Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 62

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 62
54 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN um laundrjúgu fjöllum, þar sem brúnirnar blekkja, áður en þeirri efstu er náð. En eftir því, sem leiðin sóttist upp á við, jókst yfirsýn um landslag og svip. Sást nú greinilega, hvernig fjalla- brúnir fjarðarins færðust meir og meir í samræmishæð hver við aðra, svo að þær sýndust að lokum einkennilega jafnar yfir að sjá. Því er og einnig þannig varið, að þótt fjöllin umhverfis Skagafjörð séu talsvert sundurskorin og brúnir þeirra misjafn- ar úr byggð að sjá, þá er þó heildaryfirborð þessa hálendis furðu jafnt yfir að líta, ef horft er um það af nægilega háum sjónarhól. Svipur hálendisins virðist því bera það með sér, að héraðið sé að miklu myndað við landsig, en sumpart sorfið nið- ur í upprunalega hásléttu hallalítilla basalthrauna, sem áður en firðirnir ,,fæddust“, náði yfir mikinn hluta af norðanverðu ís- landi og sennilega langt til norðurs, þar sem nú er haf. Hvort nú er til muna eytt ofan af þessari hásléttu, eða hún um það bil heldur sér á háfleti hæstu fjalla, er enn lítt rannsakað mál, en í þessu sambandi vil ég rifja upp nokkurar spurningar, sem al- veg sérstaklega ásóttu mig nú, meðan ég var að prika upp Hamraheiðina áleiðis til þess að komast alla leið upp á kollinn á Mælifellshnjúk og það í þeirri von, að þar kynni ég að fá úr- lausn á einhverjum þeim viðfangsefnum, sem ég hefi á prjón- unum, að því er snertir jarðsögu Skagafjarðar: Hvers vegna er þessi mjóa strýta Mælifellshnjúksins hæst allra fjalla í sínu umhverfi? Á að skilja það svo, að jafnframt því að heildar- spilda héraðsins seig, hafi einnig orðið sig, en þó minna, um fjallgarðana sjálfa, og þá aðeins þessi eini stöpull staðið eftir? Eða hefir sorfizt svo mikið ofan af fjöllunum umhverfis, að hnjúkurinn einn stendur nú höfði hærri en þau? Ef svo væri, mundi þá ekki vera fróðlegt að kynnast þeim berglögum, sem þarna eru uppi, en annars staðar ættu að vera eydd og horfin sjónum vorum? En þá vaknar önnur spurning: Hverskonar öfl héldu verndarhendi sinni yfir þessum mjóa tindi, því skyldi hann ekki hafa sópazt burtu ásamt öllu hinu, eða sorfizt að minnsta kosti niður á móts við aðra fjallhryggi nærlendis? Þeir eru þó margir breiðari um bógana en hann og hefðu átt að láta síður á sjá. Harður í skallann gæti verið svar. En þá kemur enn spurn- ing: Hverrar tegundar er slíkt harða berg, sem ekki hefir ann- ars staðar fyrirfundizt til verndunar hinum fjöllunum? Og enn eru til fleiri lausnir á málinu. Gera mætti ráð fyrir,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.