Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 22

Andvari - 01.01.1947, Page 22
18 Stephan G. Stephansson ANDVARI en þá hrópar til mín, af hinum bakkanum, einhver úr flokkn- um og skipar mér að bíða sín. Mér þótti miður, en vildi ekki flýja og beið kyrr. Svo komu þeir allir austur yfir, snúnir við, og „kallarinn" fyrstur og spyr mig þegar, hvort mér sé ekki „við noll“ í svona veðri. Ég sagði ekkert mark að því. Hann reiddi við söðul sinn gríðarmikið dýrshorn og mjög koparhúið, sté af baki og leysti til þess. Það var fullt með vín, og húfan yfir stútnum notuð fyrir bikar. Hann hellti í hana, rétti mér, ég renndi af og hlýnaði. Síðan rétti hann mér liálfan dal í peningum og kvaddi mig. Þetta var Jón Ásgeirsson frá Þingeyrum, nafnkunnur á sinni tíð, en ekki þekkti ég hann. Einn i hópnum var Eggert Briem, sýslu- maður Skagfirðinga. „Það eru falleg augu í þessum strák,“ heyrði ég hann segja við einhvern þeirra, sem umkringdu mig. Sjálfur þótti liann þá eygður manna bezt, að ég hafði heyrt, og af því ræð ég, að vel eygðu mönnunum geti mis- sýnzt líka! Á flutningnum norður i Bárðardal sá ég tvennt nýstárlegt á Akureyri, það var reynitréð -— og svín, sem Möller kaup- maður átti. Svínið var nú svona og svona, eins og guð hafði gert það, en reynitréð! svo minnisstætt, að ég var að reyna að spyrja það uppi 1917, saknaði þess, en var sagt, að það hefði farizt í bæjarbruna þar fyrir nokkrum árum. Þó varð það að engu, þegar ég sá Vaglaskóg vorlaufgaðan, yfir Fnjóská óreiða- Hann verður ælíð fallegasti skógurinn, sem ég hef séð, af öll' um hundruðum, þeim sem bæði voru margfalt meiri og feo' urri. Við fórum Fnjóská á ferju, en hún var nærri óferjandi- Enn sé ég hana í huganum, sundafulla, aðeins höfuðin á hest- unum okkar upp lir, sem hún fleygir eins og fisum ofan fyr11' allar götur, svo mér sýnist þeir muni aldrei losa sig úr streng hennar, stólpagripirnir, lausir og liðugir, en allt í einu brjóta þeir fjötur hennar og stökkva í land. Ýmislegt. Eitt ið fyrsta afreksverk mitt í Bárðardal var að , viðbeinsbrjóta pilt á líku reki og ég var. Sá drengur var liann samt að afsaka mig um slysið, en segja sem var, að sér vse1* um að kenna. Hann vildi glíma við mig; ég fann, að ég gat auð-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.