipi út í Strætisísinn, en 48—60 tíma í Vesturísinn. í Vesturísnum hefjast veið- ar í marz, en í Strætisísnum í maí. Öllum er það ljóst, að hin norsku veiðiskip eiga langt í ísinn, og eyða því miklu meiri tíma og fé í ferðirnar heim og að heiman en ísltnzk skip, gerð út héðan frá ísafirði, þyrftu að gera. Héðan er líka miklu hægara um vik en frá Noregi til að aðstoða selveiðiskipin við að finna selinn. í góðu veðri má senda flugvélar í selaleit, engu síður en síldarleit, og mundi þetta áreiðanlega gefa góða raun, meira að segja þeim mun betri en síldarleitin, sem selur- inn er staðbundnari en síldin. Gætu skipin hreint og beint sparað sér öll ómök við leit að sel, ef á annað borð gæfist flugveður. Þá er það, að vegna þess, hve norsku skipin eiga langt til síns heimalands, borgar það sig ekki, að hirða ketið af selnum, en Rússar, sem stunda veiðar skammt frá landi í Hvítahafinu, hirða ketið og úr að minnsta kosti nokkru af því er unnið mél. Er mjög líklegt að það mundi svara kostnaði fyrir íslenzka selveiðimenn, að hirða ketið sem fóður handa loðdýrum, og ef selveið- arnar væru ræktar í það stórum stíl, að unnt væri að starfrækja með hagnaði tæki til mél- vinnslu úr selketi, má ætla, að Norðmenn, sem stunduðu veiði í nánd við ísland, færu að hirða ketið af þeim sel, sem þeir veiddu, og selja það Islendingum til vinnslu, ekki sízt þar sem norsk selveiðaskip þurfa iðulega að leita íslenzkra hafna af ýmsum ástæðum. Bæjarstjórn og atvinnumálanefnd Isafjarðar líta þannig á, að það sé með öllu óverjandi, aS eklci verði sem allra fyrst hafizt handa um sel- veiðar í Norðurhöfum á skipum í íslenzkri eign og með íslenzkum áhöfnum, þar sem segja má, að þessi björg sé hér alveg við bæjardyrnar. Verður það að teljast eðlilegast, að íslenzka rík- ið kosti undirbúnig og tilraunir, þar sem um er að ræða nýjan og að öllum líkindum mjög mikilvægan atvinnuveg, en síðan gefist ein- stökum mönnum eða félögum kostur á ódýrum lánum til langs tíma, svo að þeir geti keypt sel- veiðaskip ríkisins, og fjölgað þeim skipum, er veiðarnar stunda, — ef það þá kynni ekki að þykja hagkvæmt, að ríkið hefði áfram kostnað og ábata af þessari atvinnugrein. Því mun óhætt að treysta. að íslenzkir sjó- menn reynist vel við selveiðar. Þeir hafa sýnt það greinilega, að þá skortir sízt kapp, þraut- seigju eða karlmennsku á við sjómenn erlendra VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.