Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1940, Qupperneq 64

Náttúrufræðingurinn - 1940, Qupperneq 64
56 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN undrandi. Þessi harðvítugi skalli, sem ég hélt að væri, var þá að mestu úr móbergi, samskonar að gerð og ég hafði hitt neðar í hnjúknum, og auk þess að nokkru byggður upp úr lausbundn- um stuðlabergsstubbum, sem lítið hald var í fyrir utan að kom- andi árásum. í samanburði við venjulegan basalthnjúk virtist þetta hreinasta spilaborg og ekki líkleg til þess, að hafa í þús- undir alda boðið birginn jökulskriði og öðrum eyðandi öflum. Hnjúkstoppurinn er ávalur að ofan, en aðeins nokkur hundr- uð fermetrar að flatarmáli. Þaðan jafndreginn halli til allra hliða, er svarar 30—45°. Lögunin nálgast nánar pýramídann, en þó skýtur út alllöngum hvassbrúna rana til norðurs, rúmum 100 m neðan við aðaltoppinn. Tilsýndar hefir því hnjúkurinn nokkra hrygglögun í þá átt. Eftir því, sem næst verður komizt af hæðarlínum herforingjaráðskortsins, er hæð hinna jafn- dregnu og skriðum runnu hlíða hnjúksins sem hér segir: Að norðan ofan ranann 770 m, að austan niður á Hamraheiði (Mjóa- dal) 500 m, að sunnan ofan í Tröllaskarð 280 m og að vestan ofan í Mælifellsdal 640 m. Þykkt hnjúksins í framangreindum hæðum er um 2 km, en lengdin alls um 3 km. Öll hæð hans er eins og áður getur 1138 m yfir sjávarmál. Útsýnið í þessari hæð heillar. Aldrei hefi ég séð Skagafjörð svo fagurlega dreginn né breiðfeðman eins og hann lá nú sem opið landabréf fyrir fótum mér. Þó hefi ég dvalið þar fram til fullorðinsaldurs og farið nánar um hann en flestir aðrir. Jökul- bungurnar gljá milli skýjabólstranna í suðri og suðvestri, og í bezta skyggni mun sjást alla leið til Vatnajökuls. Norðan jökl- anna blasa við heiðaöræfi Skagafjarðar og allrar Húnavatns- sýslu, öldóttar flatneskjur með óteljandi vötnum, en jaðarkög- ur sýnist til byggðarinnar, þar sem hálendisgeirarnir teygjast lengst til norðurs í Húnaþing, svo að vatnar yfir alla dali milli þeirra. Enn lengra til norðurs blikar á hafflöt Húnaflóa og fjarst af öllu sést til vesturhluta landsins og hvernig hann hverfur í blámóðu. Ég fer að athuga kollinn á hnjúknum. Þótt lítill sé, er hann þó nógu stór til þess að hægt væri að skipta á landmælingavörðu þeirri, sem nú stendur þar, og nægilegu skýli fyrir fjallgöngu- menn framtíðarinnar, innlenda og útlenda, er einhverntíma læra að meta Mælifellshnjúk vegna hollustuhátta og óviðjafnanlegs útsýnis. Þegar takast upp aftur ferðir um Stórasand, og bílfært er orðið fram Mælifellsdal, er heilbrigðum manni ekki meira
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.