Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 58
Framtak í Hafnarfirði: mikið verk um hátíðarnar Stórt og Starfsmenn Framtaks í Hafnarfírði höfðu nóg að gera um hátíðirnar, en þeir fengu óvænt stórt og mikið verk til að vinna. Þeir voru fengnir til að skipta um höfuðlegur í aðalvél Reykjafoss. Við nánari skoðun kom í Ijós að botn- rammi vélarinnar var klofinn endilangt. Ákveðið var að freista þess að gera við ram- mann hér heima frekar en draga skipið til viðgerðar erlendis. „Ég var, ásamt þremur starfsmönnum okkar, nýkom- inn af námskeiði hjá MAK, þar sem meðal annars var kennd viðgerð samskonar þeirri sem gera varð í Reykjafossi," sagði Þór Þórsson, einn eigenda Framtaks. Aðstæður til stórra viðgerða í þröngu vélarrúmi geta verið erfiðar. Til að mynda er heild- arþungi aðalvélarinnar yfir 30 tonn. Framtaksmenn brenndu gat í dekk skipsins og gátu með því notað skipskranana til að lyfta vélinni. Að auki smíðuðu þeir sæti undir vél- ina, þó ekki væri nema til að gera þá rólegri meðan þeir voru að vinna undir henni. Til stóð að Ijúka verkinu 13. janúar, það tókst og reyndar voru þeir búnir nokkrum dög- um fyrr en þeir áttu að skila verkinu. „Við erum vel í stakk búnir til að taka að okkur verk sem þetta. Hér er afbragðs- mannskapur sem var tilbúinn að vinna langan vinnudag, jafnt um helgar sem aðra daga. Ekki var þetta þó átakalaust, en við fengum rangar afgreiðslur erlendis frá, bæði hvað varðaði sérverkfæri og fleira. Óneitan- lega tafði þetta okkur, en innan fyrirtækisins var mikill spenn- ingur um hvort okkur tækist að skila verkinu á réttum tíma og eins og áður hefur komið fram tókst það fyrir tilsettan tíma. Þetta er skemmtilegt eftir á, þegar allt gengur upp að lokum, og það er nú einu sinni svo, að erfiðleikamir gleymast þegar verki er lokið.“ Framtaksmenn hafa nýverið tekið í notkun „magaspeglun- artæki", rana sem kemst inn um allt að 12 til 14 millimetra göt og kemst allt að einn metra inn í vélar sem skoða þarf. Þá hafa þeir einnig tekið í notkun vélartölvu sem skrifar út á línuriti brunaþrýsting, þjöppunarþrýsting og hverju vélin skilar i KW. Hægt er að tengja vélina við PC-tölvur og eins er hægt að prenta út ski- laboðin frá tölvunni. Þrír starfsmanna Framtaks eru nýkomnir af vikunám- skeiði hjá B&W í Danmörku. Þá hefur Framtak yfir mikilli þekkingu á stillingu díselvéla að ráða, en þeir stilla vélar fyrir bíla, báta og skip. ■ Sími 568 0160 |$Facet austur skiljur Skiparadíó hefur keypt Rafhús í desember sl. keypti Skipa- radíó ehf. fyrirtækið Rafhús ehf. sem er umboðsaðili fyrir JRC (Japan Radio Co) og Raytheon á Islandi. Fyrirtækin verða með aðskil- inn rekstur en samnýtingu hús- næðis og mannafla. Þjónusta er lýtur að meðferð tækja og viðgerðum verður að sjálfsögðu í höndum tæknimanna Skiparadíós. Sigurður Jónsson, áður eigandi Rafhúss, bætist nú í starfsmannahópinn og mun einkum sinna sölu tækja auk þess að efla tengslin við viðskiptavini Rafhúss. JRC og Raytheon eru ekki óþekkt merki á íslandi, enda verið hér á markaði um áratugaskeið. JRC framleiðir nánast allt sem þarf í brú skips; radartæki, dýptarmæla, sónara, straumlogg, tal- stöðvar o.m.fl. JRC var stofnað 1915 og er eitt elsta og stærsta fyrirtæki f heimi i framleiðslu siglinga- og fiskileitartækja. ■ A 111» AliV SPÓLUROFAR Stæröir: 4 - 400 kW Jf JOHAN RÖNNING HF slmi: 568 4000 - http://www.ronning.ls 58 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.