Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 50
 & Færi á frystiskip Þegar Gunnar er spurður hvort hann myndi sem ungur maður í dag ráða sig á frystiskip svarar hann hik- laust játandi. „Ef ég þyrfti að sjá fjölskyldu minni farborða með því að fara á frystiskip og í Smuguna myndi ég ekki hika við það,“ segir hann en leggur mikla áher- slu á eitt grundvallaratriði. „Þegar ég var upp á mitt besta í þessu voru tekjumöguleikarnir mestir á því að fara á sjó. Hins vegar gat maður fengið þokkalega vinnu í landi þar sem nóg var atvinnan. í dag er ekki um auðugan garð að gresja hvað varðar góða vinnu og allra síst fyrir mann sem vill hætta til sjós og koma í land. Með sérhæfingu í þjóðfélaginu hafa sjó- menn litla möguleika í samkeppni um góð og vellaunuð störf.“ Konan samþykkir ekki Af því Gunnar væri svona áfjáður í að fara um borð í frystiskip væri hann fimmtíu árum yngri er ekki úr vegi að spyrja Gíslínu hvernig henni myndi lítast á slíkt. „Ég yrði alfarið á móti því. Ég man vel þetta sumar sem Gunnar tiltekur, sumarið 1952, því þá gekk með okkar fjórða barn. Mér fannst útiveran alltof löng en ég var þó aldrei einmana. Við _ bjuggum í sama húsi og foreldrar mínir og ég hafði mikinn stuðning af móður minni. Slíkt var mikils virði þar sem Gunnar var mikið að heiman," segir Gíslína. Að hen- nar mati er Sveinn sonur þeirra alltof lengi í burtu og segist Gíslína vel skilja ungar sjó- mannskonur í dag. „Saltfisktúrarnir voru sem betur fer fáir en sjómenn á frystitogurum í dag eru mun meira að heiman. Alla jafna var Gunnar á ísfisktogurum en veiðiferðir stóðu í fjórtán daga. Algengt var að siglt væri með aflann og þá bættust aðrir tíu dagar við. Hins vegar var alltaf möguleiki á siglingafríi og það var mikill munur.“ Hér tekur Gunnar orðið og tekur dæmi af sjómanni á frystiskipi sem tekur mánaðar- sumarfrí í júní. Skipið er sent í Smuguna og túrinn tekur átta vikur. Þar með er sumar- fríið orðið tveir mánuðir. Sjómaðurinn fer um borð og skipið fer í aðrar átta vikur í Smuguna. „Þar með er þessi maður búinn að vera launalaus í tvo mánuði og aðrir tveir líða þar 50 Tengdadóttirin: „Mér kemur alltaf jafn mikið á óvart þegar talað er um laun þessara manna. Það er eins og sumum þyki þau alltof há. En þegar grannt er skoðað eru launin síst of há fyrir fjarveruna og fórnarkostnaðinn. Þessir menn hafa enga möguleika á venjulegu fjölskyldulífi eins og kröfur eru gerðar um í dag.“ skemmtanir var svosem ekki að ræða,“ segir hún. Aldrei vann hún starf utan heimilis, enda nóg að gera með allan þennan barnahóp, sem fæddur er á tuttugu árum. Þau bjuggu mestan sinn búskap ofarlega á Laugaveginum þar sem Gíslína var fædd og uppalin. Alltaf var gestkvæmt á heimilinu og flestir vinir og kunningjar sem áttu erindi í miðbæinn komu við í kaffi. Það var því aldrei tími til að láta sér leiðast. „Staða sjómannskvenna er önnur í dag. Vegna fjarveru manna sinna voru þær áður heimavinnandi, sem er óal- gengt í dag. Þær hafa minni stuðning af vinkonum og fjölskyldum eins og var í gamla daga. Ég myndi því aldrei sætta mig við að minn maður færi á frystitogara," segir Gíslína. til hann fær útborgað. I gamla daga voru túrarnir stuttir og þar með frítúrarnir líka,“ hann. Stuðningur frá vinkonum Gíslína segist líka hafa farið oft í siglingar með Gunnari hér áður fyrr. Á þeim tíma hafi úrvalið í útlöndum verið meira en hér heima og því töluverður munaður að komast í siglingu. Auk þess hafi utanlandsferðir ekki verið algengar hjá almúgafólki. „Hann færði mér og börnunum fatnað og annað þegar hann kom heim úr siglingun- um. Sumt af því sást ekki einu sinni hér á landi,“ segir hún. Aðspurð segist hún aldrei hafa verið ein- manna þótt Gunnar hafi verið megnið af þeirra búskap í burtu. Munaði mikið um félagsskapinn af fjölskyldunni í sama húsi. ,Auk þess átti ég margar góðar vinkonur sem ég fór af og til út með. Við fórum í leikhús eða í bíó og þegar Gunnar var í landi fórum við stundum í leikhús. Um aðrar Get ekki verið BÆÐI PABBA OG MAMMA Eins og áður segir er Sveinn, sonur þeirra Gunnars og Gíslínu, háseti á frystitogaranum Frera frá Reykjavík. Freri er í eigu Ögurvíkur hf. en hjá þeirri útgerð vann Gunnar síðustu starfsár sín á sjó. Eiginkona hans er Jóna Guð- mannsdóttir og eiga þau þrjú börn. Það elsta er stúlka sem er 16 ára, þá 11 ára strákur og 5 ára stelpa. Jóna vinnur við ræstingar 2-3 tíma á dag en að öðru leyti er hún heimavinnandi. Hvernig finnst henni löng útivera sjómannsins koma við heimilislífið? „Ég finn það mest á stráknum okkar hvað fjarvera pabba hans hefur mikil áhrif. Hann miðar við félaga sína sem hafa sína feður heima við og þeir geta verið að gera hluti saman sem feðgar gera,“ segir Jóna. „Eins og aðrir strákar æfir hann fótbolta og svo er hann í lúðrasveit. Ég hef nú aldrei verið nein áhugamanneskja um íþróttir en reyni að mæta á þá leiki sem ég get. Síðan eru fundir í kringum fótboltann og þar sit ég innan um hina „pabbana“. Síðast þegar Svenni var í landi mættum við öll á leik liðsins og ég fann hvað það var syni okkar mikils virði að pabbi hans var að horfa á. Þótt ég reyni get ég nefnilega ekki verið bæði pabbi og mamma.“ Meiri einangrun f Reykjavík EN Á LANDSBYGGÐINNI Jóna segir að hún finni meira fyrir einangr- un sjómannskonunnar í Reykjavík en úti á landi. Hún er alin upp í Vestmannaeyjum og Sjómannablaðið VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.