Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 18
Olafur Þór Jóhannsson, formaður Samtaka uppboðsmarkaða og framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Suðurnesja hf. Fengjum hæsla mögulegt verð lýrír takmarkaða auðlind „Ég sé engan galla við það að setja allan ferskan fisk á markað. þegar við vorum að fara af stað með fiskmarkaði fyrir tíu árum sögðu ýmsir að þetta væri óframkvæmanlegt og markaðurinn hér á landi væri alltof lítill vegna smæðar samfélagsins. Það væri aðeins suðvesturhornið sem gæti talist eðlilegt markaðssvæði og þó væri það á mörkunum. En við höfum leyst öll mál mjög vel og enginn vandi að setja upp fiskmarkað hvar sem er á landinu í dag. Það er ekkert í veg- inum tæknilega að selja allan fisk á markaði," sagði ÓLAFUR ÞÓR JÓHANNSSON, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Suðurnesja og formaður Samtaka uppboðsmarkaða. „Sumir óttast að á smærri stöðum út um land verði allur fiskur keyptur burt og vinnsla leggist þar af, en ég er ekki hræddur um að svo fari. Við getum tekið sem dæmi að ef Reykvíkingi tekst að kaupa þorsk á ísafirði þarf hann að borga níu krónur á hvert kíló í flutningskostnað suður. Það væri því eitth- vað meira en lítið að í fiskvinnslunni fyrir vestan ef þeir gætu ekki keppt við Reykvíkinginn um þorskinn. En ef menn eru ekki samkeppnisfærir á þessum grundvelli verða þeir að taka til í sínum ranni, eða eru hreinlega á rangri hillu og ættu fyrir löngu að vera hættir að verka fisk. Þessi umræða sem nú er í gangi um allan fisk á markað er vegna kröfu sjómannasam- takanna þar að lútandi. Aðdragandinn er kvótabrask og þrenn verkföll sem sköðuðu allt þjóðfélagið. Ef allur fiskur færi á markað sé ég fyrir mér mikla þíðu í samskiptum útgerðarmanna og sjómanna. Það er að vísu nokkuð hjákátlegt að þetta hefði í för með sér þíðu í þeim samskiptum því maður skyldi ætla að þessir aðilar væru að keppa saman um að fá gott verð fyrir fiskinn. En útgerð og fiskvinnsla er alltof samtvinnuð hér á landi og þekkist óvíða annars staðar. Þetta skapar tortryggni sem myndi hverfa með því að allur fiskur færi á markað. En þessi tortryggni milli útgerðarmanna og sjómanna er einmitt mikið böl í atvinnugreininni, enda jaðrar þetta við stríðsástand," sagði Ólafur Þór. „Ef allur fiskur færi á markað fengi íslensk fiskvinnsla og íslenskt fiskvinnslufólk tæk- ifæri til að spreyta sig á að vinna allan þennan fisk. Við skulum samt ekki útiloka að ein- hverjir vildu kaupa hráefnið hér og flytja óunnið úr landi. Það gæti gerst en ég vil benda á að það hefúr mjög dregið úr slíkum útflutningi þrátt fyrir eða vegna fiskmarkað- anna. Með meira magni aukast mjög mögu- leikar kaupenda til sérhæfingar í vinnslu. Til þess að sérhæfa sig í vinnslu einhverrar teg- undar fiskjar eða stærðar, til dæmis á þorski eða ýsu, þarf að vera nægilega mikið magn á boðstólum til að nógu margir geti farið út í slíka sérhæfingu og þá í neytendapakkningar. Við verðum til dæmis varir við mikla eftir- spurn eftir ýmiss konar flatfiski sem hreinlega vantar á markaðinn. Ég get nefnt grálúðu. Menn fá oft mjög hátt verð fyrir einn og einn gám af grálúðu úti í Frakklandi. Hér þurfa menn að geta sérhæft sig í að fullvinna grálúðu, enda er bullandi eftirspurn eftir þeirri framleiðslu. Ef allur fiskur færi á mark- að sé ég fyrir mér mikla eflingu í fullvinnslu og framleiðslu í neytendapakkningar,“ sagði Ólafur Þór ennfremur. Aukin samkeppni „Til þess að menn séu samkeppnishæfir, ef allur fiskur er kominn á markað, þurfa menn annaðhvort að flytja afurðina út sjálfir eða skipta við afurðasala sem býður mjög gott verð. Þetta leiðir síðan af sér samkeppni milli afurðasalanna um að bjóða sífellt besta verðið. Þeir verða því alltaf að leita að nýjum mörkuðum og hærra verði. Niðurstaðan verður sú, að þá fáum við hæsta mögulega verð fyrir þessa takmörkuðu auðlind okkar. Það eru mörg ágæt fyrirtæki hér sem eru að vinna sinn „eigin“ fisk og senda á markaði erlendis gegnum sömu sölusamtökin. Eflaust eru þau að gera mjög góða hluti, ég ætla ekki að leggja dóm á það. En við fáum aldrei rétt- látan dóm á það vegna þess að við höfum enga mælistiku á hvort þeir eru endilega að gera það besta,“ sa gði Ólafúr. Hann tók sem dæmi, að togari kæmi að landi með 100 tonn af ýsu og landaði hjá 18 Sjómannablaðið VIkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.