Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 11
færist undan að svara þeirri spurningu en segir þó að það hafi komið fyrir. „Um borð í skipi sem er úti á hafi í marga mánuði verður að taka fyrir allt slíkt. Við vo- rum öll góðir vinir og það ber bara merki um vanþroska að geta ekki séð konur í friði í vinnunni,“ segir hún og þar með er það mál útrætt. Hvað viðvíkur sjóveiki segir Nína að hún hafi aðeins fundið fyrir henni í tvo sólarhinga fyrra árið og ekkert það síðara. Hins vegar hafi hún í brælu fundið fyrir velgju en ekki meira. Þegar viðtalið er tekið er Nína að bíða eftir að kom- ast í loðnufrystingu en það lítur ekki alltof vel út með frystingu í ár. Hún hefur undanfarið verið á flug- freyjunámskeiði hjá Atlanta, stóðst prófin og vonast til að komast í pílagrímaflugið í marsmánuði. „Ég lít ekki á sjómennskuna sem framtíðarvinnu en ég vil gjarnan fara aftur á sjó. Ég get að minnsta kosti ekki lifað án þess að sjá sjóinn og er alin upp við sjó og fiskvinnslu," segir Nína Snorradóttir og telur að Smugan sé góð reynsla fyrir störf í Saudi- Arabíu. ■ Utbúum lyfjakistur fyrir skip og báta. Eigum ávallt tilbúin lyfjaskrín fyrirvinnustaði, bifreiðir og heimili. INGÓLFS APÓTEK Almennur sími 568 9970 Beinar Ifnurfyrir lækna 568 9935 og í byrjun gekk veiði heldur treglega en úr rættist. Seinna sumarið var Nína eina konan um borð í Bylgju. Fyrrihluta sumars var fiskað á heimamiðum og síðan tók Smugan við. Eins og hjá öðrum Smuguförum gekk veiði illa í fyrrasumar og af- raksturinn lítill miðað við væntingar. „Þegar lítið fiskast er hætta á að mórallinn í mannskapnum detti alveg niður í vonleysi. Þá er nauðsynlegt að allir séu sam- taka um að reyna að gera það besta úr samverunni. Mórallinn var mjög góður hjá okkur, enda áhöfnin að mestu ungt fólk,“ segir hún. Síðari Smugu- ferð Nínu stóð í 60 daga sam- fellt. Konur geta LÍKA VERIÐ Á SJÓ Þar sem Nína lítur ekki út fyrir að vera mikill bógur er forvitnilegt að heyra hvort togarasjómennska sé á færi kvenna almennt. „Frystiskipin eru að mörgu leyti eins og fljótandi frystihús. Að öðru leyti er ekki hægt að líkja vinnunni saman, því á sjónum tekur maður þátt í öllu. Þótt ég vinni ekki á dekki sé ég fiskinn koma um borð. Þá er farið niður til að blóðga, flaka, snyrta og pakka. Þegar slegið er úr frystitækjunum fer ég í að binda kassa og ganga frá. í venjulegu frystihúsi í dag er konum ekki ætlað annað en að snyrta eða pakka,“ segir hún. „Það hefur hins vegar ekkert með kynferði að gera hvort viðkomandi þolir einangrunina og langt úthald, það er per- sónubundið." Nína segir vinnuna um borð í togara þar með Ifkamlega erfiðari en í venjulegu frysti- húsi. Og þegar mikið fiskast er vinnan erfið. Efst: I heimsókn hjá strákunum um borð í Sindra VE. í miðið: Bakað fyrir strákana um borð „eins og góðri stúlku sæmir“. Bragi nælir sér í snúð. Neðst: Nálin þrædd fyrir netabætningu um borð. „Ég veit ekki á hverju maður heldur sér gangandi þegar staðin er frívakt eftir frívakt. Kannski á þrjóskunni einni saman. Ég hef unnið á hjúkr- unardeild á Hrafnistu, sem er jafnerfið vinna líkamlega og ekki síður andlega. Á slíkri deild þarf maður að lyfta fólki í rúm, í hjólastóla og bað. Þótt ég sé nú ekki há í loftinu ræð ég við að lyfta kössum sem eru 30 kíló,“ segir Nína. Hún segir að strákarnir hafi í byrjun reynt að hlífa henni en þegar hún gaf ekkert eftir hafi dregið úr hjálpse- mi þeirra. Óþroskað að sjá EKKI KONUR í FRIÐI Þar sem Nína var eina konan um borð, ung og falleg, er ekki ólíklegt að strákarnir hafi reynt aðeins við hana. Hún SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.