Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1947, Side 25

Andvari - 01.01.1947, Side 25
ANDVARI Stephan G. Stephansson 21 við aldrei oftar sjást. Þakkaði okkur kynnin og bað, að okkur farnaðist æ sem bezt. Einn dag gekk ég út á Oddeyri og við fleiri. Erindi mitt að sjá Einar i Nesi, sem þar var það sinn kaupstjóri Gránufélags. Mér leizt á hann líkt og Vögg á Hrólf konung, sat á skák og reri, og þagði löngum. Gunnar sonur hans gegndi búðarstörfum, sem voru lítil. Inn í búðina kom sjómannahópur. Einn vék sér að Einari, dró fram pening og sýndi honum, kvaðst hafa fengið hann fyrir eitthvað hjá amerískum sjómanni og bað Einar að segja sér, hvers virði skildingurinn væri. Einar leit á og rétti til baka með þeim um- mælum, að „bezt myndi að sýna þetta vesturförunum þarna, því að líkindum myndu þeir þekkja mynt landsins, sem þeir væru að flytja til“. í mig seig, að þetta væri ertni. Bað mann- inn að lofa mér að sjá, ef slce kynni, að ég þekkti. Hann geiði það. Þetta voru 25 cent (Quarter). Það sagði ég honurn, og UPP á hár, hve marga skildinga þau giltu. Einar sagði að- eins: Það er rétt! En Gunnar sonur hans kallaði til mín og gaf mér vínstaup! Ekkert þekkti hann víst til mín. Höfðum aldrei sézt né spurzt heita. Um nótt í þoku, sem náttsólin skein gegnum, lögðum við út af Akureyri. Nokkrir kunningjar mínir ungir fylgdu mér á bát, sem þeir réðu. Þeir báðu mig að koma á land með sér aftur, unz skipið létti akkerum, skyldu róa með mig fram 1 tíma. Ég lét tilleiðast, en kom foreldrum mínum fyrir í skipi áður. Ég beið í landi til síðustu stundar. Þeir efndu heit sitt. Sungu eitthvað, um leið og þeir ýttu frá, en einhverjir far- Þegar á þiljum svöruðu á sama hátt. Alla nóttina og næsta dag vakti ég á þiljum uppi og leit til lands, en aldrei rauf Þokuna, fyrr en að kveldi þriðja dags að blámaði fyrir ollu, sem þá var eftir af íslandi, tveimur eða þremur þúfum, sem hurfu hver af annarri. Það var vist annan vetur minn í Shawano County, Wis- eonsin, að ég réðst til vetrarvinnu í skógum úti. Nokkrir landar voru þar komnir á undan mér, 4 eða 5. Alls voru skála- búar um 60. Þegar ég kom þar, sagðist einn landinn, sem var kunningi minn, verða komu minni feginn. Ég spurði,

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.