Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 21
sar svína skelfilega á verðinu að og þessi iðnaður þolir ekki að bæta þessu við annan kostnað. Landvinnsla sem er með sín eigin skip stýrir þeim til veiða og löndun- ar eftir framboði á fiski og þörf fyrir vinnslu á hverjum tíma. Sú stýring fellur auðvitað um sjálfa sig ef allt á að fara á markað. Fiskurinn færi í auknum mæli burt frá hinum ýmsu sjávarbyggðum út um land. Smærri húsin í hinum dreifðu byggðum munu sennilega leggjast af eða iðnaðurinn breytast í gamla farið þar sem aðeins yrði unnið 90 til 100 daga á ári. Slíkt yrði raunar ekki fram- kvæmanlegt samkvæmt kjarasamningum. Við erum að reyna að keyra þessi frystihús þannig að þau séu rekin eins og iðnfyrirtæki og höfum hráefni 270 til 280 daga á ári. Þetta byggist á því að hafa eigin hráefnisöflun. Það yrði miklu erfiðari og subbukenndari rekstur að setja allan fisk á markað,“ sagði Guðmundur Smári. „Jú, það er rétt. Menn tala um að vinnslan eigi að sérhæfa sig meira. En athugum staðreyndir. Það eru svo miklar sveiflur ! þessu. Við keyrðum mjög stíft á karfa á síðas- ta ári en síður á þorsk. Gengisþróunin þýðir hins vegar að karfinn fer niður um 30 til 40 milljónir á ársgrundvelli hjá okkur en þorskurinn upp um 40 milljónir. Þarna erum við að tala um 70 til 80 milljóna króna sveiflu. Sérhæfingin nær ekki að jafna svona ofboðslegar sveiflur á gengisskráningu. Sérhæfing í okkar húsi felst í því að hafa ör- litla breidd. Vandamálið á þessum mörkuð- um er það, að til skamms tíma hefur fram- boðið verið miklu minna en eftirspurnin. Þá daga og vikur sem þetta snýst við og magnið eykst verulega hríðfellur verðið. Ég er búinn að margræða þetta við rnína sjómenn og þeir hafa ekki nokkurn áhuga á þessu. Um daginn bauð ég þeim að ef það yrði lögskipað að setja allan fisk á markað mættu þeir eiga bátinn með því eina skilyrði að þeir lönduðu öllu hér á heimamarkaði. Þeir þáðu ekki boðið,“ sagði Guðmundur Smári ennfremur. „Já, ég kannast við þá fullyrðingu að raun- verulegt skiptaverð komi ekki fram nema allur fiskur fari á markað. Ég held að hjá meginþorra útgerðar og fiskvinnslu sé þetta í þokkalegu standi og allir sáttir. Það eru örfáir skussar sem eru að svína á þessu alveg skelfi- lega og um það snýst öll umræðan. Það er mín tilfinning. Umræðan snýst öll um örfáa aðila sem stunda þriðja flokks viðskipti í þessu en ekki um hina. Við gerðum hér skrif- legan samning um fiskverð löngu áður en það var samningsskylda. Um það hefur verið mjög góð sátt. Við stefnum auðvitað að því að hafa út úr þessu hámarksarð af veiðum og vinnslu og ég held að það komi þokkalega út fyrir alla. A vissum tímapunktum væri senni- lega hægt að fá hærra verð fyrir sjómennina með því að selja á mörkuðum, þegar veruleg vöntun væri á fiski. En við jöfnum þetta út og kostnaðurinn gleymist gjarnan, bæði við gáma- og markaðssöluna. Sá kostnaður er aldrei dreginn frá ! umræðunni. Þegar við kaupum af eigin skipi kemur enginn kostn- aður þar ofan á, löndunarkostnaður er ekki dreginn frá. Ég hræðist þá tilhugsun að allur fiskur skuli fara á markað. Að minnsta kosti svona fyrsta kastið. Sjómenn og sjálfstæðir útgerðarmenn eru að koma til mín og biðja um föst viðskipti og fast verð. Nú eru menn með verulegar væntingar um auknar þorsk- veiðiheimildir. En eftir að hafa dregið svona mikið úr þorskveiðum um langan tíma erum við lengi að byggja upp markaði okkar. Ég fullyrði því að við tvöföldun á afla muni tekjur útgerðarinnar aðeins aukast lítillega,“ sagði Guðmundur Smári Guðmundsson. ■ Sjómannablaðið Víkingur 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.