Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 10
Jónína Snorradóttir tók sér hlé frá fegurðarsamkeppnum og brá sér í Smuguna Frá barnæsku átti JónIna Snorradóttir sér þann draum að komast á sjóinn. Föður hennar, Snorra Gestssyní, skip- stjóra á Guðmundi frá Vest- mannaeyjum, leist ekkert á þennan áhuga og iéði aldrei máls á því að hafa hana með í veiðiferð. Vorið 1995 réð hún sig ásamt vinkonu sinni um borð í frystitogarann Bylgju VE. Jónína, eða Nína eins og hún er yfirleitt kölluð, er ekki þessi dæmigerði sjómaður í útliti. Flún er frekar lágvaxin og fíngerð og hefur auk þess útlit til þess að taka þátt í fegurðar- samkeppnum. Hún hefurtekið þátt í keppninni Sumarstúlka Vestmannaeyja og nýlega var henni boðin þátttaka í keppn- inni ungfrú Suðurland. „Ég hló nú bara og spurði hvort þeir vissu hvað ég er lág- vaxin,“ segir Nína og hlær mikið. Fyrir tveimur árum lét hún drauminn um sjómennskuna síðan rætast án þess að ráðg- ast meir við föður sinn. „Ég hafði lengi legið í pabba um að fá að fara á sjóinn en hann vildi það aldrei, sem er alveg skiljanlegt, þar sem sjór- inn er mikill karlaheimur," segir Nína. „Sumarið 1995 fór ég til útgerðarmanns Bylgjunnar, MatthIasar Óskarssonar, sem var svolítið tregur fyrst vegna þess að hann hafði áður haft stelpur um borð og það geng- ið upp og ofan. Þegar ég fékk plássið hringdi vinkona mín í hann og fékk líka pláss.“ Með keppendum um titilinn .Sumarstúlka Vestmannaeyja" árið 1992. Nína er önnur frá vinstri. Pabbinn varð stoltur Nína segir að hún hafi verið vön úr fiskvinnslunni í Eyjum þótt aldrei hafi hún stigið um borð í skip fyrr. Áhugi hennar á sjómennskunni hafi ekki minnkað heldur aukist frekar en hitt eftir þessa reynslu. En hvað varð til þess að hún fékk áhugann í byrjun? „Ég veit það ekki. Kannski það að allir bræður mínir höfðu fengið að fara á sjó og pabbi vildi ekki leyfa mér að fara með sér. Eftir á held ég að hann hafi bara verið stoltur af mér,“ segir hún og hlær. Fyrsta mánuðinn var toga- rinn á veiðum á heimamiðum og gekk þokkalega. Eftir þenn- an mánuð var farið í Smuguna Skemmtilegast er að fá vini af öðrum skipum í heimsókn. Gömul vinkona, Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir, skipverji á Þórunni Sveinsdóttur VE, kom einn daginn í heimsókn um borð í Bylgjuna. Til að fá næði við að masa saman sátu þær í sturtunni um borð. 10 SjÓMANNABLAÐIÐ VlKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.