Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 7
og teikningum, unz þær lágu fyrir fullgerðar í byrjun þessa árs. — Hvers konar iðnaður er fyrirhugaður í verksmiðju þessari? — Sú er tillaga dr. Þórðar, að sameinað verði í eitt fyrirtæki og eina húsasamstæðu, hrað- frystihús, fiskúrgangsverksmiðja, — sem jafn- framt gæti verið síldar- og karfabræðsla —, og lifrabræðsla. Ennfremur yrði í verksmiðju þessari ísframleiðsla til ísunar á fiski. — Bæjarstjóri nær í pappírsstranga mikla og sýnir mér teikningar dr. Þórðar. Jafnvel leikmaður sér það brátt, að þar er stórhugur og myndarbragur á öllu, — þar skal vera hátt til lofts og vítt til veggja. Hér skal vélaiíraf tur- inn notaður til hins ýtrasta, svo að mannshönd- in þurfi lítið annað að gera en að stjórna vél- unum. Rennibrautir og bönd verða um þvert og endilangt húsið. — Hvað kostar slík verksmiðja sem þessi?, sp3rrjum vér. — Samkvæmt áætlun dr. Þórðar verður stoín- kostnaður fyrirtækisins 3 milljónir króna. — Og þið eruð ekkert hræddir við að leggja í þann kostnað? — Við erum bjartsýnir. Hér á ísafirði höf- um við ekki haft af neinum eiginlegum stríðs- gróða að segja, í samanburði við suma aðra Kaupstaði. En atvmna hefur verið mikil og góð, og að sjálfsögðu hafa sjómenn notið hins hag- stæða fiskverðs. Þetta hefur gert menn bjart- sýna. — Og auk þess trúum við því staðfast- lega, að ef einhver iðnaður getur borið sig hér á landi í framtíðinni, þá sé það iðnaður í sam- bandi við aðalatvinnuveginn, fiskveiðarnar. Ég held að verksmiðjumál þetta sé komið á þann rekspöl, að ekki verði aftur horfið. Á bæjar- stjórnarfundi, 25. júlí í sumar var samþjrkkt eftirfarandi tillaga í málinu: „Bæjarstjóra sé faíið að athuga um stoínun hlutafélags með 1 millj. kr. hlutafé, til þess að koma upp nefndu fiskiðnaðarfyrirtæki. I þeim tilgangi leggi ijæjarsjóður fram helming hlutafjársins“. — Og hvernig eru undirtektir? — Til þess hefur lítt komið enn að á þær reyni, en óhætt mun að segja að mál þctta eigi mildu fylgi að fagna í bænum. Þá heíur það verið lagt fyrir Nýbyggingarráð og fengið hinar beztu viðtökur. — Fleiri nýjungar? — Hér er á prjónunum annað mikið fyrir- tæki, sem snertir náið útgerðarmál bæjarins og raunar framtíð hans alla. Það er uppfyliing mikil, sem fyrirhuguð er milli bátahafnarinn- ar og svonefndrar Neðstakaupstaðarbryggju. Á síðastliðnum vetri samþykkti bæjarstjórn til- lögu hafnarnefndar um að íela þeim Jóm H. VlKlNGVR Sigmundssyni og Marsellíusi Bernharðssyni að gera tillögur og uppdrætti að slíkri uppfyllingu. Hafa þeir fyrir nokkru lagt fram tillögur sín- ar. Er þar svo til ætlast, að gerður verði mikill varnargarður, annað tveggja úr stáli eða stein- steypu, og síðan fyllt upp fyrir ofan hann með uppmokstri úr höfninni. Dýpi við hafnargarð- inn verður 7,5 metrar, og geta þá öll venjuleg hafskip legið þar. Verður þarna í framtíðinni ísfirzki flotinn. — Dísirnar fimm. miðstöð allra vöruflutninga til og frá fsafirði. Upp af hafnarbakkanum verður mikið og gott landrými til geymslu hvers konar þungavöru. Er þess orðin hin mesta þörf að upp- og út- skipun þungavarnings flytjist að langmestu eða öllu leyti af núverandi bæjarbryggju, sem ekki getur lengur fullnægt þeirri miklu þörf, sem þarna er fyrir hendi. Á uppfyllingunni, ofan við hinn væntanlega hafnarbakka, er tal- að um að fiskiðnaðarverksmiðjan standi. Þa er og ætlunin að reist verði fiskaðgerðahús og veiðarfærageymslur á núverandi bátahafnar- uppfyllingu. Undirbúningur þessa máis er kominn á góðan rekspöl. Hefur vitamálastj óra verði falið að festa kaup á efni til verksins og er hugmynd- in að hefjast handa hið allra fyrsta. Þetta verð- ur einnig milljónafyrirtæki. Lausleg kostnaðar- áætlun er 114 milij. kr. — Eru ekki uppi einhverjar ráðagerðir um togaraútgerð héðan? — Jú, það ,má er komið á rekspöl. Sótt hefur verið til Nýbyggingarráðs um tvo nýtízku tog- ara frá Englandi. Var og samþykkt á bæjar- stjórnarfundi fvrir nokkru að stofna til bæj- arútgerðar ef togarar þessir fengjust. — Er fleira að segja um störf Atvinnumála- nefndar? — Þess má geta, að nefndin hefur rætt all- mikið um rekstur selveiðiskipa frá ísafirði. Er nú komið á annað ár síðan send var áskorun og ítarleg greinargerð til Alþingis um það mál. Bæjarstjóri sýnir mér greinargerðina og 203

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.