Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 27
stöðugleika skipa vegna mismunandi að- stæðna, svo sem vegna veðurs, hleðslu og veiðarfæra, sem raskað geta stöðugleika skip- anna.‘ Ekki skulu hér tíundaðar orsakir þeirra sjóslysa, sem orðið hafa á síðustu árum, þar sem stöðugleika skipa hefur verið áfátt að einu og öðru leyti. Astæða er þó til þess að nefna hér sérstaklega kæruleysi við frágang á afla og veiðarfærum. Eru nokkur dæmi þess, að orsakir sjóslysa megi rekja til þess að afli og veiðarfæri hafi geymd á þilfari, oft í slæmum veðrum. Frágangur á fiski hefur oft verið óforsvaranlegur, þannig að aflinn hefur kast- ast til með þeim afleiðingum, að skip hafa lagst á hliðina og sokkið. I því sambandi ber eindregið að vara menn við því, af marg gefnu tilefni, að setja allan aflann í hillur, þannig að auðvelt sé að láta fiskinn beint í löndunarmálið. Er í sjálfu sér ekki óeðlilegt, að menn reyni að létta sér vinnu, en þegar það er gert með þeim hætti að skipi og áhöfn er stefnt í hættu, ef eitthvað bregður út af, þá er ekki hægt að una við slík vinnubrögð. Augljóst er að gefa þarf þessum málum sérstakan gaum, enda ætti öllum að vera það ljóst, hversu þýðingarmikið það er öryggi áhafna, að stöðugleiki skips sé ætíð fullnægj- andi. „Skortur á pólitískum vilja í mars 1984 skipaði samgönguráðherra nefnd níu alþing- ismanna til að vinna að könnun og tillögu- gerð um öryggi sjómanna. 1 lok október sama ár samþykkti nefndin tillögur til samgöngu- ráðherra. Ein tillagan er svohljóðandi: „Stöðugleiki allra eldri skipa verði mældur, svo og þeirra nýrri, hafi umtalsverðar breytingar verið gerðar á þeim á byggingartímanum eða síðar. Prófanir skal gera á þyngd veiðarfærabúnaðar og settar reglur um frágang afla og í lest og á þilfari, svo sem um skelfisk og afla sem land- að er daglega.“ Tillagan nefndarinnar um að mæla stöðugleika allra eldri skipa hlaut af einhverj- um ástæðum ekki undirtektir stjórnvalda. í skýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa fyrir árið 1988 er rifjaður upp árangur af rannsóknum sjóslysa í 25 ár. Þar segir meðal annars: „Slysum hefúr ekki fækkað ef á heildina er litið en sumum tegundum slysa hefur fækkað vegna tillagna til úrbóta sem komið hafa frá nefndunum og teknar hafa verið til greina. Þar má helst geta fækkunar slysa við hlera á togveiðum, fækkun slysa við línu og netaspil, slysa á mönnum vegna klórbruna, bruna í skipum o.fl. Á öðrum sviðum hefur ekki náðst sá árangur sem þurft hefði og mörgum mannslífum verið fórnað að óþörfu. Þar er einkum um að ræða skort á pólitískum vilja til þess að rannsókn færi fram á stöðugleika allra íslenskra fiskiskipa sem slíkar athuganir höfðu ekki verið gerðar á. Nauðsyn ber til að efla stórlega fræðslu til handa skipstjórnar- mönnum um gildi stöðugleika í öryggi skipsins og fræðslu fyrir sjómenn um starfið og hættur þess. I þeim rannsóknum sem fram hafa farið kemur skýrt fram að flest dauðaslys hafa orsakast af skorti á stöðugleika skipa. Annað hvort byrjunarstöðugleika eða vanþekkingar skipstjórnarmanna á því hvað stöðugleiki skips er.“ Ennfremur segir: „Sú nefnd sem skipuð var árið 1963 komst að sömu niðurstöðu um orsakir flestra slysa sem rannsökuð voru og þær nefndir sem starfað hafa síðan, en ekki hefur verið póli- tískur vilji fyrir hendi til að gera þær ráðstaf- anir sem lagt var til af nefndunum að gerðar yrðu.“ ■ FROZENATSEA FROM ARCTIC WATERS SHELL-ON pboductoficeland PRODUCT OF iceLAnd lEYKJAVIKUiraR AVÍK - SÍMI 55 38383 - FAX 56 82281 GARÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.