Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 9
Sel veiðar í Norðurhöfum / Geta selveiðar ekki orðið arðsamar Islendingum? Snpmma á árinu 1944 var fireyft í bœjarstjórn ísafjarSar merkilegu máli, sem Víkingurinn telur svo athyglisvert, að hann viil gjarnan leggja ])ví liðsyr'Si. Þar var rætt um möguleika á útgerð selveiðiskipa frá Islandi og þó cinkum fiá Vestfjöiðum. Samþykkt var á bæjarstjórnarfundi 1. marz 1944 áskorun til Aljiingis, ásamt ýtariegri greinargerð, er Gúðm. G. Iiagalín, rithöfundur hafði samið, þar sem mál þetta var reifað. Síðan hefur vcrið of hljótt um þetta mál. Eú mun þó svo komið, að Nýbygg- ingarráð hefur hugmyndina til athugunar. Er þess að vamta, að möguleiki þessi til fjölbreytni í útgerð verði kannaður vandlega og þó skjótlega. Síðan þarf að hefjast handa um framkvæmdir ef tiltækilegt þykir. Þótt nú sé liðið nokkuð á annað ár frá því að áskorunin til Alþingis var sam- in og samþykkt, þykir Víkingnum fara vel á því að birta hnna ásamt hinni fróðlrgu greinargerð sem fvlgdi. Mál þetta er mjög aðkallandi og þarf hér einskis frekar en skörúlegrar forgöngu. Áslcorun til Alþingis. „Bæjarstjórn og atvimmmálanefnd ísafjarð- ar skora á Alþingi að veita fé til eftirgreindra athugana og framkvæmda, sem ríkisstjórnin og trúnaöarmenn hennar hafi síðan með höndnm: 1. Rannsaka sk'.:, hvort ekki muni vera fá- anleg með samningttm við norsku stjórnina í London eitt eða tvö sterk og hentug selveiða- skip úr selveiðaflotanum norska og þá einnig, hvort ekki mundi vera hægt að fá á þau vana og dugandi norska .-elvciðaskipstjóra og skytt- ur. Ef þessa hvors tveggja reynist kostur, kaupi hið íslenzka ríki sk.]>ið eða skipin og geri þau út héðan frá fsafirði ákveðið tímabil til reynslu. Verði hér valdar á þau áhafnir, að svo miklu leyti, sem þær yrðu ekki norskar, og skyldu þær valdar með sérstöku tilliti til þess, að þar væru í hópnum sem flestir þeir menn, sem gætu orðið færir ti'l forystu um selveiðar í framtíðinni. 2. Rannsakað verði, hvaða stærðir og gerð- ir henti bezt til selveiða hjá okkur íslendingum, — og því næst sérstaklega, hvort ekki sé unnt að samrýma þær gerðir skipanna til ýmissa annara veiða. Yrði sú raunin á, að ekki væri fáanleg norsk skip skal vinda bráðan bug að því, að láta smíða að minnsta kosti tvö selveiða- skip, sem á séu vuidir skipstjórar og skyttur úr selveiðaflotanum norska — og síðan verði þau gerð út héðan úr bænum. 3. Rannsakaðir séu möguleikar til innlends iðnaðar í sambandi við selveiðar, hvað helzt borgi sig að vinna, hvert magn hráefnis þurfi að vera fyrir hendi til þess að vinnsla þessi svari kostnaði, og hve stóran selveiðaflota þurfi til þess að afla sliks magns á þei.n fjórum til fimm mánuðum úr árinu, sem líklegt má telja, að selveiði muni verða stunduð héðan. Greinargerð: Eins og flestum er kunnugt hér á landi, hafa ýmsar þjóðir, svo sem Norðmenn, Rússar, Kanadamenn, Bandaríkjamenn og Japanir, stundað selveiðar um langt skeið í Norðurhöf- um. Kunnastar olckur íslendingum eru selveið- ar Norðmanna, enda hafa norskar selveiðaskút- ur rnjög oft leitað hafna á Vestfjörðum og Norðurlandi og þá einkanlega hér á ísafirði. Hafa Norðmenn gert út til selveiða fjölda skipa af ýmsum stærðum, allt frá fjörutíu smá- lestum og upp í 300 smálestir, og mun nokkuð af þeim skipum, sem á veiðum voru, þá er Noregur var hernuminn árið 1940, hafa leitað til brezkra hafna. Hin nýjustu selveiðaskip Norðmanna voru flest, ef ekki öll, mótorskip, og munu þeir hafa notað þau á síldveiðar, lúðu- veiðar, þorskveiðar og hákarlaveiðar, þá er þótti lítil von um hagnað af selveiðum eða á þeim tímum árs sem þær geta alls ekki komið til greina. Fyrir styrjöld þá, sem nú geysar, nutu fisk- veiðar Norðmanna ríkisstyrks, en svo mun ekki hafa verið um selveiðarnar. Þær munu hafa borgað sig beinlínis. Sellýsi var og í hærra verði en t. d. síldarlýsi og eftirspurnin eftir því var og meiri en eftir hinu. VlKINGUR 205

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.