Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 25
greindra skipstapa en samtals fórust í þeim 114 menn. Samkvæmt upplýsingum frá Siglingamála- stofnun hefur verið talið erfitt að að krefjast stöðugleikaútreikninga áður en smíði hefst vegna þess hve smíði skipanna tekur langan tíma og miklar breytingar gerðar á smíðatíma. Eru dæmi þess að 25 til 30% af eigin þyngd skipa sé kjölfesta. Af þessu má sjá hve mikið vandamál þetta er og að burðarþol skipanna rýrnar að sama skapi og kjölfestan eykst.‘ Komið hefur fram að stöðugleiki margra þeirra minni báta sem byggðir hafa verið á síðasta ári hefur engan veginn verið í sam- ræmi við þær kröfur sem gera verður um stöðugleika. Dæmi eru um að settir hafa verið tankar utan á síðu báts til þess að auka stöðugleikann. Nefndin telur af framansögðu augljóst að stórauka þurfi rannsóknir og eftirlit með stöðugleika íslenskra fiskiskipa. Leggur nefndin til að útgerðarmönnum skipa yfir 6 „Stöðugleiki íslenskra skipa og vanþekking skipstjórnarmanna.“ rúmlestum verði gert skylt að láta útbúa frumgögn til stöðugleikaútreikninga, halla- prófa skip og gera stöðugleikaú;trcikninga svo hægt verði með lítilli fyrirhöfn að gera sér grein fýrir stöðugleika skipanna og hvort gera megi breytingar ef þess yrði óskað (þetta á við um skip sem slíkar upplýsingar eru ekki til um). Eins og flestir vita sem nálægt útgerð koma eru breytingar á búnaði skipa nokkuð tíðar eftir því hvers konar veiðarfæri menn vilja vera með í skipunum. Samkvæmt upplýsingum frá ráðgjafafyrir- tæki mun áætlaður kostnaður við hallapróf- un og línuteikningar á skip vera nálægt kr. 200.000. Jafnhliða þess þarf að gera stórátak í því að fræða skipstjórnarmenn og útgerðaraðila þes- sara skipa um hvað stöðugleiki skips er. Hefur mjög borið á því að skipstjórnarmenn geri sér ekki grein fyrir því hvaða afleiðingar það hefur þegar þeir hrúga miklum afla á þil- far skips eða upp í hillur í lest, bæta við margs konar búnaði á þilfar án umhugsunar eða eru með mikið af veiðarfærum á þilfari. Nefndin Ieggur því einnig til að hert verði á allri afgreiðslu leyfa af hálfu Siglingastofn- unar um breytingar á skipum nema fram hafi verið lögð skrifleg gögn um í hverju breytin- gin sé fólgin og kannað sé hvort skipið þoli breytingu miðað við það verkefni sem ætlunin er að nota skipið til. Nefndin telur að það hljóti að vera skýlaus réttur þeirra sem sjó stunda að allar þekktar staðreyndir sem snerta öryggi sjófarenda verði nýttar. Ekki eingöngu þekking á tækjum til notkunar á neyðarstundu heldur fýrst og fremst sú þekking sem gæti komið í veg fýrir að grípa þurfi til neyðartækja, og þar er stöðugleiki skipanna í fýrsta sæti. ■ Sjómannablaðið Víkingur 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.