Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 8

Andvari - 01.01.1947, Page 8
4 Stephan G. Stephansson ANDVARJ „undir Vatnsskarði“ (var í eyði 1917), í Víðimýrarsólcn, Seylu- hreppi í Skagafirði. Ég hef verið sagður fæddur 4. okl. Það er eflaust villa úr kirkju-skrá Víðimýrar kirkju. Tók fyrst eftir því í vottorði prestsins, sem fermdi mig (Hannes Arnórsson í Glaumbæ), sem liann gaf mér, þegar ég fluttist norður í Bárð- ardal. Foreldrar mínir munu hafa vitað þetta og munað rétt. Þau voru skynsöm, vel minnug og tímaglögg. Heimili. Fluttist með foreldrum mínum 7 ára gamall (á 8.) að Syðri-Mælifellsá (hún er í eyði, fyrir löngu, að sögn), Mælifellssókn, Lýtingsstaðahreppi, Skagaf. Þaðan, tveimur árum síðar, að Viðimýrarseli, Víðimýrarsókn, Seyluhreppi í Skagafirði. Þaðan, 15 ára, í vinnumennsku til Jóns bónda Jónssonar og Sigurbjargar Stefánsdóttur, föðursystur minnar, að Mjóadal í Bárðardal (í eyði 1917), Lundarhrekkusókn, Ljósavatnshreppi, Þingeyjarsýslu. Foreldrar mínir vinnuhjú á næsta bæ, Mýri, hjá Kristjáni bónda Ingjaldssyni og Helgu, hálfsystur föður míns. Þaðan 1873 til Vesturheims með for- eldrum mínum og systur, Sigurlaugu Einöru, síðar giftri Kristni Kristinssyni, kynjuðiun úr Skagafirði, en öldum upp á Austurlandi. Hún er mitt eina systkini, lifir enn, er 7 árum yngri en ég. Höfum sífellt búið í næsta nágrenni. Fyrsta haust- ið mitt í Vesturheimi skaut mér upp á tvítugt. Settist að fyrst nálægt og í Staughton, Wisconsin. Það þorp er í Dane County, nokkrar mílur norður af Milwaukee, um 20 mílur suður frá Madison. Var við ýmsa vinnu, sem fékkst, sveitavinnu, tígul- steinagerð. Fleytti mér nokkuð í ensku og norsku þegar vest- ur kom. Það var að heiman haft, að rnestu sjálflært. Hef aldrei á skólabekk setið hér í landi. Foreldrar mínir voru alla tíð á mínum vegum, meðan þau lifðu til og eftir að hingað kom- Eftir liðugt ár í Staughton fluttumst við þaðan með nokkr- um ísl. fjölskyldum og numdum land í skógi, í Norður- Wisconsin, í Shawano County, Greenvalley Township, Pulcifer pósthúsi. Þar vann ég við skógarhögg að vetrum, um 50 mílum norðar, en sveitavinnu að sumri, 75 mílum sunnar, en heima við þess á milli. Foreldrar minir sátu landið. Ég ferðaðist milh

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.