Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 28
Nýr Alþjóðlegur hafréttardómstóll: Lausn á milliríkiadeilum um fiskveiðar Benedikt Valsson skrifar Höfuðstöðvar Alþjóðahafréttardómstólsins í Hamborg. Fyrsti Alþjóðlegi hafréttar- dómstóllinn, skom saman í Hamborg í október síðastliðn- um og hefur hans lengi verið beðið. Verulega hefur dregið úr átökum milli ríkja Vesturlanda á þurru landi og vonandi heyra þau sögunni til. Hins vegar kem- ur það fyrir æ ofan í æ að einstök bandalagsríki á Vesturlöndum skjóta aðvörunarskotum á skip hvors annars vegna baráttunnar um rétt tii fiskveiða og mikil- vægra jarðefna á og undir hafs- botninum. í ágúst 1996 voru skipaðir 21 dómari í Alþjóðlega hafréttar- dómstólinn, „The International Tribunal for the Law of the Sea“, sem hefur aðsetur í Hamborg í Þýskalandi. Einn þessara dómara er Guðmundur EirIksson. fyrr- verandi þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytsins. Dómar- arnir hafa gefið hátíðlega yfir- lýsingu í heyranda hljóði að þeir muni beita valdi sínu af óhlut- drægni og samviskusemi. Alþjóðlegi hafréttardómstóll- inn í Hamborg verður fyrsta stofnun Sameinuðu þjóðanna sem hefur aðsetur í Þýskalandi. Áætlað er að bygging dómshússins í borginni sem verður tilbúið árið 1999 muni kosta um það bil 6.000 milljón ísl. krónur sem Þjóðverjar greiða. Reiknað er með að árlegur rekstrar- kostnaður dómstólsins verði um 400 milljón ísl. krónur. Hinn nýi dómstóll er einstakur hvað snert- ir réttarfarsreglur. Til dæmis kemur svonefnd hafsbotnsdeilnadeild til með að hafa lögsögu, ekki einungis gagnvart þjóðríkjum, heldur einnig gagnvart fyrirtækjum og einstak- lingum. Dómstóllinn hefur einnig lögsögu gagnvart ríkjasamböndum eins og Evrópu- sambandið. Sem dæmi er álitið að dómstóll- inn geti tekið til meðferðar, kærur einstakra eða fleiri ríkja á hendur sambandinu vegna, sameiginlegrar fiskveiðistefnu þess. Hafréttarsamningurinn Tilraun til að móta og skapa algildar hafréttarreglur er næstum eins gömul og siglingar á hafi úti. Um 300 f.Kr. var mótuð svonefnd „lögbók Ródosar“ (Rhodian code) sem varðar reglur um verslun og siglingar á Miðjarðarhafinu. A miðöldum voru settar hliðstæðar reglur fyrir Atlanthafsströnd Evrópu. Á 17. öld kom hollenski lögfræðing- urinn Hugo Grotius fram með hugtakið „mare liberum“ sem skilgreindi að hafið væri nokkurs konar „almenningur" sem einstakar þjóðir gætu ekki gert tilkall til. Dómstóllinn byggir réttar- heimild sína á hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna, sem var undirritaður af fulltrúum 120 ríkja á þingi samtakanna árið 1982. Sett var skilyrði fyrir full- gildingu samningsins, að ekki færri en 60 þjóðríki staðfestu hann. Alþingi íslendinga stað- festi samninginn árið 1985 en hann öðlaðist gildi haustið 1994, þó ríki eins og Banda- ríkin, Bretland, Kanada og Dan- mörk hafi ekki enn staðfest hann. Árið 1995 undirituðu 112 ríki innan Sameinuðu þjóðanna mikilvæga viðbót við hafréttar- samninginn, eða svonefndan út- hafsveiðisáttmála. Sáttmálinn var staðfestur af Islendingum ár- ið 1996, en 30 ríki þurfa að staðfesta sáttmálann, til þess að hann öðlist gildi. Enn sem komið er hafa aðeins um 12 ríki fullgilt sáttmálann, þannig að einhver bið getur orðið þar til Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn, getur hafið störf á grundvelli samningsins, hvað snertir ágreining þjóða um rétt til veiða á úthafinu. Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna er talinn vera einn umfangmesti alþjóða- samningur sem um getur. Stofnsamningur- inn inniheldur um 320 lagagreinar með 9 viðaukum þar sem fjöldi lagagreina er allt 40 að tölu eins og í viðauka VI. sem fjallar ein- mitt um skipan, valdsvið og málsmeðferð Alþjóðlega hafréttardómstólsins. Úthafs- veiðisáttmálinn hefur að geyma um 50 laga- greinar með tveimur viðaukum. Hafréttar- samningurinn snertir ótal hliðar um réttindi og skyldur þjóða á hafi úti, en þar er helst að 28 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.