Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 19
fiskvinnslu útgerðar skipsins. Farmurinn færi allur í einhverja tiltekna pakkningu sem kostaði eininguna 100 í afurðasölu. Vel gæti verið að yngsta ýsan í farminum, tveggja sól- arhringa gömul, hefði getað selst á Ameríku- markað fyrir 150 eða jafnvel 200. En ekki væri gefinn kostur á slíku. Allur ýsuafli togar- ans færi í vinnslulínu sem skilaði ekki hærra verði en 100. Ef þessi sami afli kæmi á markað væri fullt af möguleikum til að nýta hann betur. Einn þeirra væri innanlands- markaður sem greiddi ágætlega fyrir ýsu. Annar væri vinnsla í flök á Bandaríkjamarkað og þriðji væri beinlaus og roðlaus flök á Ameríku eða Bretland og afgangurinn í blokk. En í dag færi svona farmur í hæsta lagi í tvo flokka, fimm punda pakkningar og blokk. Allur fiskur á markað hljóti því að leiða til aukinnar verðmætasköpunar í greininni og fyrir þjóðarbúið í heild. „Það er talað um hættu á verðlækkun ef allt fer á markað. En vinnslugetan í landinu virðist vera ótrúlega mikil. Við höfum haft markað í tíu ár, að vísu með þetta takmark- aða magn. En við höfum ekki séð nema viku og viku í senn þar sem hefur orðið offramboð á fiski og verðið dottið niður. Vissulega gæti þetta breyst, en þarf það að vera af hinu verra? Kæmi ekki til þess að bátarnir drægju úr sókn þegar verðið lækkaði og sæktu meira þegar verð hækkaði? Aðlögunarhæfni sjávar- útvegsins er ótrúlega mikil eins og allir vita. Við eigum bara að leyfa markaðinum að vinna eins og honum er eiginlegt. Það færi enginn óbrjálaður maður að veiða þorskkvót- ann sinn í dag fyrir 30 krónur ef hann fengi 50 krónur eftir nokkrar vikur. Vinnslan fer á fullt þegar hún veit að það er að koma vertíð. Eftirspurn eykst og verð hækkar. Þegar við vorum að byrja með markaðinn hér voru fiskuppboð haldin á laugardögum. Margir nenntu ekki að vera að þvælast á uppboð á laugardögum, verðið fór niður úr öllu valdi. Þeir fáu sem mættu og buðu í græddu hins vegar á tá og fingri. Þetta fréttist og síðan mættu allir á laugardögum til að bjóða í og verðið fór upp úr öllu valdi. Nú passa allir sig á að mæta. Það eru um sextán sjálfstæðir fiskmarkaðir í landinu núna með um tuttugu útstöðvar. Það eru komnir markaðir í alla landsfjórðunga. Eins og ég sagði í upphafi eru engir tæknilegir örðugleikar því samfara að setja allan fisk á markað. Auðvitað gerist slíkt ekki í einum grænum og smáaðlögun þarf að koma til. Eftir það á þetta að geta gengið upp, ég tala nú ekki um ef viljinn er fyrir hendi,“ sagði Ólafur Þór Jóhannsson. ■ Sveinn Hjálmarsson, skipstjóri á Kaldbak EA Slíta þarf í sundur veiðar og vinnslu „Ég hélt fyrst að það væri allsherjarlausn að setja allan fisk á markað, en er kominn á aðra skoðun. Það er ekki hægt að fara að tala um að setja allan fisk á markað fyrr en búið er að slíta í sundur veiðar og vinnslu. Sami maður kaupir ekki og selur af sjálfum sér. Við höfum séð það mikið til starfsaðferða sægreifanna, að það verður að byrja á að skil- ja í sundur útgerð og landvinnslu," sagði Sveinn Hjálmarsson, skipstjóri á ísfisk- togaranum Kaldbak EA. „Meðan þeir sem eiga skipin eiga líka land- vinnsluna er þeim enginn akkur í að fá sem mest fyrir fisk sem fer á markað. Það er nefni- lega svo merkilegt í þessum sjávarútvegi, að ef menn leysa eitt vandamál þá búa þeir til óteljandi önnur. Eftir því sem þeir verða lærðari sem gera út fjölgar vandamálunum, svo einkennilegt sem það nú er. Það héldu allir að úrskurðarnefndin myndi leysa allan vanda varðandi fiskverðið. Sú nefnd leysti engan vanda þegar á reyndi. En það er mikill munur á meðalverði hjá þeim skipum sem setja á markað eða fiska í gáma og þeim skipum sem landa eingöngu heima. Ef ég væri sægreifi myndi ég aldrei ansa þessari kröfu um allan fisk á markað. Þá vildi ég hafa óbreytt ástand til að græða sem mest af peningum. En þeir sem ætla að selja á markaði geta ekki leyft sér að vera úti í tíu til tólf daga eins og við erum vanir. Fram að þessu höfum við þurft að veiða karfa fyrst og fremst að magni til, svo það væri nóg fyrir vinnsluna. Það þyrfti að breyta þessu því ekki færum við að selja lélegan karfa á markaði. Við vitum held- ur ekki hvernig markaðurinn tekur því ef komið er með 200 tonn af karfa á mánudegi og önnur 200 tonn á þriðjudegi. Við höfum ekki hugmynd um hvort hann getur tekið við þessu,“ sagði Sveinn. Hann sagði að undanfarin ár hefði hann nær eingöngu róið suður fyrir land, sem þýddi einn til einn og hálfan sólarhring aðra leiðina án þess að bleyta trolli í sjó. Ef allur fiskur færi á markað gæti hann gleymt því að koma norður til Akureyrar með aflann. Það væri út í hött að stíma þangað til þess eins að selja fisk sem væri einum og hálfum sólarhring eldri en hann þyrfti að vera. „Ég held að það sé varla framkvæmanlegt að koma öllum fiski á markað meðan sægreif- arnir eiga bæði landvinnsluna og skipin,“ sagði Sveinn Hjálmarsson. ■ Sjómannablaðið Víkingur 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.