Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 34

Andvari - 01.01.1947, Page 34
30 Þorsteinn Þorsteinsson ANDVARl stilli, að það varð almennt manntal, sem náði til allra lands- manna án undantekningar og hver maður var talinn sérstak- lega með nafni og öðrum einkennum. í bréfi nefndarmanna til sýslumanna1) er þeim uppálagt að samantaka skírlega fullkomið registur yfir allt fólkið í sýslunni, svo að engum verði gleymt. Eiga í því registri að uppteiknast, bæ fiá bæ, bóndi og húsfreyja, börn og annað heimilisfólk með nafni og aidri, og hjá hverri manns- og kven- persónu skilmerkilega að specificerast, hvað sá eða sú fyrir sig leggur, hvort heldur búskapur, húsmennska eða annar ær- legur lífernisháttur. Þeir, sem staddir voru um stundarsakir við útróður eða þvíl., áttu þó eltki að teljast þar, heldur þar sem þeir áttu heima. Enn fremur skyldi telja alla sveitar- ómaga þar, sem þeir dveldu á langaföstunni. Loks skyldi gera sérstakt registur um alla utansveitarhúsgangsmenn og þeir taldir þar, sem þeir gistu nóttina fyrir páslca 1703. Samtímis sendu nefndarmenn sýslumönnum annað bréf um að senda þeim einnig sundurliðaðar skrár um allan kvikfénað á landinu. Sýslumennirnir munu hafa látið fyrirmæli nefndarmann- anna um manntalið ganga áfram til hreppstjóranna. Afrit af einu slíku bréfi hef ég séð. Er það frá sýslumanninum í Þing- eyjarsýslu til hreppstjóranna í Grýtubakkaþingsókn.2) Er þar tekið upp allt efnið úr bréfi nefndarmannanna með nánari útlistun á þvi og að endingu bætt við til frekari áherzlu: „Og að síðustu áminni ég yður alla, einn og sérhvern, að láta yður liér útí koma tvennt til hugar, sem að knýr yður til að gjöra þetta ferðugt, fyrst sjálfra yðar gagn og veikstand- andi sveitarinnar efling og framför, sem út af þessu uppá- tæki, svo sem einni undirstöðu og grundvelli, sjá má til bygg- ingar er ætlað. Og i annan máta, látið yður örva til þessarar framkvæmdar straffsvon, er allir þér, meiri og minni, megið vænta yður, ef þér finnizt í jiessu forsómunarsamir, og látið svo sem velnefndir herr. Commissiarii, nær þeir í eigin per- 1) Arne Magnussons Embedsskrivelser bls. 50—52. 2) Handr. M. Steph. í ÁM-safni 59 4to bls. 299—303.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.