Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 52
sex á morgnana verður að vekja hana til að fara niður á bryggju. Þegar líður að brottför vill hún ekki að hann fari en eftir nokkra daga er hún búin að gleyma og snýr sér að öðru þar til hann kemur aftur. Mér finnst slæmt að þeir koma yfirleitt í land í miðri viku en sjaldan um helgar. Það er nú bara þan- nig að á heimilum sjómanna, eins og annarra, eru börn í skóla eða vinnu. Eins og hjá öðrum eru helgarnar frí- tími allra í landi.“ Launin síst of há Jóna segir að sjálfsagt vilji engin kona eiga mann á frystiskipi en ekki sé auðhlaupið að því að fá góða vinnu í landi. „Mér kemur alltaf jafn mikið á óvart þegar talað er um laun þessara manna. Það er eins og sumum þyki þau alltof há. En þegar grannt er skoðað eru launin síst of há fyrir fjarveruna og fórnarkostnaðinn. Þessir menn hafa enga möguleika á venjulegu fjölskyldu- lífi eins og kröfur eru gerðar um í dag,“ segir Jóna. A „VAKT“ FYRSTA SÓLARHRINGINN í LANDI Sveinn Gunnarsson er fæddur árið 1955, þremur árum síðar en Gunnar fór á saltfiskerí. Hann byrjaði 17 ára til sjós og hefur stundað í sjóinn síðan með hléum. Honum reiknast til að samtals hafi hann verið á sjó í 20 ár. Síðustu þrjú árin hefur hann verið á frystitogurunum Frera. Hann segir að útiveran á frystiskipunum sé alltof löng miðað við ísfisksskipin. „Það væri betra að túrarnir væru bara 14 dagar í stað lágmark 28 eða jafnvel fleiri. Þá myndi maður vera oftar í landi, styttra í hvert sinn auðvitað, en dytti ekki alveg úr sam- bandi við fjölskylduna.“ A sínum sjómannsferli hefur Sveinn verið á bátum, ískfiskstogurum og frystiskipi. Hver er munurinn? „Mér líkaði mjög vel að vera á bátunum og minni togskipum. Það eru færri kallar um borð og samfélagið lítið og náið. Útiveran var stutt og maður var oftar í landi. Það er gott að vera á 150 tonna bátum,“ segir Sveinn. „Bátaútgerðin er nánast orðin engin núna, kvótinn lítill og afkoma þeirra í engu sam- ræmi við frystiskipin. Ef maður er á annað borð sjómaður er eðlilegt að vera í sem bestu plássi, eins og á Frera, þar sem afkoman er Sonurinn: „Pjölskyldulífið er líka öðruvísi en þegar ég var að alast upp á Laugaveginum. Fjölskyldur voru barnfleiri og það voru heilu hóparnir á götunum. Afar, ömmur og frænkur bjuggu saman en nú er fjölskyldulífið einskorðað við pabba, mömmu og börn. Stórfjölskyldan er dreifð um borgina og heldur minna saman.“ góð. Ef sá tími kæmi aftur að bátaútgerð yrði hagstæð myndi ég skipta yfir.“ Hann segir að bátarnir séu oftar í landi; stundum er brælustopp en möguleikarnir og sveigjanleikinn sé meiri. Taka frí allan mánuðinn „Ef eitthvað stendur til hjá fjölskyldunni er lídð mál að taka frí í viku en ef maður er á frystitogara á þarf að taka frí allan mánuðinn eða meira.“ A frystiskipum eru staðið sex og sex eins og á öðrum togurum. Margir sjómenn hafa talað um það að eftir því sem útiveran lengist aðlagist líkaminn vaktaskiptunum. Menn standi því nánast sex og sex heima hjá sér í landi. „Þetta er alveg rétt og mjög sérstakt. Vaktatíma er breytt á milli túra. Á ísfisksskip- unura er þetta eins, en túrarnir styttri og því er maður fljótari að vinda ofan af sér. Eftir fjórar eða sex vikur hefur líkaminn aðlagast svo vel þessum vöktum að flestir eru á „vakt“ fyrsta sólarhringinn í landi, jafnvel tvo,“ segir Sveinn og nefnir að klukkan fimm einn daginn hafi hann alveg verið kominn að því að sofna í bílnum, enda sagði Iíkaminn að nú væri að koma hvíld. Hvað varðar tengslin við land segir hann þeir hafi útvarp og síma en stundum detti farsíminn út. Fjölskyldulífið er öðruvísi „Ég hef tekið eftir því hvað maður er gjörsamlega út úr kú hér heima þegar maður hefur aðeins eina útvarpsstöð á sjónum, Rás 1. Við höfum allar helstu fréttir frá Islandi og frá umheiminum. Á nóttunni heyrum við útdrátt úr dægurmálaþáttunum á öðrum rásum og þar eru aðrar fréttir. Ef við missum af þessum þáttum höfum við ekki hugmynd um dægurfréttirnar,“ segir hann. Hvað varðar fjölskylduna segir hann að börnin séu orðin nokkuð vön fjar- vistunum en auðvitað sé leiðinlegt að vera svona fjarri heimilinu um langan tíma. Hann er sammála mömmu sinni um að fjölskyldumynstrið sé breytt. „Fjölskyldulífið er líka öðruvísi en þegar ég var að alast upp á Laugaveg- inum. Fjölskyldur voru barnfleiri og það voru heilu hóparnir á götunum. Afar, ömmur og frænkur bjuggu saman en nú er fjölskyldulífið einskorðað við pabba, mömmu og börn. Stóríjölskyldan er dreifð um borgina og heldur minna saman,“ segir hann. Sveinn segir að aðbúnaður um borð í Frera sé eins og best verði á kosið. Þeir hafi góða klefa, ljósabekk og þrektæki. Miðað við aðbúnaðinn í gamla daga þegar pabbi hans var á saltfiskeríinu segir hann að aðbúnaður í dag sé tíu sinnum betri. Aðbúnaður fyrir neðan allar hellur „Ég fann það sjálfur hvað það er gott að brjóta daginn upp með því að æfa svolítið, sérstaklega þegar fiskerí er dauft dag eftir dag. Hins vegar vitum við að það hafa verið send skip í Smuguna þar sem aðbúnaður er fyrir neðan allar hellur. Síðan er það mannanna sjálfra að hafa ofan af fyrir sér og undirbúa sig vel undir langar fjarvistir að heiman,“ segir Sveinn og tiltekur spil, töfl og bækur til að lesa. ■ 52 SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.