Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 4
þeir hafa ánægju af að heimsækja og sem út á við eiga að geta orðið þeim og þjóð þeirra til sóma. Landssamband íslenzkra útgerðarmanna hef- ur þegar gefið 10 þús. krónur til myndunar sliks heimilis í Fleetwood. Peningar þessir ásamt vöxtum eru geymdir reiðubúnir í vörzlu Sjó- mannadagsráðsins í Reykjavík, en enginn aðili eða stofnun hefur enn gefið sig fram til að hafa forgöngu í að framkvæma þessa mikils verðu og bráðnauðsynlegu hugmynd. Það er varla að búast við að hægt verði að hefjast handa í þessum efnum nema með talsvert miklu fé. Félagssamtök sjómanna ættu að leggja fram peninga í þessu skyni ef þau mögulega gætu, en um fram allt er það ríkisstjórnin og Álþingi sem á að láta þetta mál til sín taka og veita það fé sem á vantar til að hægt sé að stofna heimil- ið og reka það með viðeigandi myndarbrag. Sumir vilja ef til vill halda að nú sé þetta of seint, en það er ekki rétt. Það er einmitt vafa- samt að hægt hefði verið að koma þessu í fram- kvæmd á viðeigandi hátt fyrr en nú, vegna örð- ugleika á að fá nægilega gott fólk til að veita slíku heimili forstöðu. Eins og gefur að skilja, þarf vel að vanda til húsbændanna svo að þeir njóti óskorðaðs trausts og virðingar bæði út á við og inn á við. Slíkt heimili þyrfti, fyrir utan húsnæði handa húsbændunum, að hafa vistlega veitingastofu, lestrarsal og bókageymslu í þjóðlegum og þokkalegum stíl. 1 veitingastofunni þyrfti að vera búr, ,,bar“ á „café-tarian“ vísu, þar sem menn gætu fengið keypt ölföng og kaffi með því að afgreiða sig sjálfir, til að spara heimilis- fólkinu fyrirhöfn og þjónustu. Á þjóðlegum hátíðisdögum svo sem á fullveldisdaginn og Sjó- mannadaginn ætti að hafa snoturt boð, þar sem boðið væri einhverjum af forráðamönnum bæj- arins eða afgreiðslumönnum til að auka kynni meðal þeirra og sjómannanna, sem gista bæinn; einnig ætti sjómönnum að vera leyfilegt að bjóða með sér gestum þegar þeir óska þess. Sjómönnum verður frá byrjun að vera, það Ijóst, að það er þeim sjálfum, sem ber að halda uppi röð og reglu á heimilinu undir eftirliti hús- bændanna, og það er enginn efi á því að þeir munu gera það ef þeim fellur heimilið vcl í geð, eins og þarf að vera. Þott tslendingum hafi ekki enn tekizt að koma úpp þannig heimili, þá hefur öðrum þjóðum tek- izt það. Sérstaklega gætum vér í þessum efnum tekið oss Hollendinga til fyrirmyndar. Þeir hafa yfir stríðsárin haft sinn sérstaka „Nederlansche Club“ í Lordstreet í Fleetwood, sem rekinn hef- ur verið í sambandi við Holland House, hollenzkt veitingahús á sama stað, sem nú er verið að loka, vegna þess að Hollendingarnir eru að hverfa heim til sín. Þetta Hollendinga heimili hefur notið mikils álits og hefur verið hollenzku fiskimönnunum gott athvarf yfir ófriðarárin. Það vakti heldur ekki lítinn fögnuð þegar Júlí- ana ríkiserfingi kom þangað í heimsókn í vetur til að rabba við sjómennina. Nú þegar hið vinalega Hollenzka heimili iief- ur verið lagt níður, eigum vér Islendingar að taka við og stofna veglegt heimili fyrir vora sjó- menn; þeir eiga það meira en skilið að eitthvað verði fyrir þá gert í þessum anda. Vér eigum engan heimamarkað fyrir fisk- inn, sem vér getum látið oss nægja eftir stríð- ið, vér komumst ekki hjá því að sigla beint á náðir hinna erlendu neytenda. Það er því nauð- synlegt að skapa oss tryggan samastað 1 því skyni. Á þeim stöðum eigum vér að skapa fiskimönn- unum sameiginlegt athvarf, með heimili fyri þá. Hefjumst nú þegar handa með þetta fyrir aug- um. Byrjum í Fleetwood. I V esturhelmsblaSinu „Heimskringlu“, sem hingað hefur borizt nýlega, er skýrt frá fisksikipi því, sem Fiskimálanefnd iiefur fest kaup á í Ameríku. Ummæli blaðsins fara hér á eftir: „í Tocoma, Wash., var 27. júní togara lileypt af stokkum, 85 feta löngum og gerðum af skipasmíðafé- lagi í nefndri borg (Paeific Boat Building Co. of Tac- oma). Var skipið skýrt af frú K. S. ThórÖarson, timu varakonsúls Tslands í Seatle, Kolheins ThórðarSonar og nefnt „Fanney“. Skipið var smíðað fyrir ríkisstjóm íslands. Undir eins og vélar skipsins hafa verið reyndar, l(;gg- ur það af stað í ferðina til Islands, en vegalengdin um Pannma-skurðinn er sögð 8,000 mílur. íslenzkur skip- stjóri, Ingvar Einarsson liefur verið vestur á strönd síðan í desember í vetur og hefur verið fyrir hönd stjórnar Islands að kynna sér togaraveiðar Bandaríkja- manna vestra, og líta eftir smíði skipsins. Við blöð í Tocoma lét Ingvar skipstjóri vel af skip- inu. Venjuleg skipshöfn á svo stóru skipi, er 18 manns, en vegna fullkomins vélaútbúnaðar á „Fanney“ er (‘kki búizt við nema 0 manna skipshöfn. Hér er um mótorskip að ræða, en þnu munu hvergi neina á vesturströnd Ameríku vera notuö til togaraveiða. Að heiman koin Ingvnr skipstjóri flugleiðis til New York, en með járnbrautalest þaðan vestur. Verður förin til baka ekki eins skjót. Ætlar skipstjóri 50 daga til hennar þurfa. Verður fáménnt m.iög á skipinu frá Toc- oma til New York, en þar hætist við skipsliöfniria. Skipstjórinn kvíðir ekkert fyrir hinni löngu ferð heim. Hann hcfur verið öll stríðsárin í siglingum um Atlanshafið, hreði vestur um haf og til Englands innan um sjósprengjur Þjóðverja. Hann var um tveggja mánaða skeið á togara frá San Franeisco til að kynnast starfinu hér svo að hann gæti kennt þeim heima“. 200 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.