Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 26

Andvari - 01.01.1947, Page 26
22 Stephan G. Stephansson ANDVAUI hvað til þess bæri. Hann kvað orðbragð skálabúa um íslend- inga slíkt, að svara þyrfti til. Eina nafnið, sem minnst særði, væri Lapplendingur! Eg tók þessu ólíklega, og var það full alvara þá að hlífast við þessu. Brátt komst ég að raun mn, að sagan var siinn, en kómst lengi svo af, að ég átti aldrei sjálfs mín i að hefna. Reyndar var þetta ekki nema ófagur orðleikur, jiví að öðru leyli voru piltar þessir meinlausir við landann, jafnvel greiðviknir, enda átti bann það skilið, vilj- ugur, trúr og dyggur. Nokkuð spiltti j)að um, að einn landinn munnhjóst ögn við j)á með siðareglum og kristni, gekk svo frá þeim orðlaus og hristi kollinn yfir ósköpunum, en j)að æsti j)á. Einn bar þar af öðrum með orðbragðið, svo rnjög, að jafnvel hinir, sem voru þó vel færir, létu oftast undan síga. Eitt skipti byrjaði sá á mér, við verk úti i skógi. Ég svaraði í sama anda, var lilt æfður, en hafði margt beyrt. Orð óx af orði millum okkar, unz þeir, sem viðstaddir voru, létu hend- ur fallast og blustuðu. Einvígið stóð nokkuð [lengi] yfir, og ég flúði aldrei, j)ví „enginn verður með orðum veginn“. Það man ég eitt, að það sem við sögðum var, eins og „enskurinn" segir, „ekki eftir hafandi í siðaðra manna samsæti“. Daginn eftir byrjaði sami maður á öðrum landa líkt, sendi bonum tóninn úr fjarlægð. Ég gall á móti. „Hver svarar mér nú?“ kallar hann. „Ert það þú, Stefán?“ Ég sagði svo vera. „Já, J)á þagna ég! Þú spillist verr með bverjum deginum.“ Þar með lauk, og batnaði nokkuð um málfærið eftir það. En eitt er vist: Reynist j)að rétl, að einhvern tíma í framtíð verði maður að „standa reikningsskap af hverju ónytjuorði, sem maður hefur talað“, veit ég, bvar ég lendi: í vistarveru hjá Jack Castelo, svo hét hann, en kvíði því ekki, því eftir j)essa hrinu vildi hann allt fyrir mig gera. Þegar ég var í söfnuði séra Páls í Shawano County, vann ég um tíma í slcógi með tveimur löndum minum, á liku reki og ég og lærðari miklu og tilvonandi prestum j)á. Oft deildum við, þeir sainan, ég einn, ætíð um annað en trúarbrögð. Ég byrjaði sjaldnar, sökum liðsmunar! Eilt sinn tólcu þeir til að hrósa Opinberunarbókinni. Ég lagði ekki til. Loks sneru þeir

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.