Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 38
Stefán Einarsson skipstjóri á Aðalbjörgu RE: Markvisst unnið að því að drepa þennan flota „Hinn hefðbundni bátafloti hefur engan málsvara og það er unnið markvisst að því að drepa þann flota. En þetta er sá floti sem heldur landvinnslunni gangandi. LÍÚ er alveg búið að gleyma okkur. Enda er enginn bátamaður í stjórn LIÚ. Sá félagsskapur ætti bara að heita Togarafélag íslands," sagði Stefán Einarsson skipstjóri á Auðbjörgu RE í samtali við blaðiðð. „Þessir bátar voru skertir í upphafi kvóta- kerfisins. Þá voru þeir flokkaðir sem síldar- bátar, humarbátar og þar fram eftir götunum og kvótinn skertur miklu meira en hjá örum. Það var fundinn upp allur andskotinn til að drepa þessa báta nógu skarpt. En þeir gáfu Norðlendingum sex hundruð tonn afþorski. Ég hef ekki séð að togari hafi verið skertur þótt hann hafi farið í úthafið. Ég hef ekki séð að togari hafi verið skertur þótt hann hafi farið á Flæmingjagrunn, Reykjaneshrygg eða í Smuguna. Þessir togarar hefðu aldrei farið í úthafið nema vegna þess, að það er bátaflot- inn sem er búinn að kosta þetta með því að kaupa kvótannaf þeim. Og þegar kvótinn var settur á fengu togarútgerðir að kaupa bátana í stað þess að setja vissa prósentu þarna á milli eins og var. Þetta var svoleiðis áður, að aflinn skiptist svo til jafnt milli togara og vertíðarbáta,“ sagði Stefán og var þungt í honum. „Nú er að koma miður mars. Allur báta- flotinn er búinn að liggja í 14 til 16 daga. Febrúar var sæmilegur en mars kemur út sem ónýtur. Svo þegar hávertíðin kemur þá hafa fræðingarnir okkar fundið upp eitthvað sem heitir hrygningarstopp. Hvað er þá gert við togarana? Ekki neitt. Þeir fá alls staðar að dansa lausir. Það er bara hinn hefðbundni vertíðarfloti sem er stoppaður. Það sjá allir hvert stefnir og hvað það er sem þessir menn vilja. ^ Það eru engir netabátar lengur gerðir út frá Reykjavík. Við bræðurnir vorum síðustu móhíkarnir. Þegar við vorum að byrja í gamla daga á vertíðinni var aldrei farið á stað fyrr en eftir 15. febrúar. Hjá mér tókum við 120 til 130 tonn í sex tólfneta trossur og helmingurinn gamall frá árinu áður. Ef ein- hverjum hefði dottið í hug að setja þetta út fyrir fjórum eða fimm árum hefði hann verið talinn bandvitlaus. Þetta er allt komið út í Norðurland vestra Fækkun vertíðarbáta frá 1975 52 % frá 1985 37 % Hækkun meðalaldurs frá 1975 14 ár frá 1985 4ár 28 ára 28 ára 1975 1980 1985 1990 1995 Norðurland eystra Fækkun vertíðarbáta frá 1975 31 % frá 1985 37 % Hækkun meðalaldurs frá 1975 17 ár frá 1985 5 ár 38 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.