Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 5
Framtíðarrétti kastað á glæ Rétt er að benda áaðá þeim svæðum utan lögsógu þar sem sjávarút- vegsráðherra hefur ákveðið kvóta á skip, eða að heildarveiði hefur verið ákveðin með samningum við önnurríki, eríengum tilfellum um sömu möguleika tii raunverulegs eftirlits og veiðistjórnunar að ræða hjá ís- lenskum fiskiskipum og fiskiskipstjórum og þeim erlendu sem veiða á sömu svæðum. Einnig er ijóst að framkvæmdin er að okkar mati, hjá FFSÍ, með þeim hætti að við íslendingar eigum að haga okkur eins og „heilagar nunnur“ á sama tíma og aðrir geta haldið úti veiðum allt árið án þess að við getum gert neitt annað en mæta vendinum með bros á vör. Flæmingjagrunn. ísland hefursett einhliða kvóta sem er frjáls og sel- janlegur í leigu eða varanlega sölu. Aðrar þjóðir veiða samkvæmt veiði- dagakerfi, sem virðist teljast saman íþeim veiðidögum, sem trollið er í sjó. Frátafir frá veiðum teljast ekki veiðidagar. Allir aðrir en íslendingar telja þannig veiðidagakerfi sér hagstætt. Niðurstaðan er sú að fjöldi af okkar skipum hættir veiðum, aðrir veiða áfram á svæðinu, löngu eftir að íslendingar hætta veiðum. Veiðieftirlit er á svæðinu og því fylgt eftir af Kanadamönnum. Fteykjaneshryggur. Samið um heildarveiði innan NEFAC. Við úthlutum kvóta á skip og leigjum og seljum bæði á skip með veiðiheimild innan og utan lögsögu. Við beitum ströngum eftirlitsreglum á okkarskip og sjáum til þess að ekki sé veitt umfram kvóta. Eftirlit með öðrum eralls ekkert og við getum með engum hætti haft áhrif á að skip annarra þjóða hætti veiðum. Niðurstaðan er sú að við hættum veiðum en aðrar þjóðirhalda veiðum áfram líkt og ífyrra. Norsk-íslenska sildin. Eftirgjöf okkar í samningum vorið 1996 lækkaði hlutdeild okkar varanlega til framtíðar. Þeir samningar voru réttlættir með þvíað við með fjórlandasamningum vorum að einangra EB og koma í veg fyrir að þeir sköpuðu sér sterkari stöðu. Reyndin varð sú að „heilagi nunnuleikurinn" okkar varð okkur sjálfum að falli, og EB gaf upp 190 þúsund tonna veiði, og sótti aukinn veiðirétt sér til handa út á veiði sinna skipa. Niðurstaðan er sú að við töpuðum veiðirétti en þjóðir EB, Rússar og Norðmenn fengu hlutfallslega meira. Færeyingar fengu þætur með þviað fá að veiða síld imeira mæli í norsku lögsögunni og auk þess loðnu hjá okkur. Segjum upp loðnusamningi. I síldarsamningum við Norðmenn eigum við að þúa okkur til þetri vígstöðu og segja upp loðnusamningunum. Eins og mál hafa þróast höfum við engu að tapa í stöðunni gagnvart Norðmönnum. Það er mat okkar í FFSÍ að íslenskir fiskimenn sitji ekki við sama þorð og fiskimenn annarra þjóða íveiðum, framkvæmd og eftirliti né samkeppni um afiann á þeim veiðisvæðum sem áður voru nefnd, eftir þá samninga og ákvarðanir sem íslensk stjórnvöld hafa tekið á undanförnum misserum. Staða okkar til virks eftirlits með veið- um úr áðurnefndnum stofnum er svo til engin og verður ekki fyrr en út- hafsveiðisamningurinn verður fullvirkur sem sennilega verður ekki fyrr en með nýrri öld. Þar til hafa ábyrgar aflatölur okkar f lönduðum afla ekki neitt með það að gera hver þróunin verður í heildarveiðinni úr áð- urnefndum stofnum. Það sem erþó verst, erþað að líklega mun aukin veiði annarra til aldamóta vinna þeim þjóðum inn aukinn veiðirétt, rétt eins og EB og Rússar fengu síðast út á sínarauknu veiðar, þurtséð frá heilagleika okkar. Útgefandi: Farmanna- og fiskimannasamband Islands, Borgartúni 18, 105 Reykjavík. Ritstjórn: Hverfisgötu 8-10,101 Reykjavík, sími 562 6233, fax 562 6277. Afgreiðsla: sími 562 9933. Auglýsingar: sími 587 4647. Ritnefnd: Guðjón A. Kristjánsson Benedikt Valsson Hilmar Snorrason Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurjón Magnús Egilsson Auglýsingastjóri: Sigrún Gissurardóttir Setning og tölvuumbrot: Útgáfufélagið Filmuvinna, prentun & bókband: Grafík Forseti FFSÍ: Guðjón A. Kristjánsson. Framkvæmdastjóri: Benedikt Valsson. Aðildarfélög FFSÍ: Skipstjórafélag Islands, Skipstjórafélag Norðlendinga, Stýrimannafélag íslands, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Félag matreiðslumanna, Skipstjóra- og stýrimannafélögin: Aldan, Reykjavík; Bylgjan, Isafirði; Hafþór, Akranesi; Kári, Hafnarfirði; Sindri, Neskaupstað; Verðandi, Vestmannaeyjum; Vísir, Suðurnesjum; Ægir, Reykjavík. 6 Atti 30 þúsund krónur eftir tveggja mánaða túr, viðtal við Hálfdán Einarsson Smugufara 8 Myndlistin tekin við af matargerðarlistinni, segir Hjörtur Guð- mundsson, sem nýlega hélt sína fyrstu sýningu 10 Sumarstúlka á sjó, Jónína Snorradóttir, er ekki bara falleg, heldur blundar líka í henni sjómannsblóð. 12 Utan úr heimi: Morse að hverfa, Skipafélag hættir, Fullt troll af viskíi, Meira um mengun, Ævintýrabækurnar 13 Siglingar í Kína, Sjóránárið 1996, Elding ræðst á skip 14 Gjaldþrot, Siglingaleið lokast, Nýttskip ÍKÍna, Laun hækka á Indlandi, Nýtt met slegið 15 Búnir að fá nóg, Flippar á sjó, Skipsskaðar árið 1996 16 Allan fisk á markað? [tarleg úttekt hvort raunhæft sé að allur fiskur fari um fiskmarkaði 22 Kjaraviðræður hafa gengið afar hægt Benedikt Valsson segir frá kjaraviðræðum farmanna. 23 Ekki vilji hjá viðsemjendum Guðjón A. Kristjánsson segir frá kjaraviðræðum fiskimanna. 47 Á annað hundrað manns fórust á 15 árum Vönduð umfjöllun um stöðugleika íslenskra fiskiskipa. Forsíðumyndin er tekin af Sigurjóni M. Egilssyni. Mestu framfarimar í sjómennsku tíð þeirra Rætt við fimm valinkunna sjóara um hvað eru mestu framfarir sem þeir upplifðu. 34 Viðtöl við nokkra vegna breytinga á samsetningu fiskiskipaflotans 44 Er orðið ógeðslegt að koma nálægt útgerð Friðrik Benónýsson, á Gullborginni VE, segir sína skoðun umbúðalaust. Pabbinn var á salti og sonurinn í Smugunni Viðtal við fjölskyldu sem hefur miklar reynslu af fjarvistum. 56 Sjávarútegssjóður íslands Bókaverðlaun Víkingsins 57 Samvinnu- ferðir-Landsýn 58 Framtak Skiparadíó 59 Skynjaratækni 60 MD-vélar Rafver 61Stálvinnslan Sjómannablaðið VIkinguh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.