Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1947, Side 37

Andvari - 01.01.1947, Side 37
ANDVABI Manntalið 1703 33 ur síðar verið prentuð víðar,1) en hins vegar féllu sjálfar mann- talsskýrslurnar aftur i gleymsku, og munu menn jafnvel hafa haldið, að þær væru glataðar. Þangað til Skúli tók þær til meðferðar lágu þær í skjalasafni Rentukammersins, en það var síðar innlimað í Ríkisskjalasafn Dana. Þar sem það var Ijóst af bréfi nefndarmanna til sýslumanna um töku manntals- ins, að í því mundu vera margar upplýsingar, sem Skúli Magn- ússon hefði gengið fram hjá, þá gerði Jón Þorltelsson þjóð- skjalavörður ráðstafanir til þess, að leitað yrði að því i ríkis- skjalasafninu vorið 1914, og lcom þá í Ijós, að það var þar vel geymt, svo að eltlti vantaði einn einasta hrepp inn í, nema Vestmannaeyjar, en þær voru í Árnasafni. Komu nú upp óskir um að fá manntalið til íslands, en rétt á eftir skall á heimsstyrjöldin fyrri, svo að það var ekki fyrr en að henni lokinni, að teknir voru upp samningar um afhendingu mann- tolsins. Leiddu þeir til þess, að árið 1921 voru skýrslurnar lánaðar Stjórnarráði íslands, en samkvæmt samningi milli Danmerkur og Islands árið 1927 skyldu þær verða eign ís- lands. í fjárlögin fyrir árið 1924 var tekin upp 1000 kr. fjár- veiting til þess að byrja á heildarútgáfu manntalsins 1703, Þar sem allar frumskýrslurnar skyldu prentaðar í heilu lagi. Hefur Hagstofan annazt útgáfu þessa.2) I samanburði við manntalsskýrslur nú á dögum er mann- talið 1703 ákaflega fyrirferðarlítið. Það rúmaðist allt í ein- 11 m litlum böggli, sem aðeins vóg 3% kg. Til samanburðar má geta þess, að manntalið 1940 er í um 50 bögglum, sem hver er talinn hæfilegur í eitt bindi, og munu margir þeirra ekki vega minna en allt manntalið 1703. Það mætti því ætla, 1) Svo sem í Skýrslum um landshagi á íslandi II. b. 1859 bls. 60 og 64—65 og i Landshagsskýrslum 1903, þar sem líka er tilgreindur mannfjöldi, heim- •latala og tala sveitarómaga i hverjum hreppi. 9) Árið 1940 voru komin út 16 hefti. Var þá fullprentað allt manntalið frá 1703. En sem viðauki aftan við var tekið manntal, sem til er úr 3 sýsl- Um L'á árinu 1729. Manntal þetta var sent austur að Flúðum á stríðsár- Unum, og féll þvi útgáfan niður, en nú verður bráðlega lokið við útgáfuna.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.