Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 24

Andvari - 01.01.1947, Page 24
20 Stephan G. Stephansson ANDVARI saknað mín. Kom út og kallaði, ég svaraði ekki. Vildi ekki láta hana sjá mig svo á mig kominn, en hún gekk fram á mig. Spurði mig, hvað að gengi, ég vildi verjast frétta, en varð um síðir að segja sem var. Eftir þessu sá ég seinna. Mörgum árum á eftir heyrði ég mömmu segja frá þessu, en ég hélt hún hefði löngu gleymt því. Hún bætti því við, „að í það sinn hefði sér fallið þyngst fátæktin“. Tvisvar síðar, einu sinni heima, öðru sinni hér, hefur mér boðizt ávæningur þess, sem gat verið byrjun til skólagöngu, en ég hef hafnað. í öðru sinni vorum við öll ráðin til vesturfarar, svo ekki varð við snúið. í hitt skiptið, hér, hefði ég orðið að láta foreldra mína, aldurhnigna og útslitna, sjá fyrir sér sjálf, hefði ég reynt að reyna á. Nú veit ég ekki, nema lærdómsleysið með öllum sínum göllum hafi verið lán mitt, svo ég uni vel því, sem varð. Á Akureyri biðum við vesturfarar 1873 hrossaflutnings- skipsferðar til Skotlands, með gömlu „Zueen“, mesta sæ- drelli, sem söklc við strendur Skotlands ári síðar eða svo, eins og sagt hefur verið um „Camoens“, sem síðar flutti ís- lendinga. Meðan við dvöldum á „eyrinni“, tókum við nokkrir Bárðdælir það upp að leigja okkur róðrarbát til fiskifangs og skemmtunar. Eitt sinn, snemma á „vertíð“ þeirri, mætti okk- ur maður, aldraður og höfðinglegur, við bryggjusporðinn, þar sem við lentum. Það var Pétur Havsteen amtmaður. Hann tók okkur tali, sagði hver hann var, byggi í nágrenni við bæ- inn, en riði til Akureyrar flesta daga sér til hressingar. Hafði þá látið af embætti. Þessum sið hélt hann, meðan við rerum. mætti okkur á bryggjunni og ræddi um margt, mest um Aw- eríku, og var hlynntur vesturferðum. Eitt sinn sáum við, langt frammi, að karl stóð og beið okkar lengi á bryggjunni, svo okkur furðaði. Þegar við náðum upp, heilsaði hann okkur glaðlega að venju. Sagðist nú hafa komið með fyrra móti. til að verða fyrstur til að segja okkur fréttir, sem myndu gleðja okkur: Sézt hefði í „kíki“ til „Zueen“ úti á firði, og myndi vera vís til hafnar fyrir kvöldið. Rétti olckur svo „mark“ (16 skildinga), bað okkur að ganga upp á „Bauk (gistihús Jensens) og drekka minni sitt, því nú myndum

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.