Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1947, Side 40

Andvari - 01.01.1947, Side 40
36 Þorsteinn Þorsteinsson ANDVARl dvöldu, og auk þess í sérstakri skrá aftan við hreppinn. Hitt voru flest sveitarómagar, sem höfðu framfæri i fleirum en einum hreppi, er þá var mjög tíðkanlegt. Þá átti að telja að- eins á einum stað, þar sem þeir voru á langaföstunni, en þeir voru oft líka taldir þar, sem þeir áttu að vera aðra tíma árs- ins, því að hreppstjórarnir hafa ógjarna viljað láta sveitar- þyngslin sýnast minni en þau voru raunverulega. Einnig voru nolckrir skólapiltar taldir bæði í Skálholti og heima hjá for- eldrum sínum. Skráin um utansveitarhúsgangsmenn, sem taldir voru þar sem þeir gistu páskanóttina, var sérstakur við- auki við manntalið, því að þessir menn hefðu líka átt að vera taldir í sjálfu manntalinu, þar sem þeir áttu framfærslusveit, en það mun oftast ekki hafa verið gert, því að samband þessa fólks við framfærslusveitina hefur verið orðið svo laust, að hún hefur verið hætt að telja þá með ómögum sínum. Við úrvinnslu manntalsins nú hafa þessir flækingar allir verið teknir með, nema þeir, sem fundust einnig taldir í sjálfu mann- talinu, en það voru um 70 af 460 alls. Ekki er ósennilegt, að skotizt hafi í manntalinu yfir eitthvað af öðru fóíki, en úr því verður ekki bætt, enda mun varla hafa kveðið mikið að því. Aftur á móti hefur enginn við úrvinnslu manntalsins nú verið vísvitandi talinn nema í einum stað. Eftir þessar lagfæringar telst svo til, að mannfjöldinn á öllu landinu hafi við manntalið 1703 verið 50358. Munar það ekki miklu frá því, sem áður hefur verið talið, en það hefur ýmist verið 50444 eða 50681. Mannfjöldinn á öllu landinu þá hefur verið svipaður eins og mannfjöldinn nú í sveitum landsins, að meðtöldum kaujitúnum og þorpum með færri íbúum en 500 manns. Öll aukning mannfjöldans síðan hefur lent í kaupstöð- um og stærri lcauptúnum. Reyndar er sú fjölgun öll til komin á síðari hehningi þess 240 ára tímabils, sem síðan er liðið. Skömmu eftir 1703, árið 1707, gekk hér á landi einhver hin allra skæðasta drepsótt, stóra bóla, svo að fólkið hrundi niður unnvörpum. Síðar komu móðuharðindin (1784—85), nieð geysimiklum manndauða, auk margra annarra harðindaára a 18. öldinni. Það var því ekki fyrr en eftir 120 ár, eða skömmu

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.