Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 49
Annað sem Gunnar tekur fram varðandi andlega og félagslega þáttinn er munurinn á vmnubrögðum um borð i skipunum. >,A saltfisktúrunum voru alltaf verkefni. Allt var unnið á höndum og því tók vinnslu- ferlið lengri tíma. Eftir að fiskurinn kom á dekk var hann blóðgaður, þá hausaður, síðan flattur og saltaður. Síðan var hann tekinn uPp, hristur, honum umstaflað og síðan saltaður á ný. Ef engin var veiðin var nóg að gera í umstöflun á fiskinum, endursöltun eða flatningu. Það var aldrei tími til að láta sér leiðast," segir Gunnar. „í dag eru menn verkefnalausir þegar ekkert veiðist. Að sitja auðum höndum yfir engu fer illa með hvern mann.“ FjÖLSKYLDAN ER HEILÖG A togurunum í gamla daga var ekki mynd- bandstæki, útvarp heyrðist stundum en menn lásu mikið á frívöktum. Engir voru farsímarnir og þvi þurfti að tala við fjölskyld- una í gegnum talstöð. Skilyrði voru misjöfn en um borð í skipunum var loftskeytamaður sem sá um samskiptin við umheiminn. „Við Gíslína komum okkur upp ákveðn- um leynikóda til þess að ég gæti gefið henni til kynna hvað við höfðum fiskað. Auðvitað var aldrei talað um nein vandamál eða leiðin- di, það gátu allir hlustað. Annað sem var algjört tabú um borð í skipum var fjölskyl- dan. Menn gátu talað, hlegið eða rifist en aldrei var höggvið nálægt fjölskyldunni, hún var heilög.“ SjÓMENN HÖFÐU MEÐBYR Einnig segir Gunnar að hér áður fyrr hafi sjómenn haft meðbyr í þjóðfélaginu. Sjó- mennskan var talin gott og göfugt starf og sjómenn nutu virðingar samborgaranna. „Það er eitthvað annað upp á teningnum í dag. Núna er engu líkara en sjómenn séu að taka eitthvað frá öðrum og enginn tekur upp hanskann fyrir þá. Umræðan um svokallaðan sjomannaafslátt — sem ég tel nú reyndar rangnefni, því hann er enginn afsláttur — er eitt dæmið. Þessi svokallaði sjómannaafslátt- ur kom inn í kjarasamninga okkar til þess að mæta kostnaði sem við höfðum vegna hlífðarfata. Stakkarnir, sem voru úr striga sem í var borinn fernis, rifnuðu við minnsta hnjask. Síðan var sami skattaafsláttur veittur borðalögðum skipstjórum á flutningaskipum sem fengu hvort sem er einkennisbúning. Þar með voru allir menn sem skráðir voru á skip komnir með þessi kjör, sem aldrei átti að verða.“ HAGÆÐAVARA A HAGSTÆÐU VERÐI TOOVÍR SNURPUVÍR VINNSLUVÍR KRANAVÍ R Skoðun og uiðgerðir gúmmíbáta Einnig skoðun og viðgerð bjargbúninga Gúmmíbátaþjónustan Eyjaslóð 9, Örfirisey sími 551: 4010 Fax: 562 4010 Útgerðarmenn — vélstjórar. Önnumst allar raflagnir og viðgerðir í bátum, skipum og verk- smiðjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki. SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.